Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 56
Örvinglaður Burroughs yfirheyrður eftir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Mexíkóborg
1951.1 myndinni þótti sýnt að almenningur fyrirgœfi frekar hættulega afbrýðisemi en banvœn
fíflalæti en Burroughs er í sömu sporum og Kréon eftir að Antigóna er dáin afhans völdum.
Dæmdur til að lifa áfram og hoifast í augu við fáránleikann.
sigur sem markaði spor í áttina til aukins
ritfrelsis. Nakinn málsverður er enn talin
með athyglisverðustu bókum höfundar.
Formgerð og stíll í Nöktum málsverði
eru óhefðbundin. Eiginlegur söguþráður er
enginn (ekki nema sá sem lesandi kann að
finna). Höfundur heldur því fram að hægt
sé að byrja að lesa hvar sem er í bókinni.
Bókin byggist á brotum sem sum hver
tengjast óbeint en önnur varla. Tilviljun
ræður uppröðun að mestu. Flest markast
brotin af hinni svokölluðu „rútínu" sem
Burroughs sérhæfði sig í og hefur fylgt
honum alla tíð. Þetta form sækir hann í
bandaríska (fjöl)leikahúsahefð; vaudeville
og slapstick. Rútínan er eins konar stutt
leikatriði eða skissa, þar sem húmor, farsi
og írónía eru sjaldnast langt undan. Oft eru
skissumar súrrealískar og blandaðar grófri
erótík/klámi eða jafnvel sadískum hryll-
ingi. Það sem vakti einna mesta hneykslun
fyrir utan nákvæmar kynlífslýsingar,
einkum á hommaskap, eru síendurteknar
hengingasenur, ættaðar frá de Sade mark-
greifa, þar sem hinn hengdi fær æðisgengið
sáðlát í dauðateygjunum.
Eftir fyrstu útgáfu á verkum Burroughs í
Englandi 1963 birtist harður dómur undir
heitinu UGH! í Times Literary Supple-
ment. I ritdómi þessum voru verk
Burroughs, og sérstaklega Nakinn máls-
verður, fordæmd sem hreinasti viðbjóður;
Burroughs er sakaður um „ógeðslega mál-
farslega sjálfsfróun“ og útgefandinn um að
stefna almennu ritfrelsi og nýsköpun í
hættu. Þá voru aðrir höfundar hjá sama for-
lagi „aðvaraðir" um hugsanlegar afleið-
ingar. Ritdómur þessi hratt af stað þrettán
mánaða ritdeilu þar sem deilt var harð-
vítuglega um hugtök eins og ritfrelsi, klám,
siðferði og_list. Brátt fóru að kvisast sögur
og orðrómur um þennan dularfulla og
skuggalega rithöfund.
William Seward Burroughs, fæddur 5.
febrúar 1914 í St. Louis í Missouri-fylki
Bandaríkja Norður-Ameríku, er einn
umdeildasti rithöfundur síðari tírna, á
engilsaxneska tungu. Verk hans hafa oftar
en ekki kallað á sterk viðbrögð. Sjálfur
hefur Burroughs verið fordæmdur fyrir
sora og hommaskap í skrifum sínum,
úthrópaður sem kvenhatari og gagnrýndur
fyrir áhuga sinn og upphafningu á skot-
vopnum. En hann hefur líka verið hafinn til
skýjanna fyrir tilraunir sínar með skáld-
söguformið, fyrir (óbeina) baráttu sína fyrir
réttindum homma og fyrir óþreytandi and-
stöðu við hvers konar fasisma. Það hefur
sjaldnast verið lognmolla í kringum það
sem hann hefur skrifað eða sagt.
Ahrif Burroughs á bókmenntir eru tölu-
verð og fara vaxandi ef eitthvað er.
Formtilraunir hans og textaframleiðslu-
aðferðir (sbr. klippitæknin) hafa vakið
athygli en innhald bókanna og baráttan í
kringum útgáfu þeirra hefur orðið til að
„Orðið er
breyta skilgreiningum á klámi og ritfrelsi.
Hann er nú talinn meðal helstu póst-
módemista og álitinn einn helsti undanfari
þeirrar greinar vísindaskáldskapar sem
kennd er við „cyberpunk" þar sem „tölvu-
geimur og -geimfarar“ em í brennidepli. Þá
em áhrif Burroughs á poppkúltúr og menn-
ingarkima, allt frá 6. áratugnum og fram á
þennan dag, sannanlega víðtæk.
Burroughs er jafnan talinn með hinum
svokölluðu beat-skáldum en þeirra helstir
eru vinir hans, rithöfundurinn Jack
Kerouac (On the Road) og ljóðskáldið
Allen Ginsberg (Howl). Beat-skáldin eru
ólík hvað varðar stíl og efnistök. Það helsta
sem sameinar þau er andstaða og viðbrögð
gegn smáborgarlegri neysluhyggju og yfir-
drepsskap sem ætlaði allt lifandi að kæfa á
5. og 6. áratugnum í Bandaríkjunum. Þeir
brutu í bága við viðteknar venjur og siði
smáborgarans, lifðu bóhem-lifnaði og
stunduðu frjálst kynlíf. (í ljósi þess sem
fram hefur komið um lífemi þeirra læðist
stundum að manni sá grunur að eitt af
helstu „markmiðum“ beat-gæjanna hafi
verið að fá sér á broddinn.) Þeir bám líka
hæfilega mikla virðingu fyrir skáldskap og
þorðu að brjóta gegn hefðinni.
urroughs var ekki staddur í
Bandaríkjunum þegar beat-
skáldin slógu í gegn og
voru upp á sitt besta. Hann
var í sjálfskipaðri útlegð frá
Bandaríkjunum frá 1949
fram til 1974 og kom
aðeins í stuttar heimsóknir
á því tímabili. Burroughs var tíu árum eldri
en hin beat-skáldin og var nokkurs konar
lærifaðir þeirra og leiðbeindi þeim, sérstak-
lega Kerouac og Ginsberg, um lestur utan-
garðs- og uppreisnarmanna í röðum skálda
og fræðimanna. I gegnum Burroughs
komust þeir líka í kynni við undirheima-
fólk; dópista og þjófa. Burroughs sótti
þegar sem ungur maður ( dreggjar þjóð-
félagsins; hann prófaði m.a. dópsölu og
vasaþjófnað. Hann vann um stund, eins og
frægt er orðið, sem meindýraeyðir.
Undanfama fjóra áratugi hafa Kerouac,
Ginsberg og Burroughs allir höfðað til ungs
fólks í uppreisnarhug gegn stöðnuðum lífs-
gildum en mismikið á hverjum tíma.
Kerouac, með sitt „ferðafrelsi“ og kæru-
leysi, hafði mest áhrif á 5. áratugnum og
fram á þann 6. Ginsberg með alla sína
„nekt“ og hugmyndir um frjálsar ástir, var
56
HEIMS
MYND