Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 56

Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 56
Örvinglaður Burroughs yfirheyrður eftir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Mexíkóborg 1951.1 myndinni þótti sýnt að almenningur fyrirgœfi frekar hættulega afbrýðisemi en banvœn fíflalæti en Burroughs er í sömu sporum og Kréon eftir að Antigóna er dáin afhans völdum. Dæmdur til að lifa áfram og hoifast í augu við fáránleikann. sigur sem markaði spor í áttina til aukins ritfrelsis. Nakinn málsverður er enn talin með athyglisverðustu bókum höfundar. Formgerð og stíll í Nöktum málsverði eru óhefðbundin. Eiginlegur söguþráður er enginn (ekki nema sá sem lesandi kann að finna). Höfundur heldur því fram að hægt sé að byrja að lesa hvar sem er í bókinni. Bókin byggist á brotum sem sum hver tengjast óbeint en önnur varla. Tilviljun ræður uppröðun að mestu. Flest markast brotin af hinni svokölluðu „rútínu" sem Burroughs sérhæfði sig í og hefur fylgt honum alla tíð. Þetta form sækir hann í bandaríska (fjöl)leikahúsahefð; vaudeville og slapstick. Rútínan er eins konar stutt leikatriði eða skissa, þar sem húmor, farsi og írónía eru sjaldnast langt undan. Oft eru skissumar súrrealískar og blandaðar grófri erótík/klámi eða jafnvel sadískum hryll- ingi. Það sem vakti einna mesta hneykslun fyrir utan nákvæmar kynlífslýsingar, einkum á hommaskap, eru síendurteknar hengingasenur, ættaðar frá de Sade mark- greifa, þar sem hinn hengdi fær æðisgengið sáðlát í dauðateygjunum. Eftir fyrstu útgáfu á verkum Burroughs í Englandi 1963 birtist harður dómur undir heitinu UGH! í Times Literary Supple- ment. I ritdómi þessum voru verk Burroughs, og sérstaklega Nakinn máls- verður, fordæmd sem hreinasti viðbjóður; Burroughs er sakaður um „ógeðslega mál- farslega sjálfsfróun“ og útgefandinn um að stefna almennu ritfrelsi og nýsköpun í hættu. Þá voru aðrir höfundar hjá sama for- lagi „aðvaraðir" um hugsanlegar afleið- ingar. Ritdómur þessi hratt af stað þrettán mánaða ritdeilu þar sem deilt var harð- vítuglega um hugtök eins og ritfrelsi, klám, siðferði og_list. Brátt fóru að kvisast sögur og orðrómur um þennan dularfulla og skuggalega rithöfund. William Seward Burroughs, fæddur 5. febrúar 1914 í St. Louis í Missouri-fylki Bandaríkja Norður-Ameríku, er einn umdeildasti rithöfundur síðari tírna, á engilsaxneska tungu. Verk hans hafa oftar en ekki kallað á sterk viðbrögð. Sjálfur hefur Burroughs verið fordæmdur fyrir sora og hommaskap í skrifum sínum, úthrópaður sem kvenhatari og gagnrýndur fyrir áhuga sinn og upphafningu á skot- vopnum. En hann hefur líka verið hafinn til skýjanna fyrir tilraunir sínar með skáld- söguformið, fyrir (óbeina) baráttu sína fyrir réttindum homma og fyrir óþreytandi and- stöðu við hvers konar fasisma. Það hefur sjaldnast verið lognmolla í kringum það sem hann hefur skrifað eða sagt. Ahrif Burroughs á bókmenntir eru tölu- verð og fara vaxandi ef eitthvað er. Formtilraunir hans og textaframleiðslu- aðferðir (sbr. klippitæknin) hafa vakið athygli en innhald bókanna og baráttan í kringum útgáfu þeirra hefur orðið til að „Orðið er breyta skilgreiningum á klámi og ritfrelsi. Hann er nú talinn meðal helstu póst- módemista og álitinn einn helsti undanfari þeirrar greinar vísindaskáldskapar sem kennd er við „cyberpunk" þar sem „tölvu- geimur og -geimfarar“ em í brennidepli. Þá em áhrif Burroughs á poppkúltúr og menn- ingarkima, allt frá 6. áratugnum og fram á þennan dag, sannanlega víðtæk. Burroughs er jafnan talinn með hinum svokölluðu beat-skáldum en þeirra helstir eru vinir hans, rithöfundurinn Jack Kerouac (On the Road) og ljóðskáldið Allen Ginsberg (Howl). Beat-skáldin eru ólík hvað varðar stíl og efnistök. Það helsta sem sameinar þau er andstaða og viðbrögð gegn smáborgarlegri neysluhyggju og yfir- drepsskap sem ætlaði allt lifandi að kæfa á 5. og 6. áratugnum í Bandaríkjunum. Þeir brutu í bága við viðteknar venjur og siði smáborgarans, lifðu bóhem-lifnaði og stunduðu frjálst kynlíf. (í ljósi þess sem fram hefur komið um lífemi þeirra læðist stundum að manni sá grunur að eitt af helstu „markmiðum“ beat-gæjanna hafi verið að fá sér á broddinn.) Þeir bám líka hæfilega mikla virðingu fyrir skáldskap og þorðu að brjóta gegn hefðinni. urroughs var ekki staddur í Bandaríkjunum þegar beat- skáldin slógu í gegn og voru upp á sitt besta. Hann var í sjálfskipaðri útlegð frá Bandaríkjunum frá 1949 fram til 1974 og kom aðeins í stuttar heimsóknir á því tímabili. Burroughs var tíu árum eldri en hin beat-skáldin og var nokkurs konar lærifaðir þeirra og leiðbeindi þeim, sérstak- lega Kerouac og Ginsberg, um lestur utan- garðs- og uppreisnarmanna í röðum skálda og fræðimanna. I gegnum Burroughs komust þeir líka í kynni við undirheima- fólk; dópista og þjófa. Burroughs sótti þegar sem ungur maður ( dreggjar þjóð- félagsins; hann prófaði m.a. dópsölu og vasaþjófnað. Hann vann um stund, eins og frægt er orðið, sem meindýraeyðir. Undanfama fjóra áratugi hafa Kerouac, Ginsberg og Burroughs allir höfðað til ungs fólks í uppreisnarhug gegn stöðnuðum lífs- gildum en mismikið á hverjum tíma. Kerouac, með sitt „ferðafrelsi“ og kæru- leysi, hafði mest áhrif á 5. áratugnum og fram á þann 6. Ginsberg með alla sína „nekt“ og hugmyndir um frjálsar ástir, var 56 HEIMS MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.