Heimsmynd - 01.04.1993, Side 57

Heimsmynd - 01.04.1993, Side 57
vírus og stillt inn á sjálfstortímingu.u einn af „höfundum“ blómabyltingarinar; hann tók virkan þátt í mótmælum 68- kynslóðarinnar. Burroughs var vissulega áhrifavaldur á þessum tíma en að minna leyti en hinir. Þessi gráleiti huldumaður, ávallt klæddur jakkafötum eins og skrif- stofublók, virtist eiga fátt sameiginlegt með síðhærðum hippum og blómafólki. En hann var þama í bakgrunninum; eins og sjá má á hinu fræga Sergeant Pepper 's -plötualbúmi Bítlanna. En Burroughs hafði engan áhuga á búddisma eins og hinir beat-gæjamir og kunni bara písmerki með einum putta, fannst „flower-power“ og ástarkjaftæði hreinn bamaskapur. Það er þess vegna ekki að undra að áhrifa hans fór fyrst að gæta verulega með tilkomu pönksins undir lok 8. áratugarins. Tilraunir Burroughs með tungumálið, sérstaklega „cut-up“ eða klippi-tæknina sem hann beitti á ritaðan texta en einnig á talaðan, með segulbandstækjum, og síðar við kvikmyndagerð, opnuðu leiðir fyrir pönkarana sem vildu gera hlutina, strax. En það var ekki síður lífstíll Burroughs, dularblærinn sem umvafði hann, sem heill- aði; dóp, kynlíf, neikvæðni og niðurrif. „Ég ætla að sökkva mér í spillingusagði Burroughs snemma á ferli sínum og margir pönkarar tóku hann sér til fyrirmyndar: Til þess em vítin að vita þau (til að geta varast þau?). Burroughs var erkitýpa pönkara fyrir anarkisma og nihilisma. A tímabili var hann kallaður „guðfaðir pönksins“. En Burroughs skildi lítið í látunum og sagði: „Ég er ekki pönkari ... Ég held að pönk- hreyfingin sé tilbúningur fjölmiðla." Burroughs, sem hafði verið háður heróíni (djönki) í fjöldamörg ár en var nú laus undan því, varð réttlætingartákn ýmissa pönkara fyrir heróínneyslu. A New York-árum Burroughs, 1976-1982, var vin- sælt að fara í pílagrímsferðir til hans og fylltist íbúðin hans þá oft af djönkíum. Það fór svo að hann ánetjaðist heróíni á ný, um tveggja ára skeið, og fór það afleitlega með heilsu hans og fjárhag, enda maðurinn á sjötugsaldri. Vinnan, skrifin lágu að mestu niðri: Dagamir fóru í að stara á stóru tá. Það væri hægt að halda lengi áfram um áhrif Burroughs en um hann almennt má segja að hann er og hefur verið, um áratuga skeið, nokkurs konar föðurímynd eða öllu heldur afaímynd andmenningarhópa, svip- að og Megas (Ave Megas) hér á Fróni. Hugmyndir Burroughs eru oft býsna skrýtnar og mótsagnakenndar, í það minnsta á yfirborðinu. Hann er í stöðugri baráttu við VALDIÐ og heldur á loft ótrúlegustu samsæriskenningum. Oftar en ekki tengjast þessi samsæri leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Það leikur til dæmis ekki vafi á því í huga Burroughs að AIDS- vírusinn hafi verið framleiddur á rann- sóknarstofu, í hemaðartilgangi. (Þetta er reyndar ekki ólíklegasta tilgáta Burroughs.) En allan sinn rithöfundarferil hefur Burroughs verið að berjast gegn öðrum vírus og sá er eldri og útbreiddari. Orðið er vírus (utan úr geimnum), sem hefur tekið sér bólfestu í manninum og er stilltur inn á sjálfstortímingu. Við þurfum því að „afmá orðið“ og komast burt; af jörðinni, úr líkamanum. „Við erum hér til að fara,“ segir Burroughs og álítur að maðurinn í dag sé eins og halakarta sem á eftir að verða að froski. Allar verða þessar hugmyndir dálítið hjákátlegar ef þær eru teknar bókstaflega. En ef lesið er í táknin og kenningarnar skoðaðar í samhengi við gagnrýnendur skynsemishyggju og tungumálsins í gegn- um tíðina (menn eins og Nietzsche, Wittgenstein og Derrida), verður Burroughs „skiljanlegri.“ Hann er nefni- lega fræðimaður og skáld í senn sem stund- ar það sem kallað er sundurgreining, eða dekonstrúksjón. Fyrir Burroughs er ekkert heilagt í sam- bandi við tungumálið. Til að berjast gegn ofurvaldi orðanna notar Burroughs klippi- tæknina, sem vinur hans, listamaðurinn Brion Gysin, benti honum á. Til að komast að öðrum samskiptamöguleikum verður að útmá tungumálið, í það minnsta að breyta því: „Forlög em skrifuð, ef þú ert ósáttur við forlög þín og vilt breyta þeim, klipptu orðin. Láttu þau skapa þér nýjan heim.“ Orðin em ekki heilög og búa ekki yfir ömggri merkingu: „Öll skrif eru klippt og samsett. Samtíningur orða, lesin, heyrð, hlemð. Hvað annað?“ Klippitæknin er fyrir alla. Hver sem er getur búið til klippitexta, hver sem er getur verið skáld: „Shake- speare og Rimbaud lifa í orðum sínum. Skerið á orðalínumar og þá heyrast raddir þeirra.“ Klippitæknin: Taktu blaðsíðu með hvaða texta sem er. Kiipptu hann niður í þrjá dálka. Merktu þá A, B og C. Raðaðu þeim nú saman á annan hátt lestu eftir línunum þvert yfir dálkana (ACB, BAC, A+CB, B+CA. Prófaðu alla möguleika). Við þessa aðferð er hægt að gera ýmis tilbrigði; t.d. er hægt að fella saman ólíka texta. eð tilraunum sínum er Burroughs að reyna að komast að raun- veruleikanum að baki orða og orðaleikja. Hvorki meira né minna. Hann hafnar rökrænu orsakasam- bandi, sem vísindamenn hafa troðið upp á heiminn, vill endurvekja galdur augna- bliksins, hið ófyrirsjáanlega og lífs- háskann: í staðinn fyrir annaðhvort/eða kemur bæði/og. „Ekkert er satt, allt er leyfilegt.“ Burroughs ætlar sér að leita uppi og eyðileggja öll valdakerfi. Hann berst fyrir fullkomnu frelsi; frelsi frá trúar- brögðum, kúgun, kynferðislegri bælingu, hefðbundnum fjölskyldugildum og öllum ismum eins og þeir leggja sig: nasisma, kommúnisma, fasisma. Fyrrnefnd kvikmynd Cronenbergs markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem gerð er stórmynd um verk og líf Burroughs. Nú er goðsögnin um Burroughs orðin söluvara fyrir „almenning“ og er því fróðlegt að velta fyrir sér hvernig Heir's PistolKills His Wife; He Denies Playing Wm. Tell Mcxico City, Scpt. 7 (/P),—William Seward Burroughs, 37, first admitled, thcn denied todáy that he was playing William Tcll whfcn his gun killed his pretty, young wife during a drinking party last night./ Police saiil Ihat Burroiij«^ grandson of thc adiliiujjHp chine invcntor, flrst tohpraem tliat, wantinjt to ghonboff hia marksmanship, JwNplaced a glaaa of gin o«ij5r head and fired, but v^B^lrunk that he miased aBjinot her in Ufc íorchead. /' Aft*r Utkin* with a kw/rr, po- lice >«id, Burrough*, wUJ is a we»Hhy cotton plantcr f/i Pbarr, T«., cnatMl ha ■totyjM laaitM that his wif« was .ho/ccidentally when ha droppcd b«* ntwly-pur- choscd J8 calibcr ufstol. Rusban/n Jall. Mra. Butrouj/s, 27. tho formilf Joan Vollmcr, #ed in the »«d Cro»« Hl>Th«l”»hooyhc occurrcd durine a ffcíy of jGínntapolis. Burtoughí a«id two/thcr American tourists whom Iwfhncw oniy sliehtly wcr« P Burrou|h», h»lr dlshevdcd jfii clothes wjúikled, wu in MgjjBajr. is schcduicJfc^tomqagsf^mornini;. No Ar*um«»rU« Say«. **lt was purely accidcntai," he *aid. "I did not put any ylaaa on her hc»d. If *hc did. it was a j [ d Vy/sm Seward Burrousha in Th* líte MrT'join'Burroíígha— / Mesiro Clty prison. killcd at party. ulie Adams, 7, who he said w*s | I.oudonville, a twank suburh of ís wife's dauBhter by a previous j Alhany. Ho is a graduate of Har- narriage. Th* cuuple hud heenjvard rmwnity and worked fo» married five years. ; two weeks In 1942 as a reporter She had attended journaiism! for the St. touis Po*t-Díspateh. chool^at Columbia ^Unlvenity j marrícdUför ">íormerlyh*iive!Mn1 in St. Louis in 1885. enments or discussion bcíoro the “4he party was qniet." he *aid. “We had a few drink*. Kvc.ythíng ii very ha*y.” Burrouth* and his wife had been waa studyint native dialects at the Uníversity of Mexico. He *x- pltined his lon* absence frem his raneh hy eayin* that he was un- suited for busmess. Wi/e Frota Albany. He sald h. was bom in St. I-ouit and that his wife wa* from Aibany, N. Y. They beve two ehildren, WilUam Burroughi Jr, 3, and Blaðaúrklippa New York Daily News, þar sem greint erfrá voðaskotinu sem varð Joan Vollmer að aldurtila. 57 HEIMS MYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.