Heimsmynd - 01.04.1993, Side 78

Heimsmynd - 01.04.1993, Side 78
að gera það sem ég vildi. En þær vissu að þegar myndavélin var annars vegar þá var þetta bæði leikur og alvara. Ég klæddi þær upp í kjóla og lagði á þeim hárið og stillti þeim upp á allskonar hátt. Þegar ég gerði síðan myndröðina um gelgjuskeiðið gekk ég greinilega aðeins of langt að þeirra mati. I dag þegar þær eru fullorðnar stúlkur sér enn í iljamar á þeim þegar ég kem tölt- andi með myndavélina. Ég finn líka í dag til sektar vegna þess hve ég var hryllilega gróf í eigingimi minni. Því að þessar myndir urðu vinsælar og birtust í öllum blöðum án þess að ég bæði þær leyfis og þegar þær voru að koma í skólann voru strákarnir í bekknum búnir að næla þetta upp á töfluna svo að rassinn á þeim blasti gáfuna og auðvitað spilaði það inn í að kímnin gefur manni vissa fjarlægð á viðfangsefnið. Þetta var viss opinberum og ég hefði getað hugsað mér að halda þessu eitthvað áfram en það fylgir því gífurlega mikið álag að setja upp sýningu sem þessa og það er viss frelsistilfinning sem kemur við að fara yfir í eitthvað nýtt. Ég staðnæmist aldrei við neitt form heldur held alltaf áfram að leita fyrir mér, að nýjum formum og nýjum viðfangsefnum til að halda því sem ég er að gera og sjálfri mér lifandi. Þannig staðna ég ekki. Um leið og ég þættist vera búin að finna það viðfangsefni sem hentaði mér væri ég sest í helgan stein, og ég á ennþá langt í land með það. Þetta eru allt sjálfsmyndir en „Strákarnir voru búnirað næla upp myndirnar og rassinn á þeim blasti við öllum bekknum.“ við öllum bekknum. Fyrir nokkrum árum var fjölskyldan stödd á Spáni og ég fékk mjög góða hugmynd og ég naga enn á mér handarbökin vegna þess að ég fékk ekki að framkvæma hana. Ég keypti þá fullt af smáfiskum í þorpinu og sá í anda hárið á dóttur minni þar sem ég ætlaði að láta þá synda eins og í hafinu. Hún varð stór- móðguð og tók það ekki í mál. Við enduðum á því að éta fiskana.“ Við tölum aðeins um fjölskyldualbúm bandaríska Ijósmyndarans Sally Mann sem sýnir veruleika barna í framandi Ijósi og maður fær á tilfinninguna að hún gæli heldur betur við mörk hins leyfilega í þessum efnum: „Það má segja að leyfilegt sé afstætt í þessu því að þær myndir sem ég tók á þessum tíma hefði ég varla þorað að taka í dag. Þá var ekki þessi umræða um misnotkun á bömum í gangi og maður stóð því ekki frammi fyrir þeim spurningum sem maður gerir í dag.“ En segðu mér frá samsýningu kvenna um erótík í Kaupmannahöfn, sem þú tókst þátt í á áttunda áratugnum? „Já, ég tók einu sinni þátt í samsýningu um erótík og myndimar mínar þar vöktu athygli en raunar ekki fyrir erótíkina sjálfa heldur þóttu þær vera fyndnar. Þessi sýning var opin öllum kvenljósmyndurum og það var engin sérstök nefnd sem valdi inn á sýninguna. Allt mæddi á konunum sjálfum. Að gera þessar myndir var þröskuldur fyrir mig sem ljósmyndara. Þetta var einfaldlega spumingin um að þora. Ég valdi þá leiðina að nota kímni- sjálfið er margbreytilegt.“ Um leið og við komum að erótískum myndum þá erum við aftur komnar að viðfangsefni sem mikil eftirspurn er eftir? „Já, það er ennþá verið að hringja í mig bæði frá blöðunum og eins af nektar- fyrirsætum og ýmsum öðrum aðilum. Fyrirsætan mín fyrir sýninguna var ungur ítalskur karlmaður og ég sagði í viðtali við eitthvað blað eftir sýninguna: Það er gaman að taka myndir af karlmönnum sem finnst þeir sjálfir vera karlmannlegir, stælt- ir og erótískir. Þetta blað fer um öll Norðurlöndin og ég fékk mikið af símtölum allstaðar frá, þar sem karlmenn sögðu mér að þeir væru að koma til Kaupmannahafnar og vildu gjaman sitja fyrir. Ég lét punktinn fyrir aftan sýninguna en margar þeirra kvenna sem tóku þátt í sýningunni héldu þessu eitthvað áfram. Þær segjast þó hafa þreyst fljótlega á svona símtölum, þeir séu bara að koma til að rúnka sér, og um leið og þær snúa sér við eru þeir byrjaðir á fullu. Ein lenti í manni sem leit út eins og erfðasyndin holdi klædd. Hann var svo ógeðslegur að hún þurfti að biðja hann um að fara áður en sjálf myndatakan hófst.“ Maður hefði haldið að þarna hefði hún átt að smella af. Það gæti verið gaman að eiga mynd af kölska sjálfum, berrössuðum uppi á vegg? „Já, það hefði mér fundist líka. En maður verður að hafa auga fyrir því sem er gróteskt til að kunna því vel. Hún hafði það ekki, henni lá bara á að losna við 78 manninn útúr húsinu. Ég get svo sem ekki láð henni það.“ Hvernig skilgreinir þú mörkin milli erótíkur og kláms, eða veltir þú því aldrei fyrir þér fyrir þessa sýningu? „Jú, auðvitað gerði ég það. Það fóru margar helgar í ráðstefnur hjá konunum þar sem þetta var rætt og skilgreint ofan í kjölinn. Við horfðum á margvíslegar gerðir klámmynda og niðurstaðan var eitt- hvað á þá leið að konur líti þetta öðrum augum en karlmenn. Þeir lifa öllu sínu lífi í básum, vinnubás, heimilisbás og sex- básnum, og það eru mjög öflug skilrúm milli allra básanna. En konur þurfa að sam- sama sig öllu sem þær gera og séu þær erótískar eru þær það í öllu daglegu lífi, líka í samvistum við börnin sín. Það kom líka á daginn að karlmönnunum fannst sýningin ekki nærri nógu erótísk. Það sniðugasta við þetta var líka að það kom í Ijós hvað þetta hugtak er margþætt, alger- lega burtséð frá kynjunum. Það sem einni konu fannst ákaflega erótískt fannst annarri konu alveg laust við erótík og niðurstaðan var því niðurstöðuleysið ef svo mætti segja.“ Hvar á Norðurlöndum er verið að gera mest spennandi hluti í ljósmyndun að þínu mati? „Finnamir eru alveg frábærir, þó að þeir séu allir í stöðuvötnunum og nöktu fólki að hlaupa út úr skóginum. Þeim tekst að gera þetta svo vel og frumlega að það er aðdá- unarvert. Norðmenn eru frekar óspennandi og það er erfitt að festa hendur á danskri ljósmyndun því að viðfangsefnin eru alþjóðleg og afar sjaldgæft að sjá sérstök þjóðareinkenni í þeirra myndum. Islend- ingar eru algerlega fastir í þessari ofboðs- legu náttúru og það eru líka þær íslensku ljósmyndir sem eru hvað eftirsóttastar erlendis. Mér finnst persónulega þessar myndir frekar óáhugaverðar þó að ég geri mér grein fyrir þeirri gífurlegu vinnu ljós- myndarans sem liggur í því að ná fram alveg sérstakri birtu og kringumstæðum til að myndin verði fullkomin. Gömul íslensk málverk ná þessari náttúruskynjun miklu betur að mínu mati, Kjarval var til dæmis skáld með pensil. Mér finnst eins og ljós- myndimar hafi ekki farið í gegnum neitt innra ferli, hugsunina vantar. Áhorfandinn horfir með ljósmyndaranum í gegnum lins- una en sú hugsun verður ofan á hvað það er miklu meira gefandi að dvelja sjálfur úti í náttúrunni. Ljósmyndin á ekki sem slík neitt sjálfstætt líf. Enda er það þannig að fólk á Islandi afgreiðir listræna ljósmynd- un sem náttúrudýrðarmyndir og fólk er HEIMS MYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.