Litli Bergþór - maí 2019, Blaðsíða 13
Bjarni Bjarnason,
íþróttamaður Bláskógabyggðar 2018.
Litli-Bergþór 13
Hesta maðurinn Bjarni Bjarna-
son, Hesta manna fé lag inu
Trausta, var val inn íþrótta-
maður Bláskógabyggðar fyrir
árið 2018. Hóf til heiðurs
íþrótta fólki í Blá skóga byggð
var haldið á Laugar vatni 14.
febr úar. Tveir knap ar voru til-
nefndir til íþrótta manns ársins,
Bjarni Bjarna son, ættaður frá
Þór odds stöðum, en hann er
félagi í Hestamannafélaginu
Trausta og Finnur Jóhannesson
frá Brekku, sem keppir fyrir
Hestamannafélagið Loga.
Bjarni stóð sig mjög vel á
flestum þeim mótum sem
hann keppti í á síðasta ári og
þá sérstaklega í skeiðgreinum.
Þetta er þriðja árið í röð
og fjórða skiptið alls sem
Bjarni er valinn íþróttamaður
Bláskógabyggðar.
Íþróttamaður
Bláskógabyggðar 2018
Bjarni Bjarnason
Frá vinstri: Jana Lind Ellertsdóttir, Jóna Kolbrún Helgadóttir, Dagur Úlfarsson, Ólafur Magni Jónsson, Brynjar Logi Sölvason.
Þá voru fjögur ungmenni
heiðruð við þetta tækifæri fyrir að
hafa náð Íslands- og/eða Bikar-
meist aratitli á árinu 2018. Þau
eru Brynjar Logi Sölvason fyrir
Íslands meistaratitil í hástökk,
Ólafur Magni Jónsson fyrir
Íslands meistaratitla í kúlu varpi
og sleggjukasti og Bikar meistara-
titil í kringlu kasti, Jóna Kolbrún
Helga dóttir fyrir Íslands- og
Bikar meistaratitla í 4x200 m
boð hlaupi og Dagur Úlfarsson
fyrir Bikar meist ara titil í 9. flokki
drengja í körfu bolta. Þá var Jana
Lind Ellertsdóttir heiðruð fyrir
framúrskarandi árang ur í glímu
og öðrum fang brögðum.
Æskulýðsnefnd Bláskóga-
byggð ar hafði veg og vanda af
undir búningi og fram kvæmd
hófsins.
Helgi Kjartansson.