Litli Bergþór - mai 2019, Síða 19
Litli-Bergþór 19
Í 3. tölublaði Skinfaxa, blaðs Ungmennafélags
Íslands, á síðasta ári, var fjallað um stuðning
sveitarfélaga við skipulagt íþrótta- og
æskulýðsstarf. Þar var greint frá því að UMFÍ
hefði sent fyrirspurn á flest sveitarfélög landsins
varðandi styrki sem þau veita til skipulagðs
íþrótta- og æskulýðsstarfs. Þrátt fyrir að svör
hafi verið mjög misjöfn frá þeim sveitarfélögum
sem brugðust við fyrirspurninni, birtir Skinfaxi
töflu þar sem fram koma þær upphæðir sem
um er að ræða, eins og þær komu frá þeim 30
sveitarfélögum sem svöruðu.
Það fer ekki á milli mála, að svörin byggja á mjög
mismunandi forsendum og því eiginlega ekki
hægt að byggja á þeim, ef bera á saman framlög til
þessara mála og það er viðurkennt í blaðinu. Engu
að síður fannst okkur þessar niðurstöður þess
eðlis, að við ákváðum að óska eftir upplýsingum
frá Bláskógabyggð um framlög sveitarfélagsins
til skipulagðs íþrótta- og æskulýðsstarfs, en í
könnun UMFÍ sýnist framlagið nema kr. 2.474
á íbúa á meðan, t.d. Hrunamannahreppur greiðir
sem svarar kr. 26.150 á íbúa.
Sveitarstjóri svaraði þessu erindi svona:
Framlög Bláskógabyggðar til skipulagðs íþrótta-
og æskulýðsstarfs eru með eftirfarandi hætti:
Samningar við Ungmennafélögin tvö (bein
framlög og afnot af íþróttamannvirkjum). Alls kr.
8.300.718. Einnig styrkur til Umf. Bisk í formi
leigu af Aratungu kr. 1.083.799 vegna leikfélags.
Þá var greitt til UMFL vegna 17. júní kr. 180.000.
Ritnefnd Litla-Bergþórs, aðstaða í áhaldahúsi,
reiknuð afnot 60.000. Alls kr. 1.323.799.
Annað íþróttastarf:
Til félaga eldri borgara samtals 1.229.430 kr. í
þjálfunarkostnað og afnot af húsnæði.
Styrkur til golfklúbba skv. fjárhagsáætlun kr.
411.000
Styrkur til björgunarsveita skv. samningi vegna
æskulýðsstarfs, fjárhæðin er ekki skilgreind
sérstaklega í samningi, en má áætla 200.000.
Styrkur til HSK, sem greiddur er í
Hluti töflunnar sem birtist í Skinfaxa, 3. tbl. 2018.
Stuðningur við
íþrótta- og æskulýðsstarf
Hvernig stendur Bláskógabyggð sig?