Litli Bergþór - May 2019, Page 37

Litli Bergþór - May 2019, Page 37
Litli-Bergþór 37 Hann sat í blíð-unni á stól fyr ir fram an úti dyrnar á Vatnsleysu þeg ar ég renndi úr hlaði. Var svo sem þessi sami gamli Bragi og hann hafði alltaf verið, en til við- bótar mátti greina yfir- bragð þess sem tekið hafði ákvörðun sem hann var sáttur við. „Þetta er orðið gott", sagði hann. „Kva ... ég er búinn að lifa í rúmlega áttatíu ár!“ Hann leit yfir Vatns leysuhlaðið, arf- leifðina, og naut veðurblíðunnar. Æðruleysi, gæti maður líklega sagt. Halla og hann höfðu þá setið með mér drjúga stund við upp rifjun á 62 ára gamalli sögu, sögu sem hafði breytt lífi þeirra til fram búðar. Sögunni um það þegar Halla hafði fyrst séð hann á Vatns- leysuballi sum arið 1955 og síðan beðið hann um eld á öðru Vatns leysu balli sum arið eftir. Eld urinn sem þá var kveiktur logaði síðan í ríflega 60 ár, er nú orðinn að minningum um gleði og sorgir og allt þar á milli. Ég fór eiginlega ekkert að kynnast Braga að ráði fyrr en ég ákvað að ganga í Skálholtskórinn fyrir einhverjum tugum ára. Þá var mér komið fyrir við hlið þeirra bræðra frá Vatnsleysu, Sigga á Heiði og Braga. Svo var farið að æfa. Það var þetta lag eða þessi sálmur eða þetta verk sem farið var í undir styrkri stjórn Glúms Gylfasonar. Það brást varla að það gall í öðrum hvorum bróðurnum: „Við kunnum þetta!“ eða „Það þarf ekkert að æfa þetta!“ Þarna tjáðu sig þrautreyndir tenórarnir sem höfðu þarna sungið í þess- um kór í vel á þriðja áratug. Ég kunni náttúrulega ekk ert, en það var óendan- lega þægi legt að hafa svona reynda og örugga tenóra sér við hlið og smátt og smátt síaðist þetta inn. Bragi á Vatnsleysu „Röddin hefur dökknað og þú ættir sennilega betur heima í bassanum.“ Efnislega þurfti Bragi að heyra þetta um sjálfan sig á afdrifaríkum fundi fyrir óskaplega mörgum árum. Svona segir maður bara ekki við tenór! Þar með hætti hann í kórnum, sem sprakk þarna reyndar í frumeindir, ef svo má að orði komast, en það liðu ekkert óskaplega mörg ár áður en hann mætti aftur galvaskur, inn í endurreistan kór, á tenórbekkinn, talaði reyndar um það á nánast hverri æfingu, að nú ætti hann að fara að hætta, en það dróst eitthvað á langinn, enda eindreginn vilji kórfélaganna að hann yrði hluti af þessum hópi sem lengst, ekki bara vegna þess hve öflugur söngvari hann var, heldur ekki síður vegna þess hve góður félagi. Í lítillæti sínu tók hann oftar en ekki til sín aðfinnslur kórstjórans, sem ávallt beindust í raun að öðrum röddum frekar. Bragi var sem sagt í Skálholtskórnum allt þar til fyrir nokkrum árum. Það voru veikindi sem tóku þá ákvörðun fyrir hann. Ávallt kom hann þó á tónleika til að styðja sitt fólk, hrósaði og gerði að gamni sínu. Ekki veit ég um neinn sem var duglegri að sækja tónlistarviðburði. Hann söng ekki í Skál holtskórnum bara vegna félags- skaparins, hann sótti í tónlistina, ekki síður til að njóta en taka þátt. Ég tel það hafa verið forréttindi að hafa fengið að alast upp við hlið Braga í Skálholtskórnum. Hann var tenór fram að síðasta andardrætti. Bragi lést þann 12. september og útför hans var gerð frá Skálholti þann 22. september 2018. Páll M. Skúlason. Tenórar Skálholtskórsins (ásamt öðrum röddum) takast á við verk eftir Gunnar Þórðarson og Arvo Pärt í Gethsemane Kirche í Berlín 2009.Á „Tveim úr Tungunum“ 2013. Á æfingu fyrir lokatónleika Hilmars, í september 2008.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.