Litli Bergþór - mai 2019, Síða 39

Litli Bergþór - mai 2019, Síða 39
Litli-Bergþór 39 Svo kemur að því að segja hverra manna maður er og eitthvað um fjölskylduhagi. Ég er kvæntur Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, leik skóla kennara, sem er starfsmaður Blátt áfram og Barnaheilla á Íslandi, en auk þess leið- sögumaður. Flestar lengri ferðir hennar eru á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna og National Geo graphic og þar höfum við stundum starfað sam an í fararstjórn. Við höfum bæði haft mjög gam an að því að sýna landið okkar og segja frá sögu Íslands, jarðfræði, menningu og mannlífi, en ekki síst að kynnast því góða fólki sem kemur í heimsókn og er oft uppnumið af landi og þjóð. Guðrún Helga er af Seltjarnarnesinu og er dóttir Bjarna B. Ásgeirssonar, sem er dáinn, og Elínar G. Guðmundsdóttur. Ég á tvær dætur af fyrra hjónabandi, Ólöfu og Kristínu Rut, og þrjá syni með Guðrúnu Helgu, þá Bjarna Benedikt, Sigurð Stefán og Björn Ásgeir. Ólöf býr í Reykjavík með manni sínum Pétri Vilhjálmssyni og þremur börnum þeirra, Kristín Rut býr í Lundi í Svíþjóð með manni sínum Fredrik Sjö og tveimur börnum þeirra, og Bjarni Benedikt býr í Osló með unnustu sinni Juliu Viherlahti og dóttur þeirra. Sigurður Stefán býr í Reykjavík og Björn Ásgeir er heima. Sjálfur er ég fæddur í Stórholti 39 í Reykjavík og ólst upp í Kópavogi. Foreldrar mínir eru Björn Sigurðsson, fv. lögregluvarðstjóri í Reykjavík, og Kristín Bøgeskov, djákni, en hún dó 2003. Pabbi er sonur sr. Sigurðar Stefánssonar prófasts og víglubiskups á Möðruvöllum í Hörgárdal og Maríu Ágústsdóttur. Þau voru bæði úr Reykjavík. Mamma var dóttir Søren Bøgeskov, bónda í Reykjavík, og Ágústu Sigurðardóttur Bøgeskov. Afi var af Jótlandi en amma frá Lágu Kotey í Meðal landi, hálfsystir Einars Sigurfinnsonar sem bjó um tíma hér á Iðu og var amma Ágústa um tíma uppeldissystir sona hans, Sigurbjörns og Sigur finns. Mikið er því af prestum í báðum fjöl skyldum mínum og margar aðrar góðar fyrir- myndir á ég frá bernskuárum og síðar á lífsleiðinni. Ég er þakklátur fyrir þessa vegferð og nýt þess að eiga heima í Skálholti þessum merka sögustað og fagra helgistað þjóðarinnar. Kristján í hópi kirkjufólks á Skálholtshátið 2018. (mynd pms) Kristján ásamt konu sinni, Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, í Skálholtsdómkirkju. Nývígður vígslubiskup í Skálholti 2018. (mynd pms)

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.