Litli Bergþór - maj 2019, Side 40

Litli Bergþór - maj 2019, Side 40
40 Litli-Bergþór Á vordögum síðasta árs rakst ég á aug lýsingu þar sem fjórum ungmennum frá Íslandi bauðst að fara á EDERED leiklistarmót í Frakklandi. Mig langaði mikið til þess að senda inn umsókn, en fannst það vera svo fjarlægur draumur að stelpa úr Reykholti yrði fyrir valinu í svona ferð. Mamma setti sig í samband við Írisi Blandon, sem er kennari í skólanum mínum, en hún hefur m.a. kennt mér leiklist. Íris tók mjög vel í þetta og aðstoðaði okkur við um- sóknar ferlið. Leiklistarmótið var hald ið í Toulouse í Frakklandi, með styrk frá Evrópusambandinu. Okkur var sagt að það væri samdóma álit þeirra sem hafa sótt þessi leik listar- mót að þetta sé einstakt tækifæri til að stunda leiklist og kynnast krökkum frá mörgum löndum á sama tíma. Dagskráin var þétt alla daga og fram á kvöld. Þátttakendur á mótinu voru, auk okkar Íslendinganna, frá: Færeyjum, Frakk landi, Finnlandi, Grikklandi, Eistlandi, Ísrael, Þýskalandi, Tyrklandi, Litháen, Póllandi og Bret landi. Þannig fór, að ég var ein af fjórum íslenskum ungmennum sem varð fyrir valinu. Þrátt fyrir styrk frá Evrópusambandinu þurftum við íslensku krakkarnir að greiða á annað hundrað þúsund krónur í ferðakostnað. Það setti strik í reikninginn því ég var líka að fermast og það kostar sitt. Mamma heyrði af því að hinir krakkarnir hefðu fengið styrk fyrir ferðinni frá leikfélögum í sínu sveitarfélagi. Því ákváðum við að prófa að sækja um styrk hjá Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna. Stuttu síðar kom svar frá þeim og ákveðið var að veita mér 50 þúsund króna styrk upp í ferðina. Leiklistardeildin á allar mínar þakkir skilið fyrir þennan veglega styrk. Nú var þetta allt að verða að raunveruleika. Mig langaði oft til þess að hætta við, en vissi að það var ekki í boði. Þetta var ótrúlegt tækifæri og margir sem sóttu um. Ég fann hnútinn í maganum stækka og var vægast sagt orðin mjög stressuð. Út í hvað var ég að fara? Ég var að fara til ókunnugs lands, langt út fyrir minn þægindaramma, en mamma sagði að ég hefði gott af þessu og gaf því ekki mikinn gaum þegar ég fékk bakþanka. Ég hitti svo íslensku krakkana í nokkur skipti og kvíðahnúturinn breyttist í tilhlökkun fyrir komandi ævintýri. Að morgni 11. júlí lögðum við af stað. Það var langt ferðalag fyrir höndum með millilendingum í Hollandi, Amsterdam og Danmörku. Við komum svo á áfangastað þreytt og sæl seint um kvöld þann 11. júlí. Við gistum á heimavist, tvö og tvö í herbergi og strax daginn eftir var öllum skipt upp í hópa sem störfuðu á víð og dreif um allt svæðið. Í hverjum EDERED leiklistarmót í Frakklandi Íslensku krakkarnir í Keflavík á leiðinni út til Frakklands. Æfingabúðir.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.