Litli Bergþór - May 2019, Page 41

Litli Bergþór - May 2019, Page 41
Litli-Bergþór 41 hópi voru allir frá mismunandi löndum og öll andlit ókunnug. Það var mjög skrýtin upplifun. Eftir fyrsta daginn var svo eins og við hefðum þekkt hvert annað alla ævi. Hópurinn var svo sterkur og samheldinn. Íslenski hópurinn var vel undirbúinn fyrir ferðina. Við vissum að til stæði að hver og einn skyldi kynna land og þjóð fyrir öðrum hóp með- limum. Við vorum með svuntur sem líktust íslenska þjóðbúningnum og koll- húfur. Við buðum gestum og gangandi upp á harðfisk, hákarl, lakkrís o.fl. ísl- enskt góðgæti við mismikla hrifningu. Ung mennin frá hinum löndunum höfðu mikinn áhuga á Íslandi og það var mjög skemmti legt að segja þeim frá landinu okkar. Þessir 11 dagar breyttu lífi mínu. Ég er stolt af sjálfri mér fyrir að hafa látið vaða og prófað eitthvað nýtt og fram andi. Þessi skóli hafði jafnframt góð áhrif á sjálfstraustið. Ég á mun auðveldara með að koma fram og þessi reynsla hristi svolítið úr mér feimnina. Kakkarnir sem ég kynntist voru frábærir. Það var mjög sorglegt þegar við kvöddumst og vissum að við myndum ekki hittast aftur. Það var mikið grátið en einnig hlegið. Ég eignaðist góða og nána vini frá ólíkum löndum sem ég er enn í samskiptum við. Lísa Katrín Káradóttir nemandi í 9. bekk í Bláskógaskóla, Reykholti. Kynning á Íslandi. Íslensku krakkarnir ásamt fararstjóranum. Stífar æfingar alla daga.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.