Litli Bergþór - May 2019, Page 47

Litli Bergþór - May 2019, Page 47
Litli-Bergþór 47 Jónsdóttur, langafabarns Gísla lögmanns, sem varð seinni kona „júngkærans“ í Bræðratungu, Magnúsar Sigurðssonar. (Sbr. persónur Halldórs Kiljan Laxness úr Íslandsklukkunni) (2). Síðan varð Tunga leigujörð í ein 150 ár, eða þar til synir Magnúsar í Austurhlíð misstu jörðina til danskra heildsala um árið 1900 upp í skuld. Bárður Kristján Guðmundsson, faðir Sverris Kristjánssonar sagnfræðings, keypti Bræðratungutorfuna af kaupmönnunum með aðstoð Einars Benediktssonar skálds og bjó þar á austurpartinum á árunum 1903-1905, eftir það eignaðist Einar Benediktsson sjálfur jarðirnar og átti í 2-3 ár (6). Árið 1907 komu nokkrir danskir blaðamenn og embættis- og athafnamenn til Íslands í fylgdarliði Danakonungs. Þar á meðal var Svenn Poulsen, ritstjóri Berlingske Tidende. Kom til tals í hópi Dananna að gaman væri að kaupa góða íslenska jörð og sýna Íslendingum hvernig ætti að búa með reisn að hætti Dana. Þetta frétti Einar Benediktsson, þótt hann hafi ekki verið með í konungsreiðinni, og setti sig í samband við þá. Varð úr að þeir Danirnir stofnuðu hlutafélag og keyptu Bræðratungu ásamt fimm hjáleigum: Ásakoti, Galtalæk, Halakoti, Króki og Lambhúskoti, á 20 þúsund krónur, sem var hátt verð og nær helmingi meira en Einar hafði keypt torfuna á þrem árum fyrr. Varð ágóði þessarar sölu m.a. farareyrir Einars Benediktssonar til Edinborgar, þegar hann flutti þangað með fjölskylduna frá Íslandi árið 1907 (4). Skúli Gunnlaugsson frá Kiðjabergi var fylgdarmaður og hestasveinn í leiðangri konungs 1907, þá 19 ára gamall nýstúdent frá Flensborg, og urðu þeir góðir vinir hann og Svenn. Dvaldi Skúli um tíma hjá honum í Kaupmannahöfn árið eftir, þegar hann fór til landbúnaðarnáms í Danmörku. Var Svenn enn mjög upptekinn af því hvað landbúnaður væri frumstæður á Íslandi miðað við þá miklu möguleika sem landið byði uppá. Ekkert gerðist þó í búskaparáformum hluta- félags þeirra Dananna næstu árin, en Svenn mun þó hafa komið til landsins árið 1915 og var Skúli þá leiðsögumaður hans þegar hann fór að skoða óðal sitt í Bræðratungu (5). Það var svo ekki fyrr en eftir endurnýjuð kynni Svenns og Skúla við næstu konungskomu árið 1921, - þar sem þeir voru aftur í sömu hlutverkum félagarnir, - að þeir Skúli og Svenn Poulsen bundust fastmælum um að setja saman bú í Bræðratungu næst þegar jörðin losnaði úr ábúð. Þannig vildi það til að þau Skúli Gunnlaugsson og Valgerður Pálsdóttir fluttu í Bræðratungu árið 1924, Skúli sem bústjóri yfir jörðinni, en Svenn bjó alltaf og starfaði í Kaupmannahöfn. Svenn kom árið 1927 ásamt Else Poulsen dóttur sinni til Íslands og var þá viðstaddur skírn Sveins Skúlasonar nafna síns. Else átti myndavél og því eru til myndir frá Bræðratungu á þeim árum. Samvinna þeirra Svenn og Skúla stóð til 1930 og gekk á ýmsu um búreksturinn. Eru til bréf í fórum Páls Skúlasonar, sonar þeirra Skúla og Valgerðar, þar sem Svenn leggur Skúla línurnar um búreksturinn. Að lokum var Svenn orðinn einn eftir í hlutafélaginu og það var komin kreppa. Hann dró sig því út úr búskapnum og árið 1936 seldi hann ríkinu jörðina. Samkvæmt Páli, var Svenn listrænn hugsjóna- maður og Skúli rómantískur og það var ekki góð blanda. Þeir voru sammála um að byggja skýjaborgir sem gátu ekki gengið upp, segir hann, því það voru allt aðrar aðstæður til búskapar á Íslandi en í Danmörku. Svenn Poulsen. Bræðratunga danskur búgarður!! Er þetta falsfrétt? Skírn Sveins Skúlasonar 1927. Valgerður Pálsdóttir t.v. heldur á Sveini og Soffía Skúladóttir tengdamóðir hennar t.h.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.