Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 48

Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 48
48 Litli-Bergþór Skúli og Valgerður héldu þó áfram búskap í Bræðratungu á eigin vegum eftir að samstarfi við Svenn Poulsen lauk og Sveinn sonur þeirra og Sigríður kona hans eftir þau. Árið 1992 keyptu þau Sveinn og Sigríður svo jörðina aftur af ríkinu og nú er það 3. ættliður frá Skúla sem situr Bræðratungujörðina, þau Kjartan Sveinsson og Guðrún S. Magnúsdóttir kona hans. Munir Bræðratungukirkju Ábúendur í Bræðratungu og reyndar sóknar- menn allir, hafa ávallt borið hag kirkjunnar fyrir brjósti og hugsað vel um hana og umhverfi hennar, eins og efni og ástæður hafa leyft. Þegar komið er inn í Bræðratungukirkju vekja athygli málverk úr píslarsögu Krists, sem prýða veggi kirkjunnar og einnig málverk sem þjónar sem altaristafla. Altaristaflan er olíumálverk á striga eftir Þorstein Guðmundsson málara frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, 110 x 88 cm, og var gefin kirkjunni árið 1848 af Guðmundi Guðmundssyni og Vigdísi Þórðardóttur í Bræðratungu. Magnús í Austurhlíð, sá er byggði kirkjuna 1845, átti þá Bræðratungu og hafði stutt Þorstein til náms. Sennilega hefur hann haft milligöngu um að myndin var keypt (6). Er hún gerð eftir frægri mynd Leonardos da Vinci, og sýnir Krist og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Að sumu leyti er hún þó frábrugðin fyrirmyndinni, því yfir dyrum stendur Jóh. 13. 21. (tilvitnun í „Einn yðar mun svíkja mig“), sem ekki er á mynd da Vincis. Í kirkjunni er forn kaleikur og patína sennilega frá 14. öld, sem og hökull og fleiri munir frá fyrstu árum kirkju þeirrar sem byggð var 1845, og fleiri munir. Svenn Poulsen var listhneigður maður eins og áður segir, og hafði hann á ferðum sínum til Ítalíu m.a. keypt nokkur olíumálverk með Bræðratungukirkja - Altaristafla, róðukross og Andrésarlíkneski. Prédikunarstóll og skírnarfontur Bræðratungukirkju. Ein myndanna í Bræðratungukirkju.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.