Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 53

Litli Bergþór - maj 2019, Qupperneq 53
Litli-Bergþór 53 kennari að mennt með áherslu á kristinfræði. Nöfn eftirlitskennara 1954 og 1955 liggja ekki fyrir enn, en 1956 gegndi Hinrik Bjarnason starfinu, þá nýútskrifaður kennari. Hinrik varð síðar meðal annars þekktur fyrir störf sín fyrir sjónvarp. Eins og áður er getið var Valgarð Runólfsson eftirlitskennari sumarð 1957, en enn er á huldu hver var sumarið 1958. Síðasti eftirlitskennarinn sem enn er vitað um, var Matthías Frímannsson, þá nýútskrifaður guðfræðingur. Hann var í Krossinum tvö sumur 1959 og 1960. Matthías var mikill ljósmyndaáhugamaður og stór hluti þeirra mynda sem fundist hafa frá starfstíma Krossins eru frá honum komnar. Hann tók einnig ágætar myndir af fjölskyldum í Laugarási á sínum tíma. Vonir standa til að koma höndum yfir meira af myndum Matthíasar. Það er líklegt að þegar Jóna Hansen tók við starfi forstöðukonu, hafi verið hætt að ráða eftirlitskennara í Krossinn. Krossinn á laugaras.is Það sem hér hefur verið sagt um Krossinn og starfsemina þar, er nokkurskonar útdráttur ítarlegri umfjöllunar á vefnum laugaras.is. Þar er að finna heilmikið myndefni auk frásagna og viðtala við fólk sem þar starfaði eða dvaldi sem börn. (https://www.laugaras.is/krossinn-addragandinn). Ég leyfi mér að skella hér inn vangaveltum í framhaldi af frásögn af Krossinum, barnaheimilinu sem var rekið í Laugarási um 20 ára skeið. Hvernig datt fólki í hug, að senda þriggja ára börn sín til átta til tólf vikna dvalar upp í sveit? Hvurslags foreldrar voru þetta eiginlega? Hvað var í gangi? Þvílík mannvonska! Viðbrögðin sem ég hef stundum fengið við umfjöllun um Krossinn hafa verið af þessum toga, ef þau hafa ekki verið orðuð beint, þá hafa þau verið hugsuð – ekki síður af mér en öðrum. Eins og alltaf er þá getur verið gott að huga að samhengi áður en dómar eru felldir. Ég freista þess hér, að sýna fram á, að þarna var engin mannvonska á ferð, heldur í flestum tilvikum aðstæður og menning þess tíma sem sumardvalir barna voru hvað vinsælastar. Það er hægt að byrja þar. Í lok styrjaldarinnar fór barnsfæðingum á Íslandi mjög fjölgandi og náðu hámarki um 1960, eins og áður er nefnt. Þá var meðalfjöldi barna á hverja konu kominn upp í 4,3 sem augljóslega þýðir að í afar mörgum fjölskyldum voru börnin umtalsvert fleiri. Það er stundum sagt, að þeir sem fæddust milli 1945 og 1960, um það bil, tilheyri barnasprengjukynslóðinni. Þennan barnafjölda má telja eina af meginástæðum mikillar aðsóknar í sumardvalir. Mæður þurftu einfaldlega hvíld einhvern hluta úr ári. Önnur ástæða var, að það þótti jákvætt að börn fengju að kynnast, eins og kostur var, lífi utan borgarmarkanna. Þá var talsvert um, að vegna veikinda á heimilum, erfiðra heimilisaðstæðna, eða upplausnar í fjölskyldum af ýmsum ástæðum, að nauðsynlegt var að koma börnum fyrir utan heimilis einhvern tíma árs. Þegar aðsókn í þessar sumardvalir var meiri en hægt var að verða við, sem var reyndar flest árin sem Krossinn starfaði, voru ákveðnir hópar í forgangi, en þar var um að ræða ekkjur, ógiftar mæður, og barnmargar fjölskyldur. Aðsókn var t.d. svo mikil 1963, að ekki þýddi fyrir hjón með þrjú börn að beiðast dvalar fyrir börn sín. Krossinn þá og leikskólar nú Barnahópur í Laugarási 1959.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.