Litli Bergþór - May 2019, Page 54

Litli Bergþór - May 2019, Page 54
54 Litli-Bergþór Við erum kannski tilbúin að vera undrandi á því ráðslagi að senda 3-5 ára börn burtu í 8 vikur að sumri, í eitt eða tvö sumur, en mögulega er ástæða fyrir okkur sem þjóð að staldra aðeins við og bera saman aðstæður barna þá og nú. Það verður ekki dregið í efa, að mörg börn bera enn ör á sálinni eftir að hafa dvalið sumarlangt fjarri fjölskyldum sínum á fjölmennu barnaheimili einhversstaðar langt uppi í sveit. Þau börn sem virðast hafa átt einna erfiðast með að takast á við svo langa fjarveru frá heimilum sínum voru þau sem áttu hvað erfiðast bakland, að ýmsu leyti. En það eru einnig sögur af börnum sem beinlínis nutu þessara sumardvala og minnast þeirra með hlýju. Það má meira að segja halda því fram, með rökum, að sumardvölin hafi orðið ýmsum til góðs. 1952 og 2019 Ég vil svo sem ekki afgreiða Krossinn, eða starfsemina þar á einn eða annan hátt, en langar að skella hér fram eilitlum samanburði á aðstæðum barna þá og nú. Árið 1952 var ekki um að ræða að börn (eða foreldrar) ættu kost á leikskólavist. Það var óskorað hlutverk foreldranna, og sannarlega fyrst og fremst mæðranna, að sinna uppeldi, eða ala önn fyrir, börnum sínum. Nú eiga öll börn, að ég tel, rétt á vistun í leikskólum, jafnvel frá eins árs aldri fram að þeim tíma er þau hefja grunnskólanám. Ég nota hér orðið „vistun“ vegna þess að enn erum við ekki búin að gera upp við okkur, í raun, hvort leikskólinn er frekar vistunarstofnun en skóli. Mér finnst líklegt að margir foreldrar láti sér það í nokkuð léttu rúmi liggja, svo fremi að þeir fái pláss fyrir börnin á meðan þeir sinna störfum sínum til að afla tekna fyrir heimilið. Dvöl á leikskóla er ekki möguleiki, heldur réttur. Reykjavíkurbörnin sem fóru með rútum í Laugarás laugardaginn 5. júli 1952, og komu síðan aftur í bæinn laugardaginn 30. ágúst, voru á aldrinum þriggja til átta ára. Þau kvöddu foreldra sína og systkini og sáu þau ekki aftur fyrr en að lokinni 56 daga, eða átta vikna dvöl í Laugarási. Það má reikna með að vökutími barnanna í þessar átta vikur, hafi verið að jafnaði 13-15 klst. á sólarhring. Það leiðir að þeirri niðurstöðu að umrædd börn hafi dvalið fjarri heimilinu, foreldrum og systkinum í um það bil 730 klst. Að öðru leyti verðum við að gera ráð fyrir því að þau hafi fengið að njóta samveru við foreldra sína og jafnvel afa og ömmur. Leikskólabarn í fullri vistun á þessu ári, árinu 2019, miðað við 8 tíma vistun á virkum dögum og 5 vikna sumarfrí, dvelur fjarri fjölskyldu sinni sem næst 1700 klst. Í þeim tilvikum þar sem vistunin er 9 tímar á dag, nemur þessi fjarvera 1900 klst. á 212 dögum. Ef við síðan reiknum með því að barn sé í fullri vistun í leikskóla frá eins til fimm ára aldurs, eða í 4 ár yrði niðurstaðan 7600 klst. um það bil 850 dagar af fyrstu 5 árum ævinnar. Það kann að vera að sýn okkar á sumardvalirnar breytist nokkuð í þessu samhengi. Leikskólar eru mikilvægar stofnanir í samfélaginu, það fer ekki á milli mála. Hinsvegar leyfi ég mér að halda því fram að átta til níu tíma fjarvistir barna frá foreldrum sínum á hverjum virkum degi, nánast árið um kring, sé þeim ekki til góðs. Rétt er það, að börnin eiga, vonandi í flestum tilvikum, möguleika á samvistum við fjölskylduna frá því skólanum lýkur á daginn og þar til þau fara að sofa og einnig um helgar og á öðrum frídögum. Það þarf varla að orðlengja það, að mikið ríður á að þessi tími sé nýttur vel til uppbyggilegra samskipta foreldra og barna. Slíkt er hinsvegar ekki auðvelt á þeim tímum sem við lifum. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, skrifaði grein í Vísi í júlí 1963, þar sem hann fjallaði um þessar sumardvalir. Hann sagði, meðal annars, að það væri orðin tíska að senda börn til sumardvalar upp í sveit, og skrifaði þetta í framhaldinu: „Sú tízka er, eins og öll önnur tízka, nokkuð varasöm, því að í henni felst, að fólk framkvæmir athafnir, án þess að íhuga hvort gildar ástæður eru fyrir hendi eða ekki, heldur vegna þess að svo margir aðrir gera þetta sama og „þá hlýtur það að vera rétt“. Tízkan er notuð sem réttlæting og skálkaskjól. Vitum við nokkuð um, hvað gerist í sál slíks barns? Höfum við tryggingu fyrir því, að ekki myndist þar meiðsli og kaun, sem erfitt kann að vera að græða? Getum við ef til vill spurt þessara sömu spurninga nú? Foreldrar og börn eru svona heilög eining, held ég bara. Án foreldra engin börn og án barna.... Sigurjón Björnsson, sál- fræðingur.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.