Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 5
5 Stefnumarkandi ákvörðun var tekin af sveitarstjórnarmönnum á aukalandsþingi sambandsins sem haldið var í byrjun september þegar samþykkt var að mæla með því að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019- 2023. Á landsþingi árið 2018 var samþykkt að sambandið styddi við stækkun og eflingu sveitarfélaga, en jafnframt var þar ákveðið að stefnumótandi ákvarðanir í þeim efnum yrðu ekki teknar nema með aðkomu landsþings. Þess vegna var boðað til aukalandsþingsins núna í september. Það var mál fjölmargra sem ég ræddi við á þinginu að sjaldan ef nokkurn tímann hefðu sveitarstjórnarmenn átt jafn ítarlegar og góðar umræður og þennan dag. Fjölmörgum flötum var velt upp í málefnalegum og góðum umræðum en eðlilega voru ekki allir sammála. Ég hef ríkan skilning á sjónarmiðum þeirra sveitarstjórnarmanna sem berjast fyrir tilvist sinna sveitarfélaga. Margir telja að saga sameininga fortíðar letji aðra til að fylgja í fótsporin. Að í stórum sameiningum gleymist þeir sem smærri eru eða þeir sem eru fjarri miðkjarna. Þetta sjónarmið er skiljanlegt og því er ábyrgð sveitarstjórnarmanna mikil þegar kemur að skipulagi nýrra sveitarfélaga. Í þessu ljósi er áhugavert að fylgjast með þeirri vinnu sem nú fer fram hjá fjórum sveitarfélögum austur á fjörðum sem á næstunni munu kjósa um sameiningu. Þar hefur verið ítarlega fjallað um mikilvægi þess að hin svokölluðu jaðarsvæði missi ekki áhrif við sameininguna. Stefnt er að því að í hverju hinna núverandi sveitarfélaga verði settar upp svokallaðar heimastjórnir sem hafi margvísleg verkefni og völd til afgreiðslu mála, til dæmis hvað varðar skipulagsmál. Er þetta fyrirkomulag nýlunda á Íslandi en gefur góð fyrirheit til framtíðar ef vel tekst til. Það skipti miklu máli við umfjöllun um tillögur ráðherra að nú þegar hafa verið kynntar tillögur um verulegan stuðning jöfnunarsjóðs við sameiningu sveitarfélaga. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmenn munu fylgja því fast eftir að ríkissjóður leggi fram fé til að fjármagna þann stuðning sem boðaður hefur verið. Sveitarfélög út um allt land verða að skapa aðstæður til að ungu fólki finnist það velkomið. Það verður að sýna það í verki, m.a. með því að bjóða þjónustu og aðstæður sem það hefur þörf fyrir í nútíma samfélagi. Sterk sveitarfélög geta þetta, en ekki sveitarfélög sem eru í stöðugri vörn. Til þess að tryggja þetta þurfum við að geta stigið skref í átt til breytinga og morgunljóst að slagkraftur sveitarstjórnarstigsins þarf að aukast. Við höfum lengi rætt og vitað að einn af þeim möguleikum sem klárlega getur eflt hinar dreifðu byggðir, eru stærri og öflugri sveitarfélög sem eflt geta lífsgæði og búsetuskilyrði á landinu öllu. Sveitarfélög með slagkraft og afl til að mæta áskorunum framtíðar. Sveitarstjórnarmenn hafa tekið ábyrga afstöðu og kosið með hagsmuni komandi kynslóða og framtíðarinnar að leiðarljósi. Næstu skref eru í höndum alþingismanna. Vonandi ber þeim gæfa til að hafa sömu hagsmuni í fyrirrúmi. FORYSTUGREIN Þurfum að geta stigið skref í átt til breytinga Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.