Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 24
24 SVEITARSTJÓRNARMÁL Markmiðið er að minnka kolefnisspor okkar Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið skuli miðla þekkingu og upplýsingum til sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga með fjölbreyttum hætti og nýta til þess þá tækni sem völ er á hverju sinni. Síðustu misseri hefur sambandið stefnt markvisst að því að auka endurvinnslu og minnka sóun í starfsemi sinni. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til, og sveitarstjórnarmenn hafa tekið eftir, er að aukinn fjöldi funda, námskeiða og ráðstefna fer fram í gegnum fjarfundabúnað eða send út í beinu streymi. Fastanefndir sambandsins funda reglulega yfir netið og sífellt fleiri nýta sér tæknina til að draga úr fjarveru frá vinnustað. „Það er eitt af leiðarljósum okkar hjá sambandinu að gera það sem í okkar valdi stendur á hverjum tíma til að nýta betur fjármuni sambandsins, vera umhverfisvæn í öllu okkar starfi og hafa í huga hvað við getum gert til þess að minnka kolefnisspor okkar,“ segir Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins. Prentun hefur dregist saman um helming Í ágústmánuði 2017 gerði sambandið samning við fyrirtækið PLT um rekstur prentara á skrifstofu sambandsins í Borgartúni. Gerður var samningur um að PLT setti upp þrjár öflugar fjölnotavélar í húsnæðinu í stað níu prentara af mismunandi stærðum og gerðum sem voru þar áður. Á sama tíma var dregið verulega úr dreifingu á prentefni á fundum og ráðstefnum á vegum sambandsins. Árangur þessa hefur ekki látið á sér standa og hefur prentun minnkað um ríflega helming, úr um 25.000 eintökum á mánuði á árinu 2016 niður í ríflega 11.000 eintök á árinu 2019. 4 1 3 2 4 1 3 2 A A B B C C D D E E Árangur í verki Stuðlum að sjálfbæru samfélagi www.mannvit.is Sérfræðingar okkar búa að áratugalangri reynslu á öllum sviðum skipulags-, leyfis- og umhverfismála, húsbygginga, samgöngumannvirkja og rannsókna. Við bjóðum ráðgjöf á sviði sjálfbærni og innivistar og leitumst við að lágmarka áhrif á umhverfi og samfélag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.