Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 42
42 SVEITARSTJÓRNARMÁL Umræðan um jafnréttismál hefur tvímælalaust þróast í rétta átt. Ég sat minn fyrsta landsfund árið 2000 og ef ég ber saman umræðuna þá við umræðuna á landsfundinum í ár er ljóst að við erum komin á allt annan stað. Fólk hefur öðlast miklu víðari sýn á jafnréttismálin og nú eru miklu fleiri að vinna af skilningi að málefninu. Þetta þykir mér ánægjuleg þróun því ég hef verið viðloðandi jafnréttismál og sveitarstjórnarmál um langt skeið og jafnréttismál sveitarfélaga eru mér satt að segja sérstakt áhugamál, segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, að afstöðnum landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn var í Garðabæ í byrjun september. Fyrsti landsfundurinn af þessu tagi var haldinn 1993 og síðan hafa þeir með fáum undantekningum verið haldnir ár hvert. Að sögn Katrínar voru fundirnir fyrst í stað takmarkaðir við jafnréttisnefndir sveitarfélaga en síðari árin hefur verið fjallað um jafnréttismál almennt á landsfundum. Fundirnir eru samvinnuverkefni sambandsins og Jafnréttisstofu og sveitarfélagsins sem hýsir fundinn hverju sinni. Katrín segir að þátttaka í fundunum hafi þokast mjög í rétta átt. Þátttökumet „Þátttakendur á fyrstu fundunum voru ekki svo ýkja margir, kannski 20 manns eða svo, en á síðustu árum hefur þátttakan verið mun meiri og nú settum við met því 80 manns frá rúmlega 30 sveitarfélögum mættu til leiks í ár. Við viljum auðvitað gera enn betur en þetta en þessi þátttaka sýnir vaxandi meðvitund sveitarfélaga um mikilvægi jafnréttismála. Það hefur verið ákveðin tilhneiging til þess að stærri sveitarfélögin sendi frekar fulltrúa á landsfundi um jafnréttismál en að mínu mati er ákaflega mikilvægt að smærri sveitarfélögin taki líka þátt í vaxandi mæli. Þótt sveitarfélög séu smá og hafi fáa starfsmenn hafa þau ríkar skyldur í jafnréttismálum samkvæmt lögum. Að mínu mati er landsfundurinn mikilvægur vettvangur fyrir sveitarfélög, stór sem smá, til að læra hvert af öðru í þessum efnum. Það er svo gagnlegt að kalla fólk saman til að eiga samtal um þessa hluti, bæði formlegt og óformlegt, svo fólk geti lært hvert af öðru,“ segir Katrín. Hún hefur gegnt embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu undanfarin tvö ár. Hún starfaði á Jafnréttisstofu á árunum 2000-2003 og fór svo til starfa hjá Akureyrarbæ. Fyrst sem jafnréttisráðgjafi, svo framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og loks sem aðstoðarmaður bæjarstjóra. Umræðan um jafnréttismál sveitarfélaga á réttri braut Eftir Garðar H. Guðjónsson Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu á landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga, sem fram fór í Garðabæ í september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.