Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 53
53 2006 til 2008, en rétt áður en hrunið skall á varð Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og gegndi því embætti til kosninga um vorið 2010 þegar Jón Gnarr tók við. Birgir Björn segir að mikil samstaða hafi ríkt í ráðhúsinu um sparnaðar- og björgunaraðgerðir vegna hrunsins. „Það var óvenju mikil samstaða milli meirihluta og minnihluta og mikilvægt samstarf þótt meirihlutinn bæri auðvitað ábyrgð á öllum ákvörðunum. Minnihlutinn var sammála stefnu borgarinnar um að segja ekki upp starfsmönnum og hafa víðtækt samráð við starfsmenn. Sögulega hefur hrunið í fjármálakerfinu alltaf hlotið mesta athygli en ástandið í stjórnmálum á þessum óróatímum fallið í skuggann. Það er hins vegar nokkuð merkileg saga. Starfsmenn, stjórnendur og stjórnmálamennirnir sýndu samstöðu og lögðu mikla vinnu í að tryggja rekstrarhæfi Orkuveitunnar að nýju. Í apríl 2011 undirrituðu eigendur og stjórnendur samkomulag um margvíslegar aðgerðir sem erfitt var að kyngja en óhjákvæmilegt. Gjaldskrár voru hækkaðar, skorið var niður í rekstri, eignir seldar, hætt við nýjar fjárfestingar og öðrum frestað eins og unnt var. Brúa þurfti bil upp á 51 milljarð króna og þeir peningar voru vandfundnir á þessum tíma. Fimm árum síðar var búið að leysa þennan fjármögnunarvanda og rúmlega það. Það var heilmikið þrekvirki. Þeir sem í hlut áttu eiga þakkir skildar fyrir, ekki síst stjórnendur og starfsmenn Orkuveitunnar. Nú er Orkuveitan aftur að verða gjöfult fyrirtæki eins og það átti alltaf að vera. Brennt barn forðast eldinn svo erlendum lántökum eru nú mikil takmörk sett enda innlend lántaka fyllilega samkeppnishæf,“ segir Birgir Björn. Borgarsjóður stóð vel á þessum tíma, var lítið skuldsettur og átti mikið laust fé, meðal annars vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Við tókum lausafjárstýringuna strax föstum tökum sem varð til þess að það tókst að bjarga stærstum hluta af lausafénu, en þó ekki öllu. Þessar aðgerðir á árinu 2008 urðu til þess að borgin stóð gríðarlega sterkt fjárhagslega og átti á annan tug milljarða í handbæru fé, sem auðvelt var að innleysa þegar hrunið brast á.“ Erlendu lánin „Mörg sveitarfélög voru hins vegar illa löskuð eftir hrunið. Þau voru með mikið af erlendum lánum og gengishrunið sneri öllum forsendum á hvolf hjá þeim. Þar var m.a. um að kenna að lánsfjármögnun sumra sveitarfélaga var til mjög skamms tíma, þau voru einfaldlega að velta þessum lánum áfram frá ári til árs. Þessi lán voru á ótrúlega lágum vöxtum miðað við íslenskan markað en margir höfðu gleymt að gera ráð fyrir gengisáhættunni. Svo brustu allar forsendur. Þetta átti einnig við um Orkuveituna, sem var mjög skuldsett í erlendum lánum. Því lá stóra áskorun borgarinnar hjá Orkuveitunni í hruninu,“ segir Birgir Björn. Hinar miklu skuldir Orkuveitunnar orsökuðust af miklum fjárfestingum, einkum á árunum eftir 2003. Framkvæmdir á Hellisheiði höfðu ekki verið fjármagnaðar til langs tíma. Orkuveitan hafði jafnframt verið að kaupa upp orku- og veitufyrirtæki á svæðinu milli Hvítánna sunnanlands og vestan og „stækkaði í allar áttir“ eins og Birgir Björn orðar það. Orkuveitan skuldsett „Það var mikið stíllinn á þessum tíma að taka stutt lán og velta þeim áfram á milli ára. Andvaraleysið var ansi mikið. Það var mikil áskorun fyrir borgina að bregðast við þeirri stöðu sem Orkuveitan var komin í. Við bárum ábyrgð á nær öllum skuldum fyrirtækisins og þannig fór skuldahlutfall samstæðu borgarinnar langleiðina í 300 prósent. Það komu upp hugmyndir um að láta lánveitendur Orkuveitunnar róa, en auðvitað kom hvorki til greina að láta þessar skuldir falla né afneita ábyrgð á þeim. Það hefði eytt öllum möguleikum til lánsfjármögnunar borgarsjóðs og Orkuveitunnar til áratuga. Við vorum daglega í samskiptum við erlendar lánastofnanir og skiptaráðendur fjármálastofnana sem töldu að Ísland væri í fjárhagslegri rúst og vildu hafa vissu fyrir því að við værum greiðsluhæf. Á þessum tíma reyndust digrir sjóðir borgarinnar mikilvægir í því að skapa traust um borgarsjóð sem öruggan bakábyrgðaraðila. Það var gríðarlegt verkefni hjá stjórnsýslu borgarinnar að koma Orkuveitunni á réttan kjöl. Ef ekki hefði verið fyrir hana hefði hrunið orðið allt annars konar og auðveldara verkefni fyrir borgina. Við hefðum vissulega fundið fyrir því en á allt annan hátt. Þetta var mikill reynslutími fyrir alla sem að þessu komu,“ segir Birgir Björn. Björgun Orkuveitunnar Hafa ber í huga að pólitískar aðstæður voru mjög sérstakar um þessar mundir. Meirihlutar komu og fóru á árunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.