Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Blaðsíða 21
21
þungann af þessari vinnu og á þessum
fyrstu mánuðum hafa engin sérstök
vandkvæði komið í ljós. Í raun er ekkert
því til fyrirstöðu að einstök sveitarfélög
eða önnur fyrirtæki feti í fótsporin.
Gert er ráð fyrir að útflutningur úrgangs
frá Suðurlandi hefjist af fullum krafti
1. október 2019 og verði upp frá því
helsta förgunarleiðin fyrir óflokkaðan og
brennanlegan úrgang af svæðinu.
Hvaða úrgangur?
Brennsla úrgangs til orkuvinnslu telst
endurnýting í skilningi laga, en flokkast
ekki sem endurvinnsla. Samkvæmt
lögbundinni forgangsröðun í meðhöndlun
úrgangs ætti því alla jafna aldrei að
senda úrgangs til brennslu fyrr en ljóst
að er að ekki takist að koma honum
til endurvinnslu. Í samræmi við þetta
hafa öll sveitarfélögin á starfssvæði
Sorpstöðvar Suðurlands gert átak í að
auka sérsöfnun og flokkun úrgangs til að
lágmarka það magn sem senda þarf til
förgunar. Stærsta einstaka skrefið í þessu
var að taka upp sérsöfnun á lífrænum
úrgangi frá heimilum, sem nú er orðin að
veruleika í öllum sveitarfélögunum sem
hlut eiga að máli.
Kostnaðarhliðin
Fyrstu tölur um kostnað vegna útflutnings
úrgangs frá Suðurlandi eru í námunda
við 30 kr./kg. auk flutningskostnaðar frá
upphafsstað til pökkunarstöðvar. Þetta
er fljótt á litið talsvert hærri kostnaður
en við urðun, þar sem móttökugjöld
urðunarstaða á Íslandi eru nú yfirleitt á
bilinu 8-20 kr./kg. miðað við almennan
úrgang. Þar við bætist flutningskostnaður,
þannig að ef flytja þarf úrgang langar
leiðir innanlands til urðunar minnkar
verðmunurinn verulega. Eftir að
SORPA lokaði fyrir móttöku úrgangs
frá Suðurlandi hefur úrgangur þaðan
verið sendur til urðunar í Fíflholtum
og Stekkjarvík samkvæmt sérstöku
samkomulagi við rekstraraðila þeirra
staða. Kostnaðurinn við þá ráðstöfun
hefur reynst svipaður og jafnvel hærri en
kostnaðurinn við útflutning samkvæmt
framanskráðu. Í þessu sambandi ber
einnig að hafa í huga að urðun er ekki
„sama varan“ og brennsla til orkuvinnslu,
þar sem við brennsluna nýtist orkan sem
í úrganginum felst en við urðun er henni
í raun fargað. Fjárhagslegur ávinningur
af þessu kemur þó ekki endilega
upphaflegum úrgangshafa til góða.
Kostnaðarsamanburðurinn hér að framan
mun gjörbreytast, útflutningnum í hag,
þegar skattur verður lagður á urðun.
Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi
fjármála- og efnahagsráðherra um
breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga
fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að fjárhæð
HEIMSMARKMIÐIN OG LOFTSLAGSMÁL