Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Side 24

Sveitarstjórnarmál - okt. 2019, Side 24
24 SVEITARSTJÓRNARMÁL Markmiðið er að minnka kolefnisspor okkar Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga Í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið skuli miðla þekkingu og upplýsingum til sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga með fjölbreyttum hætti og nýta til þess þá tækni sem völ er á hverju sinni. Síðustu misseri hefur sambandið stefnt markvisst að því að auka endurvinnslu og minnka sóun í starfsemi sinni. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til, og sveitarstjórnarmenn hafa tekið eftir, er að aukinn fjöldi funda, námskeiða og ráðstefna fer fram í gegnum fjarfundabúnað eða send út í beinu streymi. Fastanefndir sambandsins funda reglulega yfir netið og sífellt fleiri nýta sér tæknina til að draga úr fjarveru frá vinnustað. „Það er eitt af leiðarljósum okkar hjá sambandinu að gera það sem í okkar valdi stendur á hverjum tíma til að nýta betur fjármuni sambandsins, vera umhverfisvæn í öllu okkar starfi og hafa í huga hvað við getum gert til þess að minnka kolefnisspor okkar,“ segir Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins. Prentun hefur dregist saman um helming Í ágústmánuði 2017 gerði sambandið samning við fyrirtækið PLT um rekstur prentara á skrifstofu sambandsins í Borgartúni. Gerður var samningur um að PLT setti upp þrjár öflugar fjölnotavélar í húsnæðinu í stað níu prentara af mismunandi stærðum og gerðum sem voru þar áður. Á sama tíma var dregið verulega úr dreifingu á prentefni á fundum og ráðstefnum á vegum sambandsins. Árangur þessa hefur ekki látið á sér standa og hefur prentun minnkað um ríflega helming, úr um 25.000 eintökum á mánuði á árinu 2016 niður í ríflega 11.000 eintök á árinu 2019. 4 1 3 2 4 1 3 2 A A B B C C D D E E Árangur í verki Stuðlum að sjálfbæru samfélagi www.mannvit.is Sérfræðingar okkar búa að áratugalangri reynslu á öllum sviðum skipulags-, leyfis- og umhverfismála, húsbygginga, samgöngumannvirkja og rannsókna. Við bjóðum ráðgjöf á sviði sjálfbærni og innivistar og leitumst við að lágmarka áhrif á umhverfi og samfélag.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.