Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 16

Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 16
Enginn vinningur? Þú átt enn möguleika! Skilaðu miðanum í kassa í næstu Nettó-verslun á Suðurnesjum. Næsti útdráttur er á Þorláksmessu kl. 18:00. Skafmiðaleikur Víku rfrétta og verslana á SuðurnesjumJólalukka Rúna Björg Júlíusdóttir, starfsmaður Icelandair og líftækninemi við Háskóla Akureyrar: Horfir á klassísku jólamynd- irnar með litla bróður Hvað ætlar þú að gera það sem eftir lifir desembermánaðar? „Ég ætla njóta með fjölskyldunni, klára loksins bókina sem ég byrjaði á í sumar og slaka á.“ Hvað finnst þér það besta við þennan tíma? „Það besta við jólin er þegar prófin eru búin og maður þarf ekki pæla í neinum lærdómi.“ Hver er þín uppáhaldsjólahefð? „Uppáhalds hefðin mín er að horfa á klassísku jólamyndirnar, þá sérstaklega Grinch, með yngri bróður mínum og borða jóla- mat.“ Ætlar þú að láta gott af þér leiða í desember? Ef svo er, hvernig? „Ég hafði í rauninni ekki pælt í því, eins slæmt og það hljómar, en þar sem þú spyrð þá finn ég eitthvað til að gefa af mér.“ Fyrir hvað ertu þakklát/ur? „Ég er annars mjög þakklát fyrir mína nánustu, kallinn minn og fjölskylduna mína.“ Valþór Pétursson: Maturinn það besta við jólin Hvað ætlar þú að gera það sem eftir lifir desember- mánaðar? „Það á eftir að versla í jóla- matinn, pakka inn pökkum og svo þarf víst að setja upp jólatré á Þorláksmessu.“ Hvað finnst þér það besta við þennan tíma? „Klárlega maturinn.“ Hver er þín uppáhaldsjólahefð? „Hangikjöt hjá ömmu og afa.“ Ætlar þú að láta gott af þér leiða í desember? Ef svo er, hvernig? „Ég hef ekkert hugsað út í það, maður veit þó aldrei.“ Fyrir hvað ertu þakklát/ur? „Ég er þakklátur fyrir allt góða fólkið í kringum mig.“ Sara Böðvarsdóttir, starfsmaður Líkama&Boost í Sporthúsinu: Vill að allir hafi það gott um jólin Hvað ætlar þú að gera það sem eftir lifir desember- mánaðar? „Ég ætla njóta þess að vera til, æfa eins og ég get og slaka á þar á milli þar sem ég kláraði allt jólastúss snemma í desember.“ Hvað finnst þér það besta við þennan tíma? „Myrkrið, jólaljósin, kertaljós, jólalögin og jólaskrautið. Ég elska jólin.“ Hver er þín uppáhaldsjólahefð? „Uppáhaldsjólahefðin mín er klárlega möndlugrauturinn á að- fangadag.“ Ætlar þú að láta gott af þér leiða í desember? Ef svo er, hvernig? „Ég reyni alltaf að vera góð við alla, hjálpsöm sérstaklega í desember ef ég veit að vinir eða kunningjar þurfa á því að halda. Vil að allir hafi það gott um jólin.“ Fyrir hvað ertu þakklát? „Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína, vini og bara lífið.“ MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM JÓLAGJÖFUM KROSSMÓA - REYKJANESBÆ Yfir hátíðirnar verður opið sem hér segir: Mánudag 23. des.: 9–16.30 Þriðjudag 24. des.: Lokað Föstudag 27. des.: 9–16.30 Mánudag 30. des.: 9–16.30 Þriðjudag 31. des.: 10-12 Fimmtudag 2. jan.: Lokað vegna vörutalningar Minnum á að eftir áramót verður opið á laugardögum kl. 10–13 Starfsfólk Dýralæknastofu Suðurnesja óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu. 16 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.