Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 25

Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 25
ásamt öðrum Bosníumönnum. „Hann svaf aldrei heima, heldur á maís- ökrum eða kartöfluökrum því það var aldrei vitað hvenær hermenn- irnir kæmu heim, hverja þeir myndu handtaka og af hverju. Það dugði bara að vera Bosníu-múslimi, það þurfti ekkert annað. Sjálfsagt var þetta eins hinum megin, þar sem Bosníu-mús- limar héldu svæðinu, en þetta er bara það sem ég upplifði. Það voru auðvitað margir Serbar sem voru Bosníumegin og þurftu líka að flýja og óttuðust um sitt líf. Við sátum oft heima hjá ömmu með kertaljós og hún setti teppi fyrir gluggana til að það sæist ekki að einhver byggi í húsinu. Hermennirnir hefðu reyndar bara komið ef þeir ætluðu að koma og þá skipti engu máli hvort það væri teppi fyrir gluggunum eða ekki en þetta var svona falskt öryggi. Ég man sérstaklega eftir þessu í eitt skipti. Þá heyrði ég rosalega mikil læti fyrir utan. Þá náðu hermennirnir nágrann- anum sem var við hliðina á okkur en hann kom reyndar aftur heim. Aðrir nágrannar okkar voru teknir og einn þeirra endaði í hjólastól. Svo komu sumir aldrei aftur til baka, það var bara þannig. Ég man vel eftir þessu og þetta þurftum við að lifa við. Við vissum aldrei hver yrði næstur og hvenær þeir kæmu.“ Send heim við landamæri Ungverjalands Árið 1994 reyndi fjölskyldan svo að komast yfir til Ungverjalands. „Mamma og pabbi áttu einhvern smá pening og við seldum húsgögn sem við höfðum hvort eð er ekkert pláss fyrir. Við borguðum Rauða krossinum og þau borguðu einhverjum mútur til þess að koma okkur út. Við þurftum að múta fólkinu til að komast burt því hermennirnir héldu svæðinu og fylgdust með á leiðinni. Það voru tvær rútur sem fóru og þegar við komum að landamærum Ungverjalands þá komst önnur rútan í gegn en okkar var snúið við. Við fengum ekki að fara og þurftum því að fara aftur til baka í þetta viðbjóðslega ástand. Ég hélt þá virkilega að við myndum ekki lifa lengi.“ Þegar fjölskyldan kom aftur til baka áttu þau ekki krónu enda höfðu þau eytt öllum peningnum sínum í að reyna að komast til Ungverjalands. „En svo var það þannig að hermenn- irnir vildu losna við Bosníumenn af svæðinu svo við vorum keyrð yfir á „Bosníu-svæðið“. Við fórum aftur í rútu og máttum bara taka fjórar töskur með okkur, engar myndir, engar persónulegar eignir, bara föt. Eftir tveggja og hálfs tíma keyrslu var stoppað á torgi og hleypt úr rút- unni þar sem fleiri þúsundir manns voru. Við vorum sett í flóttamanna- búðir í skóla með þúsund öðrum í 40 stiga hita, án vatns og rafmagns. Við vorum þarna í einhverja þrjá daga en mamma og pabbi gátu ekki hugsað sér að búa þarna með öllu þessu fólki.“ Foreldrar Jasminu fengu þá mann í bænum, sem kunni einhverjar króka- leiðir, upp og niður fjöll og dali, til að koma fjölskyldunni á annan stað þar sem þau töldu sig velkomin. „Þegar við komum þangað stóðum við bara úti. Við þekktum engan og þurftum að finna yfirgefið hús sem við gæt- um búið í á meðan stríðsástandið gengi yfir.“ Fólk dó vegna hungurs og sprengja Um kvöldið kom gömul kona auga á fjölskylduna og bauð þeim gistingu. Fjölskyldan dvaldi hjá henni í tæpa viku og fann að lokum hús serb- neskrar stelpu sem var líka að flýja heimili sitt. Þau gerðu samning við hana og fengu að búa í húsinu þar til hún kæmi aftur til baka. „Við bjuggum í þessu tvíbýli í tvö ár en þarna var ofbeldið ekki bara andlegt. Þarna var fólk að deyja, bæði úr hungri og vegna sprengjanna sem komu reglulega.“ Þessum tveimur árum lýsir Jasmina sem þeim verstu í hennar lífi. Fjöl- skyldan var ekki velkomin á svæðinu, upplifði fordóma, átti ekki fyrir mat og nauðsynjavörum og óttaðist um öryggi sitt á hverjum degi. „Þarna var ég lögð í gróft einelti. Ég fékk aldrei frið frá strákunum og var stanslaust áreitt. Ég átti ekki fyrir skóm og það fannst aldrei rétt skónúmer fyrir mig hjá Rauða krossinum þannig að ég var í ónýtum skóm með stórum rifum og þurfti að labba í 40 mínútur í skólann, í snjó og bleytu, kom rennandi blaut og þurfti að sitja þar í sex klukkutíma þar til skólinn var búinn. Á sumrin átti ég kannski skó en þeir pössuðu ekki þannig ég kom heim með blöðrur á fótunum, fullar af blóði. Ég vildi ekki láta sjá mig berfætta í skólanum þannig ég varð bara að troða mér í eitthvað. Ég fór alltaf krókaleiðir af því á sumrin var rosalega heitt að labba á malbikinu í 40 stiga hita. Þá var best fyrir mig að labba á lestar- teinunum sem voru úr tré. Svo var stuttur spotti þar sem ég þurfti að labba á grasinu og yfir einn þjóðveg og þá hélt ég á skónum og labbaði berfætt yfir grasið og heim.“ Sigtaði maðkana úr hveitinu Á þessum tíma var gríðarleg fátækt í samfélaginu og fólk dó úr hungri. „Maturinn sem við fengum var tún- fiskur, hveiti, fetaostur og sykur. Þegar ég hef heyrt fólk kvarta yfir því að hafa fundið maðk í hveitinu sínu og gert mikið mál úr því hlæ ég. Í þessi tvö ár þá borðaði ég nánast ekkert annað en hveiti með möðkum í. Þá sigtaði maður þetta bara og bakaði brauð, oftast nær ekki með neinu öðru nema einstaka sinnum kart- öflur. Mamma og pabbi voru vön að rækta alls konar grænmeti og fengu að rækta lauk, kartöflur og kál og það var borðað á veturna. Á þessu lifðum við. Stundum fengum við hrísgrjón og einstaka sinnum pasta. Það var sparimatur, soðið pasta. Ég borðaði ekkert kjöt eða fisk í þessi fjögur ár. Það var ekki þvottavél og ég fór ekkert í sturtu þegar mér sýndist. Það var svo margt sem var ekki þarna sem fólk telur sjálfsagt í dag. Þetta var stríðsástand og það versta var þegar við þurftum að sitja í skjóli í myrkrinu þegar það komu viðvörunarmerki um að verið væri að sprengja.“ Íbúarnir fengu þó ekki alltaf viðvar- anir og stundum komu sprengjurnar mjög óvænt. „Í eitt skipti þá var ég heima að læra og bróðir minn var úti með frænda sínum. Þeir voru jafn- gamlir. Upp úr þurru, fyrir ofan húsið okkar, kom sprengja og það hrundi allt. Þakið af húsinu hrundi, ljós af veggjunum, ég datt af stólnum og þetta var ógeðslega mikið. Þá hafði komið sprengja og þeir frændurnir hentu sér ofan í skurð. Þeir voru heppnir. Einhverra hluta vegna vissu þeir það, og við lærðum það snemma, að þeir skyldu henda sér ofan í skurð. En börn nágranna míns lifðu þetta ekki af,“ segir Jasmina og brestur í grát. „Fyrirgefðu,“ bætir hún við. „Þetta er alltaf jafn erfitt.“ Neyddist til að leita sér hjálpar Á tímabili urðu sprengjurnar allt að 3.500 á dag. Jasmina telur sig þó hafa búið við mikil forréttindi þar sem hún hafi upplifað einungis brota- brot af þeim hryllingi sem margir aðrir í samfélaginu sínu upplifðu. Stríðinu lauk svo árið 1995 með svo- kölluðu Deiton-samkomulagi, þar Við bjuggum í þessu tvíbýli í tvö ár en þarna var ofbeldið ekki bara andlegt. Þarna var fólk að deyja, bæði úr hungri og vegna sprengjanna sem komu reglulega. Mamma og pabbi voru vön að rækta alls konar grænmeti og fengu að rækta lauk, kartöflur og kál og það var borðað á veturna. Á þessu lifðum við. Stundum fengum við hrísgrjón og einstaka sinnum pasta. Það var sparimatur, soðið pasta. Jasmina með Özru dóttur sinni sem var Fjallkonan á 17. júní í Reykjanesbæ 2018. Opnunartímar yfir jól og áramót Þorláksmessa: Opið 11:00 – 22:00 Aðfangadagur: Lokað Jóladagur: Lokað Annar dagur jóla: Lokað Gamlársdagur: Lokað Nýársdagur: Lokað langbest.is 25MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.