Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 27

Víkurfréttir - 19.12.2019, Qupperneq 27
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Hótel Grásteinn ehf ehf. Trésmiðja - Verktakar Kt: 621071-0689 Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 Borg Gistiheimili ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI „Þið eruð orðnir stórir strákar,“ sagði Konráð Lúðvíksson, fyrrverandi kvensjúkdómalæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þegar hann hitti tvíburana Val Þór og Aron Örn Hákonarsyni en Konráð tók á móti þeim þegar þeir komu í heiminn í janúar 2004. Tilefni hittings Konráðs og tvíbur- anna var mynd af Konráð í aðal við- tali jólablaðs Víkurfrétta í síðustu viku. Á stórri mynd sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður Víkurfrétta tók, sem fylgdi viðtalinu, hélt Konráð stoltur á öðrum tvíburanum en þá var sá fyrri kominn í heiminn. Sá seinni sem fékk nafnið Valur Þór er á þessari mögnuðu mynd þar sem læknirinn heldur á honum alblóðugum. Mamma drengjanna, Margrét Arn- björg Valsdóttir er sjálf eineggja tví- buri en strákarnir hennar eru tvíeggja og vægast sagt ekki mjög líkir. Mar- grét hlær þegar hún rifjar upp þessi stóru tímamót þegar þeir fæddust en þeir voru báðir tíu og hálf mörk. „Það eru sumir sem halda að þeir séu ekki bræður, hvað þá tvíburar. Þeir héldust í hendur með stærð fram eftir aldrei en nú hefur Valur tekið meiri vaxtarkipp,“ segir hún og svarar aðspurð að meðgangan hafi gengið vel en ákveðið hafi verið að taka þá með keisaraskurði vegna þröngrar mjaðmagrindar. „Uppeldið gekk vel. Þeir voru heilsuhraustir og mér fannst þetta einhvern veginn ekkert mál. Ég er sjálf tvíburi og kannski hefur það eitthvað haft að segja.“ Konráð segir að tvíeggja tvíburar eigi oft tvíbura en sjaldgæfara sé að ein- eggja eigi tvíeggja eins og í þessu til- felli. Konráð var ánægður með þessa hugmynd að fá að hitta tvíburana og hann spurði þá aðeins út í gang mála og spjallaði við þá. Þeir eru báðir fót- boltastrákar og leika með Keflavík í 3. flokki en þeir verða 16 ára í janúar 2020. Aron er varnarmaður en Valur er í framlínu og á kantinum og lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki í síðustu viku. Á þessum árum þegar þessir flottu peyjar komu í heiminn var starf- rækt skurðstofa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nú er öldin önnur og Konráð er líka hættur störfum vegna aldurs. En hugur hans er hjá HSS eins og lesa má í skemmtilegu viðtali í jólablaði Víkurfrétta sem kom út í síðustu viku. Konráð starfaði í þrjá áratugi hjá HSS og aðspurður segir hann eftir stutta umhugsun að hann hafi komið nálægt fæðingu um fimm þúsund barna. En hvað mörgum tvíburum spyrjum við? „Ætli ég hafi ekki tekið á móti um tuttugu tvíburum. Það var mjög skemmtilegt,“ segir kvensjúkdóma- læknirinn fyrrverandi. Óvæntur hittingur á heilbrigðisstofnun Konráð læknir hitti fimmtán ára tvíbura sem hann tók á móti í janúar 2004. Konráð með Val í höndunum í janúar 2004. Konráð sýnir mömmunni og sonunum lítinn dúkku-dreng svipaðan að stærð og þeir voru við fæðingu. Aron Örn t.v., Konráð og Valur Þór á fæðingarstofu á HSS í desember 2019. VF-texti og myndir/pket. 27FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.