Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 35
Sendum viðskiptavinum okkar
og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um
gleðilega jólahátíð
og farsæld á komandi ári!
Þökkum ykkur viðskiptin
á árinu sem er að líða!
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
„Þetta hefur byrjað mjög vel hérna
á Fitjum þannig að við getum verið
bjartsýn. Ég er hóflega bjartsýnn
á næsta ár á Suðurnesjum en við
vonum auðvitað það besta. Suður-
nesjamenn eru vanir sveiflum. Við
þekkjum það eftir tvo áratugi í
fyrirtækjarekstri,“ sagði Kjartan
Steinarson í stuttu spjalli við VF
þegar hann bauð til 20 ára af-
mælisfagnaðar í nýju húsnæði
bílasölu sinnar, K.Steinarsson sem
flutti nýlega að Njarðarbraut 15 í
Njarðvík.
Margir ættingjar, vinir og við-
skiptamenn heimsóttu Kjartan og
Guðbjörgu Theodórsdóttur, konu
hans á þessum tímamótum síðasta
sunnudag. Már Gunnarsson, tón-
listarmaður söng jólalög og boðið
var upp á veitingar í tilefni tíma-
mótanna en Kjartan hóf rekstur
bílasölu fyrir tuttugu árum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í
afmælisfagnaðinum.
Tuttugu árum fagnað á
Fitjum
35VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.