Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 36

Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 36
Una er á heimavelli í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni Smáralindar í Kópavogi. Una er fram- kvæmdastjóri viðskiptabanka Íslands en hjá bankanum starfa yfir áttahundruð manns. Við spyrjum hana út í fækkun starfsmanna hjá bönkunum undanfarin ár. „Þeim mun fækka en það er svo sem ekkert nýtt við það. Ég var einu sinni að stjórna þrjátíu útibú­ um, nú erum við með fjórtán. Við erum samt með fleiri viðskiptavini. Breytingarnar eru auðvitað mjög hraðar. Aðalatriðið er bara að fylgja þeim eftir, aðlaga okkur að þeim og sjá tækifærin í þeim líka. Það eru fullt af tækifærum í breytingum en þetta er ekkert auðvelt. Það er allt­ af erfitt að takast á við breytingar.“ Áskorun í breytingaástandi Hvað er viðskiptavinurinn að græða á öllum þessum breyt- ingum í bankaheiminum? „ Við vorum einmitt að gera eina breytingu á einu útibúi þar sem við áttum samtöl með fjölda við­ skiptavina um það af hverju við værum að gera þetta og hlustuðum á hverjar væntingar þeirra væru til þjónustu. Viðskiptavinurinn vill bara fá góða, mannlega, persónu­ lega þjónustu. Það er svo margt sem þeir gera í símanum sem er frábært og þegar þú byrjar að nota tæki og tækni þá vill maður ekki fara til baka. Það eru auðveldir hlutir sem þú vilt bara klára, milli­ færslur, sjá stöðuna og allt þetta en svo þarftu náttúrulega ráðgjöf. Þá geta þeir að sjálfsögðu talað við ráðgjafa sinn en þetta er að breyt­ ast rosalega hratt. Þetta breytist með nýju kynslóðunum sem eru að koma inn. Ég heimsæki mikið af fyrirtækjum og það eru allir að tala um það sama. Það er verið að breyta kerfum, setja upp sölu á net­ inu og reyna einhvern veginn að að­ laga þetta, velta því fyrir sér hvern­ ig þeir eigi að tala við viðskiptavini og svo framvegis. Þjónustan hjá okkur er okkar sýn. Við ætlum að vera með góða þjónustu en það er auðvitað áskorun í svona miklu breytingaástandi. En við verðum að hugsa um viðskiptavininn, númer eitt, tvö og þrjú.“ Við höfum spurt viðskiptavini bankanna í Víkurfréttum hvort þeir fari í bankann og það var aðallega af tveimur ástæðum, að hitta ráðgjafa út af lánamálum og fara í hraðbankann. Þurfið þið allt þetta húsnæði þegar heim- sóknum fækkar og þjónustan færist meira á netið? „Við erum alltaf að minnka við hús­ næðið. Um leið og útibúum hefur farið fækkandi þá hefur fermetrum verið að fækka. Við höfum líka verið að búa til minni útibú og svo framvegis þannig að við aðlögum okkur bara að breytingunum eins og við gerðum hér í höfuð­ stöðvunum.“ En það verða alltaf bankar, útibú? Þetta verður aldrei allt á netinu. „Bankinn verður alls konar dreifi­ leiðir, síminn, ráðgjafinn, net­ bankinn o.s.frv.. Það verður alltaf bankaþjónusta en formið á henni er auðvitað að breytast mjög mikið. Fólk er ennþá mikið að koma í útibú til þess að greiða reikninga en það er alltaf að minnka. Ég myndi ekki setja þetta á eldri kyn­ slóðina, það er líka fólk á miðjum aldri og jafnvel yngra. Það hefur alveg komið á óvart. Þú getur líka pantað mjólkina á netinu en þú ferð samt alltaf út í búð og nærð í mjólkina. Það er einhver skýring á þessu. Við erum bara að fylgja þessu og fara ekkert á undan við­ skiptavininum. Við ætlum að gera þetta saman með honum.“ Mannfræðin góð Hvernig varðst þú svona mikil bankamanneskja? Var þetta draumurinn? „Ég fór í viðskiptafræði í Fjöl­ Una Steinsdóttir er kraftmikil Kefla- víkurmær og hefur látið að sér kveða í bankageiranum og unnið hjá Íslandsbanka í þrjátíu ár. Hún varð yngsti bankaútibússtjóri Ís- landsbanka aðeins þrítug og hefur starfað hjá bank- anum frá því hún var í framhaldsskóla. „Ég er lands- byggðartútta og held uppi merkjum landsbyggðarinnar eins mikið og ég get,“ segir hún stolt þegar Víkurfrétta- menn heimsóttu hana ekki alls fyrir löngu. Hún var viðmælandi Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó en þátturinn er aðgengilegur á vf.is. Una er dóttir hjónanna Steins Erl­ ingssonar og Hildar Guðmunds­ dóttur og hún á systurina Dagnýju og átti bræðurna Guðmund og Einar en þeir eru báðir látnir. Sorgin hefur því barið dyra hjá fjölskyldunni og við ræðum það við Unu síðar í viðtal­ inu. En byrjum á því að spyrja hana út í bernskuna þegar við hittum hana á Garðskaga. Faðir hennar, Steinn Erlingsson, var með í för og hann blandar sér aðeins í viðtalið. Hann er uppalinn í Garðinum. Í höfuðið á merkri konu í Garði „Ég er skírð í höfuðið á Unu í Garði. Ég get stolt sagt frá því að ég er víst fyrsta Unan sem var skírð í höfuðið á henni og hún hélt á mér undir skírn. Una í Garði var fræg og þekkt fyrir ýmsa hæfileika á dulræna sviðinu. Hún var ekki frænka mín. Við vorum ekkert skyldar. Hún var afskaplega lágvaxin kona. Við fórum rosa mikið með pabba og mömmu í Garðinn í Sjólyst. Þar átti hún lítið, gult hús. Allt var rosalega lítið og þegar maður kom inn þá þurfti að beygja sig. Það var mikil dulúð yfir þessu en ég var nú stolt af því að vera skírð í höfuðið á þessari konu.“ Steinn: „Maður komst ekkert hjá því.“ Una: Við hliðina á Sjólyst var síðan Steinshús og þaðan er þessi karl hann pabbi, enda heitir hann Steinn. Steinn: „Langafi minn hét Steinn Lárusson Knudsen og byggði þarna gamalt hús sem var eiginlega eins og Unuhús, eða nærri Sjólyst. Ég fékk þetta nafn, Steinn. Það vantar bara Lárus,“ segir hann og hlær. Una: „Já, það er rosa mikið af Steinum í þessari fjölskyldu, Steinn, Steinunn og Þorsteinn, sem sagt mikið af grjótumt.“ Var æska hennar eitthvað í líkingu við þína, sem ungur strákur hérna Steinn? Steinn: „Nei, það var ekkert í lík­ ingu. Maður var ekkert með síma,“ segir hann og lítur á farsíma dóttur­ innar sem hún veifar í viðtalinu. Una: „Hvað meinarðu?“ Steinn: „Það varð að fara upp á sím­ stöð til að fá pantað símtal. Ekki alveg svoleiðis í dag.“ Una: „Það er ekkert svo rosalega langt síðan, pabbi. En við pabbi erum voða mikið að koma hingað því núna erum við alltaf að spila golf úti í Sandgerði. Hann segir að það sé svo gott að spila golf í Sandgerði því það er svo mikið logn af þessum vita hérna í Garðinum. Þetta er svo mikil vitleysa,“ segir hún og hlær meira. Steinn: „Það er skjól í norðanátt­ inni hérna.“ Una: „Mér finnst bara svo gaman að koma hingað því maður kom hingað sirka sjö sinnum í viku þegar maður var að alast upp. Maður var náttúru­ lega dálítið heilaþvegin, keyrt hingað í hverri viku og svo átti maður að þekkja öll hús sem maður náttúru­ lega gleymdi strax aftur. En svo hef ég verið að reyna að muna þetta allt saman í seinni tíð.“ Þetta er nú einn af fallegri stöðum á Suðurnesjum. Una: „Já, þetta er ofsalega fallegur staður.“ Steinn: „Þetta er það. Þetta er ómetanlegur staður.“ Þú varst í handbolta sem ung stelpa en ert komin í golfið núna. Una: „Já, ég byrjaði að spila hand­ bolta í Keflavík. Svo lagðist nú hand­ boltinn niður. Ég var um þrítugt þegar ég hætti að spila handbolta þannig að ég gerði mitt þar. Svo þegar fór ég Reykjavíkur og spilaði bæði með Val og Stjörnunni í mörg ár, það var algjörlega mitt áhugamál. Alveg brjálæðislega áhugaverður og skemmtilegur tími. Þar kynnist maður fólki sem á eftir að fylgja manni alla leið. Það aldeilis víkkaði tengslanetið að vera í íþróttum. Ég ætlaði að byrja í golfi fyrir tíu árum en nú er ég byrjuð og það er gott að hafa pabba með.“ Þú varst góð í handbolta. Una: „Já, ég var alveg ágæt. Ég á nokkuð marga landsleiki að baki en þeir voru ekkert margir landsleik­ irnir hjá stelpunum á þessum tíma.“ Það eru örugglega ekkert margar konur á Suðurnesjum sem eiga landsleiki í handbolta. Una: „Nokkrar, þó nokkuð margar! Það var náttúrlega rosa flott hand­ boltalið hérna á árum áður og maður gæti talið upp nokkrar. En auðvitað, klárlega hafa þær orðið færri eftir því sem tíminn hefur liðið. Það eru margir íþróttamenn og -kon- ur sem segja þetta: „Ég vildi að ég hefði byrjað fyrr í golfi. Una: Já, algjörlega. Þetta er rosalega tímafrekt en þegar maður skipu­ leggur sig þá er allt hægt. Þetta er rosalega skemmtilegt sport og þegar maður hefur smá bolta í sér þá kemur þetta oft fljótar en hjá hinum. Þetta er ofsalega gaman og líka bara gaman að vera á Íslandi.“ Segðu okkur, Steinn, hvernig stelpa var þetta? Steinn: „Hún var alveg indæl hún Una. Það var ekkert vandamál. Hún fór í skólann og kom heim. Þetta var allt voða reglubundið.“ Hún er leiðtogi. Kom það snemma í ljós? Steinn: „Já, það gerði það. En því miður tókst mér ekki að fylgjast nógu vel með krökkunum því ég var svo mikið á sjónum í burtu. Ég hef verið meira með þeim núna, sem betur fer.“ Hún er búin að vera svolítið spræk þessi stelpa. Steinn: „Já, þetta er svolítið í ætt­ inni, að vera alltaf að, ekki að hanga yfir hlutunum. Hún hefur tekið það mjög ríkulega til sín. Það er mjög gaman og áhugavert þegar fólk er lif­ andi í því sem það er að gera, starfar þannig. Það er ekki öllum gefið.“ Una: „Svo vorum við pabbi saman í skóla þegar hann hendir sér í Tón­ listarskólann svona á miðjum aldri og fer að leggja fyrir sig sönginn meira. Það var samt rosa erfitt að kenna honum tónfræði.“ Steinn: „Já, ég veit ekkert af hverju ég fór í þetta. En svona með tím­ anum þá hefur maður orðið var við það að þau sem eru að syngja er allt gott fólk. Þetta er svona sáluhjálp líka. Það hjálpar mér gríðarlega mikið að syngja.“ Páll Ketilsson pket@vf.is VIÐTAL Landsbyggðartútta 36 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.