Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 45

Víkurfréttir - 19.12.2019, Síða 45
 Nám með vinnu Fisktækniskóli Íslands býður upp á hagnýtt nám í samstarfi við Matvælaskóla Sýnis, Marel og Háskólans á Hólum. MAREL VINNSLUTÆKNI GÆÐASTJÓRN FISKELDI Námið hentar einkum fólki með starfsreynslu í greininni sem og fólk með menntun sem tengist náminu svo sem í fisktækni. Námið fer fram á vor- og haustönn ár hvert, kennsla fer að mestu í gegnum fjarnám. Inntökuskilyrði á brautir: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði. Námið er skipulagt sem blandað starfsnám bóklegt og verklegt nám sem skiptist í sex lotur. Farið er í viku námsferð í sýningar og kennsluhús Marels,í Progress Point í Kaupmannahöfn. Náminu lýkur svo með hagnýtu lokaverkefni og námsmati. Námið hentar einkum fólki með starfsreynslu í matvælaframleiðslu sem og fólki með menntun sem nýtist í námi svo sem í fisktækni. Námið skiptist í tvær annir kennt er í dreifnámi og staðarlotum. Viljum vekja athygli á að nám hjá okkur er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Upplýsingar og skráning hjá Fisktækniskóla Íslands í síma 4125966 eða á www.fiskt.is Miklir starfsmöguleikar í sjávarútvegi og víðar. Sautján nemendur útskrifast frá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík Þann 6. desember síðastliðinn voru útskrifaðir sautján nemendur frá Fisktækniskóla Íslands. Útskriftin fór fram við hátíðlega athöfn í Kvik- unni í Grindavík. Útskrifaðir voru fjórir fisktæknar, ellefu gæðastjórar og tveir netagerða- menn. Fisktækniskóli Íslands er eini skólinn á landinu sem býður upp á nám í Veiðarfæratækni og er það í fyrsta skipti í ár sem skólinn útskrifar nemendur á því sviði, Fisktækni- skólinn tók formlega við náminu á síðasta ári. Nám í gæðastjórnun er kennd í samstarfi við Sýni ehf. en umsjón með brautinni hefur Klem- enz Sæmundsson. Átján nemendur luku námi á vorönn og hafa því alls 35 nemendur útskrifast á árinu af fimm brautum sérnáms á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis. Eftir afhendingu skírteina hélt skóla- meistari ræðu og lagði áherslu á mikilvægi vel menntaðs fólks fyrir framtíð greinarinnar. Skólameistari lagði áherslu á að miklar breytingar eru störfum í veiðum og vinnslu og að forsenda þess að Íslendingar haldi for- skoti sínu á þessu sviði – er að mennta vinnuaflið. Að lokinni athöfn þakkaði skólameistari starfsfólki samstarfsað- ilum skólans og stjórn fyrir samstarfið á árinu og boðið var til kaffisamsætis í Kvikunni. Um 60 nemendur stunduðu nám í skólanum á haustönn og þar af rúm- lega helmingur í grunnámi í fisk- tækni. Yfir tuttugu nemendur stunda nú nám í veiðarfæratækni (netagerð) og þá er framundan mikill vöxtur innan fiskeldis en skólinn gerði í sumar samning við Arnarlax, Arctic Fish og Ice Fish um menntun starfs- fólk í sjókvíum fyrirtækisins. Um 30 nemendur hófu nám í fisktækni með áherslu á fiskeldi í Bíldudal í nóvember síðastliðnum og fleiri starfsmenn fyrirtækjanna bætast síðan við á næsta ári. Haldin voru fjölmörg námskeið fyrir starfsfólk í veiðum og vinnslu og sá skólinn m.a. um námskeið um Baader-vélar fyrir áhafnir á skipum Brim. Framhald er á þessari starfsemi á næsta ári. Mikil auking er í umsóknum í nám við skólann og nú þegar er svo til fullskipað í nám í Marel-vinnslutækni og Gæðastjórnun sem hefst í janúar 2020. Þá er stefnt á nám í fisktækni bæði á Ísafirði og Akureyri á næsta ári í samstarfi við fræðsluaðila í héraði á hvorum stað. Framundan er fjöldi verkefna fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi auk verkefna á sviði þróunarsam- vinnu (m.a. í Vietnam í samstarfi við Marel) og útlit fyrir mikinn vöxt í námskeiðahaldi á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis víða um land. Nú í desember er tekið á móti um- sóknum og skráningu á vorönn 2020 og eru áhugsamir hvattir til að sækja um sem allra fyrst á heima- síðu skólans – www.fiskt.is eða hafa samband við skrifstofu skólans í síma 412 5965 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 45FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.