Víkurfréttir - 19.12.2019, Page 46
46 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. desember 2019 // 48. tbl. // 40. árg.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða
Fitjabakka
Njarðvík
ódýrt bensín
Aðalgötu
Keflavík
ódýrt bensín
Fitjabakka 2-4 Básinn
Vatnsnesvegur 16
Starfsfólk Olís óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
með þökk fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.
GAMLA ÍÞRÓTTAVALLARHÚSIÐ Í NJARÐVÍK RIFIÐ
Gamla íþróttavallarhús Njarð-
víkur við Vallarbaut 14 hefur
verið fjarlægt. Mikil sjónræn
breyting hefur orðið á svæð-
inu í kjölfarið. Það var Ellert
Skúlason ehf. sem sá um fram-
kvæmdina.
Húsið var þjónustuhús ungmenna-
félags Njarðvíkur á meðan félagið
var með knattspyrnuaðstöðu sína
þar. Mikil uppbygging hefur verið
á svæðinu á undanförnum tveimur
áratugum með byggingu stórra fjöl-
býlishúsa, hjúkrunaheimilis og þjón-
ustukjarna.
Fyrir rúmum mánuði óskaði Reykja-
nesbær eftir tilboðum í niðurrif húss-
ins og fékk Ellert Skúlason ehf. verkið.
Að sögn Tryggva Þórs Bragasonar hjá
eignaumsýslu Reykjanesbæjar var
mjög vel að verkinu staðið. Niðurrif
tók aðeins einn dag. Sökkull verður
brotinn upp og fjarlægður í þessari
viku. Samkvæmt tilboði átti verkinu
að vera lokið fyrir árslok.
Hvatningin:
Lesum, spilum og
umfram allt tölum
saman!
Göngum fram sem góðar fyrirmyndir.
Tileinkum okkur að koma auga á litlu
hlutina í kringum okkur og njóta ein-
faldleikans sem þeim gjarnan fylgja.
Því margt smátt gerir eitt stórt. Að-
ventan og undirbúningur jólanna á að
vera notalegur tími með fjölskylduna
í fyrirrúmi sem oft getur verið flókið
í nútíma samfélagi. Utanaðkomandi
áreiti eru mikil á þessum tíma og
margt sem glepur. Þá reynir á okkur
að forgangsraða og koma auga á það
sem í raun skiptir máli. Með yfirvegun
og staðfestu náum við öllu jöfnu að
greina kjarnann frá hisminu og átta
okkur á hvað mikið er nóg. Það eitt að
njóta samveru og samræðu með þeim
sem eru okkur kærir, gleður og nærir
hjarta og sál. Árétta því enn og aftur:
Lesum, spilum og umfram allt tölum
saman. Megi samræðulistin lifa, þar
sem orðaforða og málskilningi er gert
hátt undir höfði.
Með kærleikskveðju,
Karen Valdimarsdóttir
leikskólastýra, Gimli,
Reykjanesbæ.
Thule bílafestingar
og tengdamömmubox
afsláttur
til áramóta20%
OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ 8 TIL 18
Varahlutaverslun Brekkustíg 40, 260 Njarðvík
Sími: 421-2141 – bilathjonustan@bilathjonustan.is
Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð
með vottuðum varahlutum frá Stillingu
Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla
með þökk fyrir viðskiptin