Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 32
Ferðafélag Íslands Með fróðleik í fararnesti Með fróðleik í fararnesti er frábært samstarfsverkefni Ferðafélag Íslands og Háskóla Íslands þar sem mörg þúsund manns, ungir og aldnir, hafa gengið í borgarlandinu og hlotið þrennt: góða útivist, fína hreyfingu og fróðleik í fararnesti frá vísindamönnum Háskólans. Þetta verkefni hófst fyrir tæpum tíu árum og hefur verið fróðlegt, hollt og spennandi og aukið áhuga almennings á vísindum og fræðum og á íslenskri náttúru sem víða leynist í borgarlandinu. Undanfarin ár hefur samstarfið við Háskólann að langmestu leyti verið í gegnum Ferðafélag barnanna og því hefur vísindamiðlunin helst beinst að börnum og fjölskyldufólki. Þannig verður það áfram í vetur þegar verkefnið hefst á ný með miklum tilþrifum. „Markmiðið með Ferðafélagi barnanna hefur ávallt verið að skapa skemmtilegan vettvang fyrir börn og fjölskyldur þeirra til að njóta útiveru, takast á við nýjar og spennandi áskoranir og hafa einafaldlega gaman af því að leika sér úti,“ segir Dalla Ólafsdóttir, sem leiðir Ferðafélag barnanna ásamt eiginmanni sínum, Matthíasi Sigurðarsyni. Hann segir að í verkefninu með Háskóla Íslands mæti flinkir og flottir vísindamenn sem bjóði upp á fróðleiksgöngur um fugla, skordýr, sveppi, fjöruna, eldfjöll, stríðminjar og stjörnurnar svo fátt eitt sé nefnt. „Þetta eru gríðarlega vinsælar göngur ár eftir ár og mjög ánægjulegt að geta boðið börnum upp á að njóta náttúrunnar og fá fróðleik samhliða. Vísindamenn Háskólans hafa vakið mikla athygli í göngunum fyrir að draga fram mikilvægi rannsókna og vísindastarfs fyrir íslenskt samfélag, fyrir lífríkið okkar og umhverfið.“ Stjörnur með Stjörnu-Sævari Nú er búið að raða upp fróðleiksgöngum fyrir næsta starfsár og verður byrjað strax í janúar 2020 á stjörnu- og norðurljósaskoðun með Sævari Helga Bragasyni. Markmið göngunnar er að hvetja fjölskyldur til þess að njóta náttúrunnar og himingeimsins þegar skilyrði til stjörnuskoðunar eru með besta móti. Sævar Helgi, sem er stjörnumiðlari hjá Háskólanum, mun lýsa því sem fyrri augu ber á kvöldhimninum. Hann er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir miðlun sína á undrum himingeimsins og reyndar mörgu öðru. Hann hefur t.d. kennt stjörnufræði við góðan orðstír í Vísindasmiðjunni, Háskóla unga fólksins og í Háskólalestinni undanfarin ár sem öll eru verðlaunaverkefni ætluð ungu fólki á vegum Háskóla Íslands. Þá hefur Sævar stýrt frábærri sjónvarpsþáttaröð um umhverfismál, Hvað höfum við gert, sem vakti gríðarlega athygli fyrr á árinu. Fuglaskoðun þegar vorar Þótt nú sé haust, og veturinn smám saman að herða tökin, þá er ekki í sjálfu sér langt þangað til fyrstu farfuglarnir snúa aftur heim. Þegar þeir flykkjast aftur hingað er sumarið á næsta leiti. Þess vegna er rakið að fara í fuglaskoðun í apríl og fjaran er auðvitað besti staðurinn til að skoða fugla snemma vors. Þeir Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, hafa leitt þessar árvissu fuglaferðir með miklum tilþrifum enda vita þeir eiginlega allt um fugla. „Minn uppáhaldsfugl er spói,“ segir Tómas Grétar aðspurður um þann fugl sem heillar hann mest. „Fuglar eru frísklegir og áberandi. Dýr sem ekki geta flogið og flúið á vængjum láta síður sjá sig og almenningur kynnist þeim því síður. Líklega værum við líka spennt fyrir fljúgandi krókódílum. Það er eitthvað heillandi við flugið sjálft. Ætli tilhneiging fólks til að velja sér uppáhaldsfugl sé eins og að halda með liði í ensku,“ segir Tómas Grétar og hlær. Gunnar Þór segir að fuglar séu einu villtu hryggdýrin hérlendis sem séu oft fyrir augum okkar. „Ástæðan fyrir uppáhaldsfuglinum er sú að við tengjumst oft fuglum í gegnum okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.