Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 62
62 FÓKUS 1. nóvember 2019 Hver var fyrsta vinnan þín? Þegar ég lék Ídu í Emil í Kattholti í Þjóðleikhúsinu þegar ég var níu ára. Það var flaggað í heila stöng og ég heimtaði að taka stætó ein, því nú væri ég orðin fullorðin, vinnandi kona. Hvar líður þér best? Á setti. Eða bara í miðju verkefni. Hvað óttastu mest? Vildi að ég gæti sagt „æ, ekki svosem neitt“ en það eru fokking milljón hlutir sem ég óttast mest. Velferð og öryggi stelpunnar minnar númer 1,2 og 3. En svo líka bara að tíminn hlaupi frá mér áður en að ég get gert allt sem ég vil gera, að það að hræðsla við það sem fólk finnst um mig komi í veg fyrir að ég komi frá mér því sem mér liggur á hjarta, að mistakast al- mennt, að ég hafi gert mistök í lífinu sem ég nái ekki að koma mér upp úr … bla bla bla. Segi við sjálfa mig oft á dag „Þegar þú liggur á dánarbeðinum, sama hvenær það er, muntu hugsa að þú sért kjánaprik að hugsa svona um þessa hluti, að vera hrædd við þessa hluti?!“ Svarið er auðvitað alltaf „já“. En samt þarf ég að spyrja mig næstum daglega. Hvert er þitt mesta afrek? Ég gleymi því aldrei þegar ég komst inn í leiklistarskólann minn í London. Þá var ég VERULEGA stolt af sjálfri mér. Og svo er dóttir mín einstaklega vel heppnaður einstaklingur sem ég er stolt af að eiga kannski einhvern hlut í. En þessi spurning minnir mig á að vera duglegri að staldra við og heiðra öll litlu afrekin. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Einu sinni söng ég á klúbbi þar sem ég seig niður í fuglabúri. Furðustarf fyrir furðufugl kannski. Besta ráð sem þú hefur fengið? Aldrei ræða alvarlega hluti eftir klukkan 23. Það kemur aldrei neitt gott út úr því. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Kannski að þrífa veggi. Það er leiðinlegt. Mér finnst gott að hafa hreint í kringum mig. Uppáhaldsverkin mín eru samt í garðinum. Hlúa að öllum ávaxtatrjánum og tómötunum mínum. Fylgist vandlega með býflugna- starfsemi og vexti og tala við þau. Sorrí, var ekki spurningin. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma, Katrín systir, amma Ella, amma Dísa. Allar magnaðar konur. Og Henry Miller er mér mikilvægur. Þegar ég er smá týnd eða komin með allt of mikið í hausinn, les ég alltaf aðeins eftir hann, eða hlusta á gömul viðtöl. Hans tilfinning fyrir öllu áþreifanlegu í lífinu, hvernig þú nýtur þess að borða góða máltíð, drekka í þig falleg málverk, finna lyktina af iðandi mannlífi, eða hlusta á líkama þinn og „impúls“ á kannski einfaldan hátt, minnir mig á hversu fallegt það er að vera á lífi. Besta bíómynd allra tíma? Godfather 2. Hún er svo stórkostlega vel gerð og áhrifamikil í alla staði. Og tímalaus. En svo elska ég líka Breaking the Waves með Emily Watson og Secretary með Maggie Gyllenhaal. Ég tengi mikið við myndir um fólk á jaðrinum, enda upplifi ég mig alltaf þar. Að passa ekki í neina kassa og hvernig maður glímir við það, að þora að taka pláss utan normsins. Sögur og bíómyndir eru svo fallegir leiðarvísar í lífinu. Gefa okkur tækifæri að skilja hluti sem við þekkjum ekki og huggun með það sem ólgar inni í okkur. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? „Sjáum til“. Það sagði pabbi alltaf þegar hann meinti nei. Hverjir eru mannkostir þínir? Ég er tillitssöm, næm á tilfinningar annarra og legg mikið upp úr því að reyna láta alltaf gott af mér leiða. Vinur vina minna. En lestir? Mjög sjálfsgagnrýnin, jaðrar oft við sjálfshatur. Ekki gagnlegt! Svo var ég frekar langrækin, en er hætt því að mestu. Árin kenna manni að þegar fólk hagar sér illa, liggur oft meira að baki en maður sér og sjálfur gerir maður oft mistök. Lífið er of stutt til að vera reiður og oft kemur samband bara dýpra undan erfiðleikum ef maður nær að vinna sig í gegn. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Að geta spilað á píanó eins og Katrín systir. Og fara í handahlaup. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Þrátt fyrir að ég hafi tekið stórar ákvarðanir í lífinu, svo sem að flytja til London þegar ég var 16, eða flytja svo til Los Angeles, hef ég alltaf nálgast það með slatta af kæruleysi og ekki séð það sem áhættu. Þó að kannski hafir þær verið slíkar? Þegar ég tek stórar ákvarðanir hugsa ég bara; hvað er það versta sem getur gerst? Ef mér líkar það ekki, þá bara breyti ég því aftur. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að skrifa og þróa tvö verkefni. Og byggja hús. Og svo er ég að fara að leika í „debutmynd“ Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, á næsta ári. Hún er byggð á bók Auðar Jónsdóttur og er einstaklega fallegt og djúpt verkefni sem ég hef hafið undirbúning fyrir. Ég eyddi hálfu ári á Íslandi við tökur á sjónvarpsseríunni Ráðherrann og finnst ótrúlega gefandi að fara aftur meira í skandinavíska tóna í verkefnum. Kannski er hjartað aðeins að koma heim. YFIRHEYRSLAN „Það eru fokking milljón hlutir sem ég óttast mest“ Leikkonan Aníta Briem hefur í nógu að snúast og leggur mikið upp úr því að láta alltaf gott af sér leiða. Aníta býr í Los Ang- eles og hefur gert það síðastliðinn áratug en var nýverið stödd á landinu við tökur á sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Aníta er í yfirheyrslu helgarinnar og segir meðal annars frá nokkrum leyndum hæfileikum sínum. Aníta Briem Tómas Valgeirsson tomas@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.