Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 51
MATUR 511. nóvember 2019 Deig – Hráefni: n 1/4 l nýmjólk n 50 g smjör n 1/2 pakki þurrger n 4 msk. sykur n 3 bollar hveiti n 1/2 tsk. sjávarsalt Aðferð: Hitið mjólkina í örbylgjuofni. Hún á ekki að sjóða heldur vera volg. Hjá mér tekur þetta 30–45 sekúndur. Bræðið smjörið og blandið saman við mjólkina. Bætið þurrgerinu og sykrinum út í og látið standa í 4–5 mínútur. Bætið síðan hveiti og sjávar- salti saman við og hnoðið deig- ið vel. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 40–50 mínútur á hlýjum stað. Gott er að hnoða deigið svo aftur og leyfa því að hefast á ný í 20–25 mínútur. Fylling – Hráefni: n Nutella n 3–4 bananar, skornir í bita n 1 egg n smá mjólk Hitið ofninn í 200°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Skiptið deiginu í 3–4 jafn- stóra parta og fletjið út litla hringi. Skiptið hverjum hring upp í 8 þríhyrninga með pítsu- skera. Smyrjið Nutella á efsta part þríhyrninganna og smellið einum bananabita ofan á. Rúllið þríhyrningunum upp og raðið á ofnplöturnar. Þeytið eggið og mjólk saman og penslið toppana á hornun- um með því. Bakið í 12–15 mínútur og leyfið að standa í 10 mínútur áður en þið gúffið hornin í ykk- ur. Ekki er verra að bræða smá Nutella eða súkkulaði og drissa því yfir. Botn – Hráefni: n 115 g brætt smjör n 1/4 bolli sykur n 1 tsk. vanilludropar n 1/4 tsk. salt n 1 bolli hveiti Aðferð: Hitið ofninn í 150°C og takið til form sem er sirka 20 sentímetra stórt. Smyrjið það með smjöri eða bökunarspreyi. Blandið smjöri, sykri, vanilludropum og salti vel saman í skál. Bætið hveitinu við og hrærið þar til allt er blandað saman. Þrýstið blöndunni í botninn á forminu og bak- ið í 15 mínútur, eða á meðan þið takið til fyll- inguna og toppinn. Eplafylling – Hráefni: n 2 stór epli, afhýdd og skorin í þunnar sneiðar n 2 msk. hveiti n 2 msk. sykur n 1 tsk. kanill n 1/8 tsk. múskat Aðferð: Blandið öllu saman í stórri skál og setjið til hliðar. Toppur – Hráefni: n 1/2 bolli haframjöl n 1/3 bolli púðursykur n 1/4 tsk. kanill n 1/4 bolli hveiti n 60 g smjör, kalt og skorið í teninga Aðferð: Blandið haframjöli, sykri, kanil og hveiti saman í skál. Notið fingurna til að blanda smjörinu vel saman við þar til blandan byrjar að minna á gróf- saxaða brauðmola. Takið botninn úr ofninum og hækkið hit- ann í 180°C. Raðið eplunum ofan á heitan botn- inn. Ykkur finnst þetta vera of mikið af eplum en treystið mér! Raðið þeim bara þétt saman og ýtið þeim niður í botninn. Dreifið toppinum yfir eplin og bakið í 30–35 mínútur, eða þar til toppurinn er gullinbrúnn. Takið úr ofninum og leyfið kökunni að kólna í 20–30 mínútur við stofuhita. Saltkaramellusósa – Hráefni: n 1 bolli sykur n 90 g smjör n 1/2 bolli rjómi n 1 tsk. sjávarsalt Aðferð: Setjið sykur í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í sykrinum, en fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu. Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjör- inu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjör- ið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn. Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust. Takið pottinn af hellunni og blandið saltinu saman við. Hellið blöndunni í aðra skál og leyfið henni að kólna í 10–15 mínútur áður en þið hellið henni yfir kökuna. Ekki hella samt allri sósunni yfir kökuna – geymið smá til að bera fram með henni. Eða þið bara frystið kökuna án sósunnar, en hún helst góð í frysti í 3 mánuði. Nammi! Nutella-horn Ómótstæðileg epla- og karamellukaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.