Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 2
2 1. nóvember 2019FRÉTTIR Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Björgvin Pál Handknattleik- skappinn Björgvin Páll Gústavsson opnar sig upp á gátt í nýútkominni bók, Án filters. Hér eru fimm hlutir sem þú vissir hugs- anlega ekki um þennan fálkaorðuhafa og þjóðarhetju. Flutti að heima 16 ára Björgvin Páll byrjaði að búa sextán ára gamall og bjó í viðbyggingu við HK-heimilið, félagið þar sem handbolta- draumurinn byrjaði að taka á sig mynd hjá markmanninum knáa. „Fyrsta íbúðin mín er í rauninni íbúð sem er tengd við HK-heimilið. Þegar ég var ekki heima hjá mér í þessari íbúð þá var ég inni í sal að leika mér með bolta, taka markmannsæfingu eða lyfta. Ég bjó þar í rauninni hvort sem ég var „heima“ hjá mér að horfa á sjónvarpið eða á æfingu,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við Mónitor. Fermingarmynd kveikti ást Í sama viðtali við Mónitor sagðist Björgvin Páll hafa fallið fyrir eiginkonu sinni, Karen Einarsdóttur, eftir að hann sá fermingar- mynd af henni uppi á vegg hjá félaga sínum, Jóhanni Gunnari Einarssyni, bróður Karenar. „Ég sagði svona: „Er þetta systir þín uppi á vegg, Jói? Gefðu mér númerið hennar.“ Þetta byrjaði þá bara sem grín gagnvart honum að ég fór að senda henni SMS. Síð- an vatt þessi fíflaskapur upp á sig. Mjög trúaður „Ég er mjög trúaður og barnatrúin sem amma mín lagði áherslu á þegar ég var yngri hefur vaxið með mér. Ég fer með stutta bæn á marklínunni rétt áður en leikurinn hefst og ég hef trú á því að ég og liðið fáum hjálp frá æðri máttarvöldum,“ sagði markmaðurinn í viðtali við 24 stundir árið 2008. Vistaður á BUGL Í viðtali við DV árið 2010 sagðist Björgvin Páll hafa verið vandræðagemlingur í æsku, sem endaði á því að hann var vistaður á Barna- og unglingageðdeild Landspít- alans um stutta hríð. „Þegar ég kom þarna inn má segja að ég hafi ekki verið jafnbrjálað- ur eða virkur og menn héldu fyrst. Ég var nú bara þarna í körfubolta og að hugsa málin í rauninni. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið þarna inn.“ Ketó Björgvin Páll er á ketómatar- æðinu til að bæta samband sitt við mat. Hann finnur mik- inn mun á sér á mataræðinu, eins og hann sagði frá í viðtali við DV fyrr á þessu ári. „Þessi blessaða ketóflensa er eitt- hvað sem ætti í raun að heita kolvetnaflensa, þar sem einkennin tengjast því að við erum orðin svo kolvetnaháð. Ég var á þannig stað andlega og líkamlega að einhver smá höfuðverkur eða slappleiki var ekkert til að tala um og ég fór að finna fyrir kostum þess að vera á ketó frekar fljótt.“ Á þessum degi, 1. nóvember 1520 – Kristján II. varð konungur Svíþjóðar. 1897 – Knattspyrnufélagið Juventus FC var stofnað á Ítalíu. 1967 – Almannagjá var friðuð fyrir bílaumferð. 1988 – Fyrsta fjórburafæðing á Íslandi þar sem öll börnin lifðu. 2004 – Eldgos hófst í Grímsvötnum. Fleyg orð „Ekki eltast við fullkomn- un. Þú nærð henni aldrei.“ – Salvador Dali Kjaftasaga á Land- spítalanum kom öllu af stað n Unnur Lilja er upprennandi rithöfundur n Umönunnarstörf gáfu henni harðari skráp U nnur Lilja Aradóttir er menntaður sjúkraliði og hefur starfað við um­ önnun síðastliðin tuttugu ár. Nýverið gaf hún út sína fyrstu bók, Ein fald lega Emma, sem Unnur segir vera sögu um venju­ legt fólk í óvenjulegum aðstæð­ um, þar sem áhersla er lögð á for­ tíðardrauga, ástir og sjálfsskoðun. Hug mynd ina að bók inni fékk Unn ur þegar sam starfs kona henn ar á Land spít al an um sagði henni frá kjafta sögu sem hún kom óvart sjálf af stað um sig. Þá var ekki aftur snúið. „Þessi kjaftasaga er svolítið óvenjulega venjuleg en sam­ starfs kona mín kom til mín eina vakt ina og spurði mig hvort ég hefði heyrt ein hverj ar skrítn ar sög ur um hana. Hún sagði mér þá frá því að tveim ur dög um fyrr hefði hún verið á vakt og í ein­ hverj um fífla gangi komið af stað orðrómi um að hún ætti í ástar­ sam bandi við mun yngri mann sem vann með okk ur, en mamma hans var líka góð vin kona henn ar og vaktstjóri á deildinni. Þá kvikn­ aði eitthvað í hausnum á mér og ég fór að velta fyrir mér þessari sögu um ástarsamband með þessum aldursmun,“ segir Unnur. Einfaldlega Emma segir frá titil persónunni, sem er 35 ára, einhleyp og með fulla stjórn á lífi sínu. Tilveran tekur aftur á móti gífurlegum stakkaskiptum þegar hún verður ástfangin af nítján ára dreng, en svo vill til að það er son­ ur bestu vinkonu hennar. Unnur byrjaði á bók inni árið 2010 og segir söguna um Emmu vera hug­ mynd sem hún varð að koma frá sér. Unnur segist ekki eiga mikið sameiginlegt með Emmu, þær séu andstæður á flestum svið­ um. „Mamma var í hálfgerðu áfalli þegar hún las bókina, því henni fannst lýsingarnar á öllu svo raunverulegar,“ segir Unnur. „Hún sagði að ef hún væri ekki viss um að hún hefði alið mig upp, hefði hún talið að bókin væri byggð á minni lífsreynslu, að ég hefði lent í svona léttgeggjuðum uppákomum.“ Með vikugamalt barn í námi Unnur er uppalin í Breiðholti en býr nú á Álftanesi ásamt eigin­ manni sínum og þremur börnum. Hún notar þann litla frítíma sem gefst, í skrifin og er þegar búin að ljúka við næstu bók sína. Unn­ ur hefur sinnt umönnunarstörf­ um frá sautján ára aldri. Hún seg­ ist þekkja fátt annað en að harka sig í gegnum lífið og „múltítaska“. Þetta fór betur að skýrast þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, 21 árs gömul, og ákvað þá að mennta sig í faginu. „Námslán voru ekki í boði fyrir mig því ég átti eftir stúd­ entinn, þannig að ég fór í kvöld­ skóla og lærði sjúkraliðann,“ segir hún. „Þegar ég hugsa til baka var þetta örlítið klikkað, að vera í fullri vinnu, með lítið barn og í skóla. Svo varð ég ólétt aftur og átti son minn 30. desember, í miðju jólafríi. Ég var kasólétt að klára prófin og svo fæddist strák­ urinn í fríinu. En svo tímdi ég ekki að taka mér frí frá náminu eft­ ir það, þannig að ég mætti aftur í skólann í byrjun janúar, þegar barnið var vikugamalt.“ Erfitt en gefandi Að sögn Unnar er ýmist að sjá og upplifa í hjúkrunargeiran­ um sem bæðir herðir skrápinn og mýkir mann um leið. „Þetta herðir mann á þann veg að mað­ ur lærir að setja upp ákveðinn pókersvip, ef svo má segja. Það er kannski ýmislegt sem maður veit sem sjúklingurinn veit sjálfur ekki enn, þetta getur verið svolítið flókið og allur gangur á þessu,“ segir hún. Unnur starfar í dag á hjúkr­ unarheimili og sinnir mestmegnis næturvöktum. Hún segir það fínt og með því að vera ein á vakt í sinni deild gefist oft tími til að vinna í komandi skrifum, en sá lúxus bauðst henni ekki þegar hún vann á spítalanum. „Þegar ég vann á spítalanum kom til mín fólk frá átján ára aldri upp í hundrað ára og fyrir hverja vakt vissi maður aldrei við hverju mætti búast. Svona starf getur verið afskaplega erfitt en ég fæ mjög mikið til baka líka.“ n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is M Y N D : E Y Þ Ó R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.