Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 45
PRESSAN 451. nóvember 2019 Smartúr í miklu úrvali Verð frá 5.900 kr. Strandgötu 37 - 220 Hafnarfirði - S. 565 4040 Þ að er líklega mörgum í fersku minni hvernig áhrif Rússar höfðu á forseta­ kosningar í Bandaríkj­ unum árið 2016. Nú segja sér­ fræðingar að Rússland sé ekki eina landið sem þarf að hafa áhyggjur af í aðdraganda forsetakosning­ anna vestan hafs á næsta ári. Bandarísk stjórnvöld hafa nú þegar gefið út aðvörun um hvaða erlendu öfl muni reyna að af­ vegaleiða umræðuna í kapphlaup­ inu um forsetastólinn. Áhyggjur stjórnvalda beinast ekki aðeins að því að tölvuþrjótar nái að brjótast inn í stafrænar kosningaherferðir heldur að falsfréttum og röngum upplýsingum verði dreift um netið og að átt verði við kosningakerf­ ið til að hagræða úrslitum. Þá eru afskipti erlendra afla einnig talin geta krafið undir trausti Banda­ ríkjamanna á kosningakerfið og þar með dregið verulega úr kjör­ sókn. „Því miður er þetta ekki bara Rússland lengur. Kína, Íran og nokkur önnur lönd kynntu sér það sem Rússarnir gerðu árið 2016,“ segir James Lewis, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Center for Strategic and International Stud­ ies, í Washington í Bandaríkjunum í samtali við The Guardian. Þetta kemur í kjölfarið á fréttum um að Rússar, Kínverjar og Íranir hafi nú þegar skipt sér af kosninga­ herferðinni og að sérstakri hættu stafi frá Peking, höfuðborg Kína. Tölvufyrirtækið Microsoft gaf það einnig nýverið út að auglýsinga­ heferðir forsetaframbjóðenda, meðlimir stjórnvalda, blaðamenn og íranskir innflytjendur hefðu ver­ ið skotmark íranskra tölvuþrjóta. Ala á sundrung Í grein The Guardian kemur einnig fram að það þurfi ekki að vera að árás á kosningabarátt­ una á næsta ári verði eins og árás Rússa árið 2016 þegar upplýsing­ um var deilt til WikiLeaks til að hjálpa Donald Trump að vinna sigur á Hillary Clinton. Líklegra er að um verði að ræða herferðir á samfélagsmiðlum, svipaðar þeim sem Rússar héldu úti árið 2016 og skiptu Bandaríkjamönnum í tvær fylkingar með umræðuefn­ um eins og kynþætti og trú. Face­ book tilkynnti nýverið að fjórum netum falsaðganga í Rússlandi og Íran hefði verið lokað vegna þess að þessi net ætluðu að eiga við kosningar í Bandaríkjunum, Norður­Afríku og Suður­ og Mið­ Ameríku. Nýlegt minnisblað frá alríkislögreglu Bandaríkjanna og heimavarnarliði landsins varar við því að Rússar gætu notað sam­ félagsmiðla til að ala á sundrung eða hakkað sig inn á kosninga­ síður á netinu til að dreifa röng­ um upplýsingum um framkvæmd kosninga. Ekki vanmeta Kína Innan dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa vaknað þær áhyggjur af Kínverjar ætli að beita sér á sama hátt og Rússar. Forsvarsmenn Twitter hafa eytt rúmlega tvö hundruð þúsund reikningum sem taldir voru hluti af herferð yfirvalda í Kína til að hafa áhrif á mótmælin í Hong Kong. „Ekki láta ykkur skjátlast, Kín­ verjar sækja hart að því að grípa til aðgerða til að hafa áhrif á um­ heiminn,“ segir Nikki Floris hjá bandarísku alríkislögreglunni. „Þannig að þegar við göngum inn í 2020 munum við horfa stíft á Kína, þótt Rússland hafi svo sannarlega verið ógn árið 2016 og líka árið 2018. Við munum því einnig fylgjast með Rússum.“ n Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Apað eftir Rússagrýlunni Óttast að Kínverjar og Íranir reyni að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári Verður bellibrögðum beitt? Nær Donald Trump endurkjöri? Mikil ógn Ekkert lát er á alvarlegum netglæpum í heiminum. „Ekki láta ykkur skjátlast, Kín- verjar sækja hart að því að grípa til að- gerða til að hafa áhrif á umheiminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.