Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 39
Gæði 01. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir/ kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Jólahlaðborðið hjá Kolabrautinni verður sífellt vinsælla með hverju árinu sem líður. „Á hverju ári höfum við verið að bæta hlaðborðið og lagt síaukinn metnað í að allir fái matarupplifun við sitt hæfi. Árið í ár verður engin undantekning,“ segja Guðni Hrafn Grétarsson og Laufar Sigurður Ómarsson hjá Kolabrautinni. Gómsætur jólamatur „Grafinn lax, tvíreykt sauðarlæri, jóla-sashimi, purusteik og svo margt fleira. Einnig verður úrval af réttum fyrir grænkera svo sem hnetusteik, saltbökuð rauðrófa, falafel-bollur og fleira.“ Þessi girnilega upptalning er bara toppurinn á ísjakanum og er víst að borðið hjá Kolabrautinni verður hlaðið ýmsum lystisemdum sem gaman er að smakka í aðdraganda jólanna. Jólahlaðborð og villibráðarhlaðborð Jólahlaðborðið byrjar þann 14. nóvember og lýkur þann 23. desember. „Einnig verðum við með glæsilegt villibráðarhlaðborð fyrstu tvær helgarnar í nóvember. Það er um að gera að bóka sem fyrst þar sem nú þegar eru nokkrir dagar orðnir fullbókaðir í hlaðborðin hjá okkur.“ Gullfallegt útsýni Kolabrautin er staðsett á efstu hæð í tónlistarhúsinu Hörpu og er þar af leiðandi með eitt besta útsýnið í bænum. „Staðurinn hentar sérlega vel fyrir stóra sem smáa hópa. Einnig hefur það færst í aukana hjá okkur að vera með móttöku fyrir hópa og fyrirtæki fyrir framan barinn hjá okkur á fjórðu hæðinni, þar sem boðið er upp á skemmtilegan og fjölbreyttan jólapinnamat fyrir jólaviðburði. Þá er sama jólahlaðborð í boði fyrir hópa og fyrirtæki í veitingasölum Hörpu. Fyrirspurnir um jólahlaðborð fyrir hópa og fyrirtæki má senda á catering@khveitingar.is.“ Fjöldi skemmtilegra viðburða er í boði í Hörpu svo sem sinfóníutónleikar, ópera og jólatónleikar. „Við munum að sjálfsögðu vera með tilboð fyrir tónleika- og viðburðargesti Hörpunnar sem ætla að gera sér glaðan dag í Hörpu um jólin.“ Borðapantanir fara í gegnum vefsíðu Kolabrautarinnar: kolabrautin.is, í síma 519-9700 eða í vefpósti: info@ kolabrautin.is Fyrirspurnir um jólahlaðborð fyrir hópa og fyrirtæki berist til catering@ khveitingar.is Kolabrautin er staðsett á 4. hæð í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. KOLABRAUTIN: Eitt glæsilegasta jólahlaðborð landsins með gullfallegt útsýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.