Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Síða 39
Gæði 01. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir/ kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Jólahlaðborðið hjá Kolabrautinni verður sífellt vinsælla með hverju árinu sem líður. „Á hverju ári höfum við verið að bæta hlaðborðið og lagt síaukinn metnað í að allir fái matarupplifun við sitt hæfi. Árið í ár verður engin undantekning,“ segja Guðni Hrafn Grétarsson og Laufar Sigurður Ómarsson hjá Kolabrautinni. Gómsætur jólamatur „Grafinn lax, tvíreykt sauðarlæri, jóla-sashimi, purusteik og svo margt fleira. Einnig verður úrval af réttum fyrir grænkera svo sem hnetusteik, saltbökuð rauðrófa, falafel-bollur og fleira.“ Þessi girnilega upptalning er bara toppurinn á ísjakanum og er víst að borðið hjá Kolabrautinni verður hlaðið ýmsum lystisemdum sem gaman er að smakka í aðdraganda jólanna. Jólahlaðborð og villibráðarhlaðborð Jólahlaðborðið byrjar þann 14. nóvember og lýkur þann 23. desember. „Einnig verðum við með glæsilegt villibráðarhlaðborð fyrstu tvær helgarnar í nóvember. Það er um að gera að bóka sem fyrst þar sem nú þegar eru nokkrir dagar orðnir fullbókaðir í hlaðborðin hjá okkur.“ Gullfallegt útsýni Kolabrautin er staðsett á efstu hæð í tónlistarhúsinu Hörpu og er þar af leiðandi með eitt besta útsýnið í bænum. „Staðurinn hentar sérlega vel fyrir stóra sem smáa hópa. Einnig hefur það færst í aukana hjá okkur að vera með móttöku fyrir hópa og fyrirtæki fyrir framan barinn hjá okkur á fjórðu hæðinni, þar sem boðið er upp á skemmtilegan og fjölbreyttan jólapinnamat fyrir jólaviðburði. Þá er sama jólahlaðborð í boði fyrir hópa og fyrirtæki í veitingasölum Hörpu. Fyrirspurnir um jólahlaðborð fyrir hópa og fyrirtæki má senda á catering@khveitingar.is.“ Fjöldi skemmtilegra viðburða er í boði í Hörpu svo sem sinfóníutónleikar, ópera og jólatónleikar. „Við munum að sjálfsögðu vera með tilboð fyrir tónleika- og viðburðargesti Hörpunnar sem ætla að gera sér glaðan dag í Hörpu um jólin.“ Borðapantanir fara í gegnum vefsíðu Kolabrautarinnar: kolabrautin.is, í síma 519-9700 eða í vefpósti: info@ kolabrautin.is Fyrirspurnir um jólahlaðborð fyrir hópa og fyrirtæki berist til catering@ khveitingar.is Kolabrautin er staðsett á 4. hæð í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. KOLABRAUTIN: Eitt glæsilegasta jólahlaðborð landsins með gullfallegt útsýni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.