Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 58
58 1. nóvember 2019STJÖRNUSPÁ
D
onna Cruz er svo sannar-
lega á uppleið, en hún hef-
ur hlotið einróma lof gagn-
rýnenda fyrir leik sinn í
kvikmyndinni Agnes Joy. DV ákvað
því að lesa í tarotspil þessarar ungu
og efnilegu leikkonu, en lesendum
er bent á að þeir geta sjálfir dregið
sér tarotspil á vef DV.
Bless erfiðleikar
Fyrsta spilið sem kemur upp er
Hamingjuhjólið. Það táknar mikið
hamingjutímabil framundan hjá
Donnu og munu tækifæri í fram-
tíðinni koma henni ánægjulega
á óvart og færa henni betri tíma.
Heppnin eltir Donnu og ham-
ingjuhjólið snýst henni í hag. Hún
getur kvatt alla erfiðleika, hvort
sem þeir eru andlegir eða fjár-
hagslegir. Hún er heil í gegn hún
Donna og upplifir almenna vellíð-
an. Þessi hamingja styrkir hana
og þá sem skipta hana máli. Nú
þarf hún að leyfa góðum hlutum
að bera ríkulegan ávöxt. Næstu
skref sem Donna stígur verða þak-
in hamingjudropum og mun hún
taka sér göfug verkefni fyrir hend-
ur.
Skapar sína eigin framtíð
Næst eru það 7 sverð sem tákn-
ar að vitsmunir Donnu eru meiri
en hún gerir sér grein fyrir. Öfl-
ugar hindranir eru yfirstíganlegar
á sama tíma og Donna er fær um
að koma í veg fyrir hvers kyns
vandræði. Framhald velgengni
Agnesar Joy verður sniðið að
þörfum Donnu ef hún leggur sig
fram við að skapa sína eigin fram-
tíð. Donna þarf að standa fast á
sínu og þekkingu sinni á sjálf-
inu. Þannig getur hún fært sér í
nyt nánast allt sem á vegi henn-
ar verður.
Barn eða brúðkaup
Loks eru það 3 bikarar. Fjöl-
skyldulíf Donnu er í blóma og
hún myndar rík vináttubönd við
gott fólk. Í spilunum felst merki
um einhvers konar vöxt, nýtt ást-
arsamband eða barnsburð – jafn-
vel stóra hamingjustund eins og
brúðkaup. Mikill fögnuður birt-
ist þar sem Donna er gerandi og
upplifir sterkar tilfinningar sem
tengjast gleði og ómældri ást.
Hamingjubikar ýtir undir vellíð-
an og framtíðin mun leiða Donnu
áfram þar sem heilindi og jákvæð
samskipti munu eiga sér stað. n
stjörnurnar
Spáð í
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 3.–9. nóvember
Þú ert að spá mikið í einhverja langtíma-
fjárfestingu og í þessari viku tekurðu
loksins ákvörðun um hvort eigi að
hrökkva eða stökkva. Ef þú ert undir það
búin/n að leggja mikið á þig og skera
útgjöld við nögl næstu mánuði, jafnvel
ár, þá getur þessi fjárfesting orðið afar
gjöful. Þú skalt hins vegar ekki stökkva ef
þú ert ekki tilbúin/n að færa miklar fórnir
á leiðinni að takmarkinu.
Þú upplifir köfnunartilfinningu í
sambandi sem þú ert í. Þetta gæti verið
ástarsamband sem er nýtt af nálinni
eða samband við vin eða kunningja. Þú
upplifir að þú hafir gefið og gefið og gefið
af þér en fengið lítið sem ekkert til baka.
Ekki kasta þessu sambandi á glæ alveg
strax heldur reyndu að miðla málum og
koma hreint fram.
Ekki lofa þér í of mikið þessa dagana.
Kíktu frekar yfir verkefni vikunnar og
athugaðu hvort þú hefur tíma. Það er ein-
hver uppreisnarseggur í þér og þig langar
að brjóta allar reglurnar. Gerðu það hins
vegar á skynsamlegan og heilbrigðan
hátt. Eyddu peningi í þig sjálfa/n og í
eitthvað sem lætur þér líða vel í líkama
og sál.
Krabbinn þarf meira en yfirborðshjal til
að vera hamingjusamur. Krabbinn þarf
áskoranir, ný verkefni og djúpa tengingu
við fólk. Þú stendur þig allt í einu að því
að sætta þig við það sem er á yfirborðinu
og það líkar þér ekki. Því heldur þú nú
á vegferð til að leita að því sem leynist
undir yfirborðinu í þínum nánu sambönd-
um og þetta er spennandi ferðalag.
Þú leggur mikið upp úr því þessa dagana
að finna jafnvægi á milli vinnu og heimilis
og það gengur vægast sagt illa. Það er
of mikið að gera hjá þér í vinnunni og
annríkið heima fyrir ber þig stundum
ofurliði. Því spáir þú mikið í það þessa vik-
una hvort þú getir sagt upp vinnunni og
unnið sjálfstætt. Það gæti verið eitthvað
fyrir þig, ef þú nærð að temja þér öguð
vinnubrögð.
Þú ert í mikilli leit að tilgangi þínum í
þessu lífi um þessar mundir. Hvað þýðir
hitt og hvað þýðir þetta? Þú bara nærð
ekki að finna út úr því og það veldur þér
hugarangri. Þú þarft að finna eitthvað
sem kveikir í þér lífsneista og það gæti
verið jafn einfalt og að lesa bók eða skrá
þig á námskeið til að opna skilningsvitin
upp fyrir nýrri upplifun.
Þú ert í bullandi uppsveiflu þessa dagana
og sjarminn drýpur af þér. Sjálfstætt
starfandi vogir ættu að fara í grófan
niðurskurð og henda út öllum kúnnum
sem valda meiri ama en ánægju. Þú
finnur fyrir nýjum neista í vinnu ef þú ert
á vinnustað og dembir þér ofan í nýtt
verkefni sem gefur þér mikla lífsfyllingu.
Það er manneskja í þínu lífi sem þú hefur
mikið litið upp til en allt í einu veldur hún
þér miklum vonbrigðum. Svo miklum að
þú nærð ekki að horfa framhjá því. Þú
þarft að komast í burtu og skipuleggur
ferð til að hreinsa hugann og hjartað af
alls kyns leiðindum sem hafa plagað þig
síðustu vikur.
Þú rekur þig á marga veggi í vinnunni
og veist ekki nákvæmlega hvernig þú
átt að brjóta þá niður. Getur verið að þú
sért á bandvitlausum stað í lífinu eða er
þetta tímabundið ástand? Þetta þarft
þú að spá í og horfa einnig gagnrýnin/n
á þig sjálfa/n. Hugsanlega gæti kröftum
þínum verið betur varið annars staðar.
Það er mikill leikur í þér í þessari viku og
það er einhver manneskja sem heillar þig
mjög á rómantíska sviðinu. Heillar þig á
hátt sem þú hefur ekki upplifað áður. Þú
skalt samt varast að fara út fyrir boxið
og þinn eigin karakter og fremur taka
upplýsta ákvörðun um hvort þú vilt gera
eitthvað meira með þessar tilfinningar
eða láta þær líða hjá.
Þú þarft að taka á honum stóra þínum
í vinnunni og vinna að settu markmiði
í hópi, eitthvað sem reynist þér ávallt
mjög erfitt. En markmiðið er göfugt og
þessi hópvinna mun gefa svo margt af
sér, meira en þig hefði nokkurn tímann
grunað. Bíddu bara, þinn tími í metorða-
stiganum mun koma.
Það er mjög mikilvægt fyrir þig að segja
meiningu þína og ekki halda aftur af þér.
Vinnufélagi eða náinn vinur kemur til þín
og biður um ráðleggingar. Segðu þessari
manneskju sannleikann. Vissulega getur
sannleikurinn verið sár en til að virkilega
hjálpa þessari manneskju í neyð þarftu
að vera fullkomlega hreinskilin/n.
Hrútur - 21. mars–19. apríl
Afmælisbörn vikunnar
n 3. nóvember Líneik Anna Sævarsdóttir stjórnmálakona, 55 ára
n 4. nóvember Einar Ben athafnamaður, 37 ára
n 5. nóvember Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir mæjónesdrottning, 41 árs
n 6. nóvember Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, 40 ára
n 7. nóvember Ásgrímur Már Friðriksson tískugúrú, 37 ára
n 8. nóvember Toshiki Toma prestur, 61 árs
n 9. nóvember Hörður J. Oddfríðarson, fyrrverandi formaður Sundsambands Íslands, 55 ára
Lesið í tarot Donnu Cruz
Þórunn og Harry selja slotið –
Svona eiga þau saman
Þórunn Ívars
Fædd 4. septem-
ber 1989
Meyja
n trygg
n góðhjörtuð
n vinnusöm
n hagsýn
n feimin
n of gagnrýnin
Harry
Fæddur: 10. des-
ember 1980
Bogmaður
n örlátur
n góð kímnigáfa
n heiðvirður
n ævintýragjarn
n óþolinmóður
n lofar upp í ermina
á sér
Á
hrifavaldurinn Þórunn
Sigurborg Ívarsdóttir og
eiginmaður hennar, Harry
Sampsted, settu nýverið
íbúð sína á Holtsvegi í Garðabæ
á sölu. Það eru því mikil tíma-
mót í lífi þeirra og álagstími í
vændum. Því fannst DV tilval-
ið að lesa í stjörnumerkin og sjá
hvernig þau Þórunn og Harry
eiga saman.
Þórunn er meyja en Harry er
bogmaður. Þegar þessi tvö merki
koma saman í ástarsambandi
verður sambandið afskaplega
heilsteypt og sterkt. Bogmaður-
inn elskar að kanna nýjar slóð-
ir og vera meðal fólks og meyjan
hefur unun af því að greina allar
uppgötvanir bogmannsins í ör-
eindir. Bæði merkin hafa gaman
af því að tala saman um allt milli
himins og jarðar og þó að meyj-
an fari oft fram á að bogmaður-
inn sé jafn mikill fullkomnunar-
sinni og hún sjálf þá læra þau að
meta kosti og galla hvort annars
með tímanum.
Oft getur verið erfitt fyrir
bogmanninn að sætta sig við
raunsæi meyjunnar og meyjan
á stundum í mestu vandræðum
með að halda í við orkuna sem
flæðir innra með bogmannin-
um. Þau vega hins vegar hvort
annað upp. Meyjan býður
bogmanninum upp á öryggi
og traustan grunn til að láta
drauma sína rætast á meðan
bogmaðurinn kryddar sam-
bandið með nýjum ævintýrum.
Það má í raun segja að meyj-
an elski að fara ofan í hvert
einasta smáatriði á meðan
bogmaðurinn sér frekar heildar-
myndina. Þannig eiga þau vel
saman, þessar andstæður, og
ná að velta upp öllum hliðun-
um á teningnum. Ástin er
sterk og hrein og litlir
árekstrar ná ekki að
skemma þá djúpu
tengingu sem
bogmaðurinn og
meyjan mynda. n
Næstu skref umlukin hamingju