Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 1. nóvember 2019 n Ein óvenjulegasta svarta gamanmynd allra tíma fagnar stórafmæli n Árás í útilegu vakti innblástur Þ rátt fyrir að fyrsta regla Slagsmála- klúbbsins sé sú að það megi ekkert ræða hann, er nærri ómögulegt að ræða ekki kvikmynd sem víða er talin ein sú áhrifamesta frá seinni hluta tíunda áratugarins. Sótsvarta kómedían Fight Club, frá hinum virta leikstjóra David Fincher, var frumsýnd á Íslandi þann 5. nóvember 1999 og fagnar því stórafmæli. Þá er vissulega til- efni til þess að þverbrjóta kjarnareglu klúbbs- ins sem hefur lengi brunnið á vörum fólks. Fight Club skartar þeim Edward Norton, Brad Pitt og Helenu Bonham-Carter. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Chuck Palahniuk og segir sagan í grunninn frá skrif- stofublók sem er komin í algjört þrot í lífsstíl sínum sem einkennist af hugsunarlausri og hömlulausri þátttöku í neysluþjóðfélaginu. Dag einn tekst honum að brjótast út úr þessu kæfandi lífsmynstri með aðstoð sápusölu- mannsins dularfulla, Tylders Durden. Saman stofna þeir slagsmálaklúbb þar sem menn komast í snertingu við sinn innri mann með því að berja hver annan í kartöflustöppu. Smám saman spretta fleiri slíkir klúbbar upp og fljótlega eru þeir orðnir aðalmennirnir í eins konar hryðjuverkasamtökum sem herja á lífshætti nútímamannsins. Rassinn bestur Myndin hlaut dræma aðsókn og voru gagn- rýnendur annaðhvort á því að hér væri um að ræða meistaraverk eða hrokafulla þvælu. Til langs tíma litið er „költ“-staða myndar- innar ótvíræð og eru fáar myndir frá leik- stjóranum Fincher sem hefur verið jafn oft vitnað í. Íslenskir gagnrýnendur höfðu óhikað skiptar skoðanir. Við útgáfu myndarinnar skrifaði Hilmar Karlsson í DV að lítið væri gert til að réttlæta allt ofbeldið sem myndin sýnir hömlulaust. „Það er eins og Fincher hafi ætlað að fara út á ystu nöf og hrapað. Í raun má skipta Fight Club upp í þrjá leik- þætti þar sem fyrsti þátturinn er frábær, ann- ar þáttur slæmur og þriðji þátturinn og sá stysti, endirinn, er góður,“ segir í dómi Hilm- ars. Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður var heldur ekki jákvæður í garð myndar- innar þegar hann fjallaði um hana í þættin- um Ísland í bítið. Fáir voru jákvæðari í garð myndarinnar en bíórýnir sjónvarpsþáttarins Með hausverk um helgar, en hann gaf henni fullt hús stiga. Hildur Loftsdóttir hjá Morgunblaðinu var einnig hæstánægð með myndina og sagði hana vera á meðal þeirra betri sem komu út árið 1999. „Fight Club er sérlega áhugaverð og skemmtilega úthugsuð mynd, flott tekin og töff. Ed Norton er besti leikari í heiminum og rassinn á Brad Pitt er líka bestur.“ Karlpungar í krísu Við fyrstu sýn má gera ráð fyrir því að Fight Club sé hin dæmigerða „testósterónmynd,“ sem málar upp tilefnislaus slagsmál og stjórnleysi í jákvæðu ljósi. Frekar mætti segja að myndin væri ádeila á svokallaða eitraða karlmennsku, hjarðarhegðun, kapítalisma og neysluhyggju. Sagan skoðar fyrst og fremst krísu nútíma karlmannsins í póst-módernísku samfé- lagi. Meðlimir klúbbsins sjá það sem lausn á stöðnun sinni að umgangast aðra karlmenn í sambærilegri tilvistarkreppu og gera ofbeldi að eins konar íþrótt, sem þeir upplifa sem leið til að endurheimta glataða karlmennsku sína. Það er ekki fyrr en að klúbburinn þróast hægt og bítandi í borgaralegan hryðjuverka- hóp að endurheimt karlmennskunnar verð- ur að voðaverki. Við upphaf sögunnar leitar aðalpersón- an sér huggunar í margs konar stuðnings- hópum þar sem hún grætur. Staðalímynd karlmannsins hefur yfirleitt falið það í sér að skömm fylgi því að gráta, en innan veggja stuðningshópanna fær sögumaðurinn að sýna hvað í honum býr. Söguhetjan finnur sig hins vegar ekki fyrr en í slagsmálaklúbbnum, sem hefur bækistöðvar í dimmum kjallara, þar sem dýrið í karlmanninum býr og getur fengið útrás. Markmið hryðjuverkanna hjá klúbbnum snýst ofar öllu um byltingu gegn neyslu- samfélaginu. Tyler Durden finnur fljótlega sinn sess sem spekingur og lærifaðir týndu karlmannanna og hyggst losa þá úr fjötrum eigna sinna, enda eru flestir karlmenn að hans mati orðnir þrælar merkimiða. Durden bendir þessum mönnum eftirminnilega á þá staðreynd að þeir séu ekki flotti bílinn sem þeir aka á, innistæðan í bankanum, íbúðin sem þeir eiga eða fínu jakkafötin. n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Slegist um karlmennskuna n Palahniuk, höfundur bókarinnar, fékk hugmyndina að sögunni eftir að var ráðist á hann í útilegu. n Framleiðendur vildu fá Russell Crowe í hlutverk Tylers Durden áður en Brad Pitt gekk frá samningnum. n Eins og glöggir aðdáendur vita, er persóna Edwards Norton aldrei nefnd á nafn, en ýmsar getgátur eru dreifðar um alla söguna. n Brad Pitt og Helena Bonham-Carter eyddu þremur dögum í að taka upp kynlífshljóð og ánægjustunur fyrir ástarsenur sem aldrei sjást í mynd. n Í myndinni sjást þeir Pitt og Norton slá golfkúlur með kylfum fyrir utan húsið þeirra og áttu báðir að vera ölvaðir. Þetta krafðist víst ekki mikilla leikhæfileika í ljósi þess að báðir leikarar voru blindfullir þegar upptökur senunnar fóru fram. n Marla Singer reykir svo oft í myndinni að leikkonan fékk bronkítis meðan á tökum stóð, en hún notaðist við alvöru sígarettur í hverri töku. n Bæði Norton og Pitt er meinilla við Volkswagen-bjöllur og kröfðust þeir þess að ein bifreiðin sem þeir berja í með hafnaboltakylfum væri einmitt slík bifreið. Þeim var afar skemmt. n Gervibrjóst söngvarans Meat Loaf í myndinni eru uppfull af fuglafræjum í raun. n Báðir aðalleikarar myndarinnar lærðu að búa til sápu við gerð hennar. n Brad Pitt mælti harðlega gegn því að foreldrar hans sæju myndina. 10 sturlaðar staðreyndir um myndina sem ekki má ræða – en við gerum samt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.