Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 12
12 1. nóvember 2019FRÉTTIR SENDI ÚR AÐ OFAN OG SVEIK ÚT ÚR AÐ NEÐAN n Íslendingur grunaður um alþjóðleg fjársvik n Sveik út fokdýr armbandsúr n Að minnsta kosti 13 fórnalömb á þremur árum S amfélag áhugamanna um armbandsúr á netinu kom upp um íslenskan svikahrapp. Sá er grunaður um að hafa svikið á aðra milljón út úr grandalausum einstaklingum með ástríðu fyrir úrum. Sviðin jörð „Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að halda því fram að ég hafi óvefengjanleg sönnunargögn fyrir því hver gerandinn í þessum brotum er. Það eru þung spor að deila nafni hans hér og ég geri mér grein fyrir þeim álitshnekki sem hann getur orðið fyrir í kjölfarið. Hins vegar vegna þeirra sterku tenginga og gagna sem ég hef safnað og geri grein fyrir hér, og sönnunargagna um ítrekuð svik í gegnum árin, þá finnst mér mikilvægt að deila þessu með samfélaginu til að koma í veg fyrir að aðrir lendi í svikum.“ Þetta segir í færslu sem Ástrali nokkur, sem ekki vill láta nafns síns getið, deildi á vefsvæðum áhugamanna um armbandsúr fyrir skömmu. Með færslunni vildi hann koma upp um íslenskan svikahrapp sem hafði skilið eftir sig sviðna jörð víða um heiminn. Dabbispade Ástralinn, sem hér eftir verður nefndur Róbert, segir í samtali við blaðamann að hann hafi um árabil átt í farsælum og jákvæðum viðskiptum við aðra áhugamenn um armbandsúr á veraldarvefnum. Hann gerir sér grein fyrir að slíkum viðskiptum fylgi viss áhætta en hann átti aldrei von á því að verða svikinn með þeim hætti sem hér átti sér stað. Úrið sem Róbert átti að fá sent (til vinstri) og úrið sem hann fékk sent (til hægri) „Einstaklingur með notendanafnið „dabbispade“ hafði samband við mig í gegnum vefsíðu fyrir safnara armbandsúra. Hann fylgdi skilaboðunum eftir með tölvupósti og stakk upp á skiptum; hann léti mig hafa Omega Speedmaster-úr og fengi í staðinn IWC-spariúr frá mér.“ Verðmæti úranna var svipað og því greiddi hvorugur aðilinn umframkostnað. Báðir sendu sönnun þess að þeir hefðu umrædd úr í fórum sínum og svo sönnun þess að úr hefði verið sent með póstinum til viðtakanda. Róbert fékk þó ekki það úr sem honum hafði verið lofað, heldur annað verðlaust og ónýtt. „Úrið sem ég sendi frá mér var nýlega metið á 170 þúsund krónur,“ sagði Róbert í samtali við blaðamann. Þegar Róbert fékk verðlausa úrið í hendurnar gerði hann sér grein fyrir því að hann hefði verið blekktur. Hann fór að spyrjast fyrir um málið og kannaði hvort aðrir hefðu lent í slíkum svikum. Svörin létu ekki á sér standa og innan skamms hafði Róbert frétt af að minnsta kosti þrettán einstaklingum sem allir höfðu lent í svikara frá Íslandi. Aðferð íslenska svikarans var áþekk í öllum tilvikum. Hann stofnaði nýjan notanda inni á vefsvæðum áhugamanna um armbandsúr. Þar birti hann nokkrar ómerkilegar færslur til að ekki liti strax út fyrir að annarlegar hvatir lægju að baki notandanafninu. Síðan átti hann frumkvæði að samskiptum við einstaklinga sem höfðu úr til sölu eða vildu skipta og upphófst þá blekkingin. Í allavega tveimur tilfellum sendi svikarinn sannanlega pakka frá sér sem skilaði sér alla leið til viðtakanda. Var þó ekki um umsamið innihald pakkans að ræða heldur ónýt verðlaus úr. Róbert hafði enn fremur samband við þá sem standa að baki vefsvæðum áhugamanna um úr og fékk þaðan staðfest að öll notandanöfnin kæmu frá sömu IP-tölunni á Íslandi. Saklausum frændi svikarans blandað í málið Þá brá Róbert á það ráð að taka saman allar upplýsingar sem hann hafði aflað sér um svikarann og deila þeim ásamt fullu nafni glæpamannsins á áðurnefndum vefsvæðum. Það var þá sem hjólin fóru að snúast. Svikarinn var fljótur að setja sig í samband við Róbert. Nafnið sem Róbert hafði grafið upp kom frá PayPal-reikningi sem hafði verið notaður við ein svikin. Svikarinn vildi fyrir alla muni fá það nafn tekið út af síðunni, hann hefði fengið lánaðan PayPal- reikning frá frænda sínum sem væri saklaus í málinu. Hefði frændi hans þegar orðið fyrir nokkru ónæði vegna málsins, yfirheyrður af lögreglu og steini hefði verið kastað í gegnum rúðu heima hjá ömmu hans. Lofaði hann að láta af svikastarfseminni og skila síðustu tveimur úrunum sem hann hafði svikið út. „Ég vona að þú takir út upplýsingarnar núna. Ég er að hafa samband við fólk til að bæta ráð mitt. Hvorki þú né aðrir munuð nokkurn tímann sjá mig aftur á þessum síðum,“ segir í tölvupósti frá svikaranum sem blaðamaður hefur fengið að sjá. Úrunum tveimur var vissulega skilað, en eftir sem áður eru mörg fórnarlömb svikarans sem enn sitja eftir með sárt ennið. Minnst 13 fórnarlömb Málið er nú rannsakað af lögreglu og samkvæmt heimildum DV hafa svikarinn og frændi hans verið yfirheyrðir vegna málsins. Róbert telur að þó hann viti aðeins um þrettán fórnarlömb sem stendur þá séu þau líklega mun fleiri, jafnvel heilu tugirnir til viðbótar. Að minnsta kosti tveir hafa verið í sambandi við lögregluna á Íslandi vegna málsins, en einnig yfirvöld í Ástralíu og Kanada. Fórnarlömb eru staðsett víðs vegar um heiminn, í Portúgal, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu, svo fáein lönd séu nefnd. „Nafnleysi á vefnum getur skapað kjöraðstæður fyrir svik- ara og þjófa, hins vegar getur slíkt hátterni komið manni í koll. Ekki stela frá öðrum. Því miður mun þessi stærðargráða af svikum í viðskiptum með úr, sem stafa frá sama staðnum, Reykjavík, valda því að menn verða hikandi við að skipta við aðra áhugamenn frá Ís- landi,“ segir Róbert. n Erla Dóra erladora@dv.is Mynd sem svikarinn sendi til að sanna á sér deili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.