Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 20
20 1. nóvember 2019FRÉTTIR Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com info@reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 Litrík saga grunaðs skattsvikara n Sakfelldur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, fjársvik, hylmingu og fíkniefnabrot - Umfangsmikill í milljarðaviðskiptum E ngilbert Runólfsson athafnamaður hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Fyrirtaka málsins fór fram í Hér­ aðsdómi Vesturlands á miðviku­ daginn. Engilbert er gert að sök að hafa brotið gegn skattalög­ um, bókhaldslögum og lagt stund á peningaþvætti. Samkvæmt ákæru stóð hann ekki skil á virðis­ aukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018, og nema meint svik tæpum 24 milljónum króna. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Engilbert hefur komist í kast við lögin. Á hann langan og litrík­ an sakaferil að baki sem má rekja allt aftur til áttunda áratug síð­ ustu aldar. Ökuníðingur sem lætur ekki segjast Engilbert hefur ítrekað verið fundinn sekur um brot gegn um­ ferðarlögum. Á árinum 1982– 1996 gerði hann alls fimm sinnum dómsátt vegna slíkra brota, auk hylmingar á þýfi. Eins hafði hon­ um í þrígang verið gerð viðurlög vegna umferðarlagabrota og þar að auki hafði hann hlotið sektar­ dóm fyrir umferðarlagabrot. Á þessu tímabili var Engilbert einnig fundinn sekur um fíkni­ efnalagabrot, brot gegn skot­ vopnalöggjöfinni, hylmingu og skjalafals. Frá árinu 1982 til 1996 gekkst Engilbert undir alls fimm dómsáttir fyrir umferðarlaga­ brot og hylmingu þýfis. Frá 1993–1996 gekkst hann þrívegis undir viðurlagaákvörðun fyrir umferðar lagabrot og hafði auk þess hlotið fimm refsidóma frá árinu 1988. Þetta kemur fram í dómsorði Héraðsdóms Reykja­ víkur frá 1996, en í því máli var Engilbert dæmdur í skil­ orðsbundið fangelsi fyrir fíkni­ efnasmygl. Var það í annað sinn sem Engilbert hlaut dóm fyrir slíkan innflutning, en áður hafði hann hlotið sakfellingu árið 1991 vegna hlutdeildar í fíkni­ efnasmygli. Héraðsdómur leit til sakaferils Engilberts við ákvörðun refs­ ingar og þótti ljóst að þrátt fyrir að hafa ítrekað komist í kast við lögin, hefði Engilbert ekkert lært af reynslunni. „Ákærði Engilbert er fulltíða maður, sem hefur ekki látið af afbrotum þrátt fyrir óskil­ orðsbundinn fangelsisdóm fyrir sams konar afbrot. Telur dómur­ inn þetta bera vitni um styrkan og einbeittan brotavilja hans, og er það virt ákærða til refsihækk­ unar.“ Upp úr aldamótunum fór hag­ ur Engilberts að vænka og varð hann umsvifamikill í viðskipta­ lífinu og fór fyrir fjölda fyrirtækja sem sinntu stórum byggingaver­ kefnum. Hann var þó sakfelld­ ur fyrir umferðarlagabrot, enn aftur, árið 2009 og gert að greiða sekt í ríkissjóð. Í niðurstöðu hér­ aðsdóms kom fram að innan við tveimur vikum áður en dómur þessi féll hafði Engilberg gengist undir dómsátt vegna umferðar­ lagabrots þar sem honum var gert að greiða tæpar 200 þúsund krónur í sekt og missti hann bíl­ prófið í eitt ár. Hvað varð um Valgeir Víðisson? Þann 19. júní 1994 hvarf maður að nafni Valgeir Víðisson, að því er virðist sporlaust. Hefur ekkert spurst til hans síðan. Valgeir þessi glímdi við fíkn og hafði átt í útistöðum við hættulega menn í undirheimum Reykjavíkur. Skömmu eftir hvarfið höfðu fjöl­ miðlar eftir kunningjum Valgeirs að hann hefði skuldað hættu­ legum mönnum töluverðar fjár­ hæðir og virtust flestir á sama máli um að fíkniefnaviðskipti hefðu átt sinn þátt í hvarfi hans. Valgeir hafði skilið við íbúð sína líkt og hann hefði áformað að skreppa aðeins frá. Enn var kveikt á sjónvarpi og öll ljós íbúðarinn­ ar kveikt. Faðir hans, Víðir Val­ geirsson, var þess fullviss allt til dauðadags að sonur hans hefði ekki látið sig hverfa, heldur hefði hann verið látinn hverfa. Rannsókn lögreglu miðaði lítið áfram og á árinu 2002 var mál­ ið enn opið og fáar vísbendingar til að fylgja eftir. Þá gáfu sig fram nokkur vitni við lögreglu sem greindu frá því að menn að nafni Ársæll Snorrason og Engilbert Runólfsson, hefðu myrt Valgeir vegna fíkniefnaskulda. Bar frá­ sögn vitnanna að mörgu leyti saman. Engilbert og Ársæll áttu að hafa farið á fund við Valgeir í þeim til­ gangi að neyða hann til að gera upp skuldir. Hafi Ársæll gengið of hart fram og Valgeir dáið. Árásin á að hafa átt sér stað í bílakjallara hjá húsi því sem Engilbert bjó í á þeim tíma. Í kjölfarið, sögðu vitn­ in, hafi Engilbert og Ársæll komið líki Valgeirs fyrir í farangursrými Chevrolet Caprice­bifreiðar þar sem þeir geymdu líkið áður en þeir losuðu sig við það skammt frá Vík í Mýrdal. Lögregla hafði upp á öðru vitni, starfsmanni bifreiðaverk­ stæðis, sem kannaðist við að Engilbert og Ársæll hefðu kom­ ið með Chevrolet­bifreiðina til hans og beðið um að henni yrði fargað. Minnti starfsmanninn að áklæði í farangursrými hefði ver­ ið rifið af og járnið þar bert. Þótti starfsmanninum undarlegt að mennirnir óskuðu eftir því að bif­ reið, sem virtist í fínu lagi, yrði fargað. Kvað hann Engilbert og Ársæl hafa gefið þá skýringu að bifreiðin væri að ryðga og þeir vildu bara losna við hana. Bíllinn var í eigu Ársæls sem undirritaði afsal sem seljandi, en Engilbert ritaði nafn sitt á skjalið sem vit­ undarvottur. Það tók starfsmann­ inn nokkra daga að taka vélina úr bifreiðinni og farga og minnti hann við yfirheyrslu að á þeim tíma hafi komið til hans maður og rekið á eftir förguninni. Engilbert og Ársæll voru úr­ skurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins á grundvelli rann­ sóknarhagsmuna. Sönnunar­ gögn þóttu þó ekki næg til að Erla Dóra erladora@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.