Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2019, Blaðsíða 22
22 1. nóvember 2019FRÉTTIR Þ ann 2. október síðastliðinn áttaði Rebekka Guðleifs- dóttir sig á því að launin sem hún fékk útborguð fyrir fullt starf á leikskóla væru rétt rúmlega 50 þúsund krónum hærri en bætur sem hún fékk á meðan hún sótti prógramm hjá Virk. Rebekka er lærður myndlistar- maður og ljósmyndari og sótti um starf á leikskóla, sem hún hugsaði sem tímabundna lausn. „Ég hef unnið á leikskóla áður og sótti um þetta vegna þess að ég vinn vel með börnum og þau kunna að meta mig, einhverra hluta vegna,“ segir hún í samtali við DV. Frásögn Rebekku er ekkert einsdæmi. Hún tjáði sig stutt- lega um málið á Facebook nú á dögunum og segir viðbrögðin hafa verið mun meiri en hún átti von á. „Mér finnst að allir ættu að vita af þessu. Það kom nefni- lega í ljós að fjöldi fólks gerði sér ekki grein fyrir því að launin væru svona rosalega léleg, þó svo að allir viti að þetta sé láglaunastarf.“ Leigir hjá foreldrum, borðar lítið og ferðast ekkert Fyrir fullt starf á leikskólanum fékk Rebekka útborgaðar 270 þúsund krónur. „Það þarf lítið að reikna til að átta sig á að þessi laun eru bara hálfgert prump. Ég er ekki með aðra fyrirvinnu, en ég er svo blessunarlega heppin að eiga for- eldra sem eru að hjálpa mér mjög að koma undir mig fótunum eft- ir nýlegan skilnað þar sem ég stóð uppi með sáralítið. Ég leigi af þeim, mun lægra en ég myndi gera á almennum leigumarkaði. Ég er ekki, sem stendur, að reka bíl. Ég kaupi mér ódýr föt með margra mánaða millibili, skó enn sjaldnar. Ég borða lítið. Eyði sára- litlu í snyrtivörur. Ferðast ekkert. Ef ég stæði bara ein, með ekkert bakland, og leigði á almennum markaði þá myndu þessi laun varla duga til að láta enda ná saman, þrátt fyrir sparsaman lífs- stíl. Og það gerir mig svo reiða, því ég veit að það er alltof margt fólk í þessum sporum. Vinnur þreytandi og krefjandi láglauna- störf, á enga orku afgangs, en þarf að fá sér aðra vinnu með til að skrimta gegnum mánuðinn, ekki síst ef það er með börn á framfær- slu.“ Rebekka segir leikskólastarf- ið vera mjög gefandi, en að sama skapi mjög þreytandi, bæði líkam lega og andlega. „Þetta er einfaldlega ekki vinna sem þú vinnur með annarri vinnu. Það ættu eiginlega allir ráðamenn þjóðarinnar að vera skikkaðir til að vinna mánuð á leikskóla til að raunverulega átta sig á að þetta snýst um svo miklu, miklu meira en að „passa“ börn eða horfa á þau leika sér. Börn- in mynda sterk tengsl við mann, treysta manni og leita til manns, en eru líka með mótþróa og stæla og þrjósku, alveg nákvæm- lega eins og þau eru við foreldra sína. Og allir foreldrar vita hvað það getur verið erfitt að halda ró sinni og jafnvægi þegar eitt eða tvö börn fara í krefjandi skap, það er ekki auðveldara þegar þau eru orðin margfalt fleiri. Leikskólastarfsmenn eru allan daginn að leiðbeina, að- stoða, hugga, klæða, hvetja, setja mörk, þrífa eftir matartíma, snýta, svæfa, skipta um bleyju, stilla til friðar, vera skemmtikraftar og svo margt fleira. Oftar en ekki með bros á vör.“ Stanslaus veikindi Rebekka nefnir einnig veikindin sem fylgja starfi á leikskóla. „Það er oft sagt í hálfgerðu gríni: „Búðu þig undir að verða veikur þegar þú byrjar á leik- skóla.“ Í mínu tilviki þá var ég næstum samfleytt lasin í átta vikur. Ég missti marga vinnudaga, með bullandi samviskubit þótt ég væri augljóslega ekki að leika mér að þessu, annars var ég oft- ast bara drulluslöpp í vinnunni. Allar helgar voru nýttar í það eitt að hvílast. Það liðu kannski tíu veikindalausir dagar, og svo kom ælupest sem ég missti tvo vinnu- daga út af og enn ein helgin fór í að jafna mig. Á sex vikum fór 1/6 hluti af mánaðarlaunum mínum í lækna- og lyfjakostnað, meðal annars þrjá sýklalyfjakúra, tvær ferðir á læknavakt, tíma hjá sér- fræðingi og tölvusneiðmynda- töku til að komast nákvæmlega að hvað væri að hrjá mig,“ seg- ir Rebekka og bætir við að áður en hún hóf störf á leikskólanum í ágúst síðastliðnum hafi hún í mesta lagi fengið kvef tvisvar á ári. Hún segir að knúsin frá börn- unum séu ágætis bónus en þau borga því miður ekki reikninga. „Allir leikskólastarfsmenn eiga einfaldlega miklu betra skilið, enda færi samfélagið á hliðina ef við værum ekki til staðar.“ Rebekka spyr hvers vegna störf leikskólakennara og leikskólaliða séu eins illa metin og raun ber vitni. „Þjóðfélagið færi á hausinn ef engir leikskólastarfsmenn væru til staðar. Og við sem vinnum þessa vinnu vitum nákvæmlega hversu miklu máli við skiptum í lífi barnanna. Þetta er mér gjör- samlega óskiljanlegt.“ n Sundaborg 1 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is BANNER-UP STANDAR Ódýr og einföld leið l að kynna þína vöru. „Knúsin frá börnunum borga ekki reikningana“ n Rebekka segir laun starfsmanna á leikskóla smánarleg n Upplifun hennar ekkert einsdæmi „Það þarf lítið að reikna til að átta sig á að þessi laun eru bara hálfgert prump Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.