Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
15. nóvember 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Aumasta yfirlýsing í heimi
S
ko, við vissum ekkert af
öllu þessu rugli, maður. Við
bara rekum okkar bisness
og þessi dúddi gjörsam
lega eyðilagði allt og kom okkur í
massa klandur. Þannig að við rák
um hann bara. En við vorum samt
fyrst að frétta af þessu rugli núna.“
Sirka svona hefði yfirlýsing frá
Samherja um ásakanir um mútu
þægni, óteljandi leiðir til spill
ingar og nýlenduherraóþverra
skap getað hljómað. Mér finnst
þessi í raun betri. Setur stjarn
fræðilega heimskulega yfirlýsingu
í jafnt vitlaust form og hún í raun
er.
Nánast frá örófi alda hafa ís
lenskir ráðamenn og peninga
mógúlar komist upp með að ljúga,
svíkja, fremja glæpi og pretta. Þeir
hafa beitt lymskulegri aðferð til að
komast undan ábyrgð. Forðast að
tala um málið, líkt og Þorsteinn
Már Baldvinsson gerði þegar
Kveikur innti hann eftir viðbrögð
um fyrir utan höfuðstöðvar Sýnar,
reyna að afvegaleiða umræðuna
með dyggri aðstoð spunameist
ara, líkt og Samherji gerði með
því að saka RÚV um árásir og loks
skjóta sendiboðann, sem í þessu
tilviki er uppljóstrarinn Jóhann
es Stefánsson, fyrrverandi starfs
maður Samherja. Þetta þriggja
punkta plan hefur virkað eins og í
sögu. Ég meina, sjáið bara þá sem
sitja á hinu háæruverðuga Alþingi
Íslendinga í dag. Því er skiljanlegt
að Samherji beiti þessari taktík.
Hún hefur virkað svo ljómandi vel
í sögulegu samhengi.
Það sem hins vegar er svo
heimskulegt, er að telja þjóðina
svo illa gefna að hún kaupi það
að í milljarðafyrirtæki eins og
Samherja hafi einn millistjórn
andi geta stofnað bankareikninga
úti um allan heim, vílað og dílað
við háttsetta menn, mútað þeim,
forðað peningunum í skattaskjól
og rústað einni helstu atvinnu
grein eins lands í SuðurAfríku.
Og enginn vissi neitt. Eða jú, þeir
vissu eitthvað og þess vegna var
Jóhannes látinn fara. Samherja
menn segjast samt ekkert hafa
vitað um umfangið fyrr en nýlega.
Og þeim er brugðið. Skiljanlega.
Og þetta eigum við að kaupa?
Segðu mér annan.
Líklegast kemur að því, fyrr
en síðar, að við eigum einnig
að kaupa það að íslenskir ráða
menn hafi heldur ekkert vit
að „fyrr en nýlega“. Við eigum að
kaupa það að Samherjamenn,
nú eða bara þessi eini starfsmað
ur (einmitt), hafi bara ákveðið að
fara strax í Afríkuríkið Namibíu og
spreyta sig á mútum og spillingu
án nokkurrar fyrri reynslu í þeim
bransa. Það getur þó varla verið
að kvótakóngarnir hafi fengið að
æfa sig aðeins á litla, gamla Ís
landi áður en þeir héldu út í hinn
stóra heim? Kokteilboð hér, fund
ur í einhverjum turni þar, nokkr
ar millur inn á bankareikning og
kvótinn vís. Nei, það getur ekki
verið.
Þorsteinn Már Baldvinsson
hefur fengið að mála sig sem mik
ið fórnarlamb síðustu misseri
og nú enn og aftur heyrum við
kunnuglegan tón. Greyið karlinn.
Mér sýnist sem Þorsteinn Már
þurfi bara að fá sér einn bolla af
mannasiðum, auðmýkt og sam
visku. Hætta að hafa okkur að fífl
um og eyða gæðatíma með sjálf
um sér, hugsanlega á bak við lás
og slá. Er það svo fáránlegt? n
Bróðir Boga Nils stað-
festir skattaskjól
Í Samherjamálinu stóra sem
hefur verið
umtalað á Ís
landi og víðar
í vikunni sem
leið, kom fram
að í desember
2014 hafi lög
maðurinn Bernhard Boga
son staðfest stofnun félags
ins Mermaria Investments
fyrir Samherja. Mermaria
Investments er skattaskjól á
skattaparadísinni Máritíus.
Stundin greindi frá því að
á næstu árum eftir stofnun
hafi 640 milljónir runnið úr
rekstri Samherja í Namibíu til
Mermaria. Bernhard Bogason er
bróðir Boga Nils Bogasonar, for
stjóra Icelandair Group. Hann
tók við forstjórastólnum í des
ember í fyrra eftir að Björgólfur
Jóhannsson hætti störfum sem
forstjóri í lok ágúst í fyrra.
Björgólfur hefur núna tekið
tímabundið við sem forstjóri
Samherja eftir að Þorsteinn Már
Baldursson steig tímabundið til
hliðar.
Fæðingarorlofssjóður
gegn einstæðum
Fæðingarorlof verður lengt á
næsta ári úr 9 mánuðum í 10
mánuði. Ríkisstjórnin hefur
kynnt þetta sem mikið fagn
aðarefni fyrir almenning.
Hins vegar verður tilhögun
in sú að hvort foreldri fyrir sig
á rétt til fjögurra mánaða og
síðan koma tveir sameigin
legir mánuðir sem foreldrar
geta ráðstafað í sameiningu.
Börn einstæðra, sem sjá alfar
ið ein um börn sín sökum þess
að hitt foreldrið hefur ekki
áhuga á að taka þátt, standa
eftir með aðeins 6 mánuði.
Ósveigjanleiki regluverks
ins bitnar þarna á börnunum.
Ósveigjanleikann má rekja til
þess að löggjafinn vill skikka
feður í fæðingarorlof, sem er
gott og gilt. En ætti ekki að
vera svigrúm fyrir einstæða
til að nýta allt orlofið? Ætti
ekki að vera á forræði foreldr
anna sjálfra að semja sín á
milli um töku orlofsins, eða
allavega undanþágur fyrir þá
sem standa í uppeldi með öllu
einir?
Spurning vikunnar Hvert er fallegasta orðið í íslenskri tungu?
„Ég hef alltaf elskað orðið „tungumál,“
því það er nákvæmlega það sem orðið
segir: Vandamál tungunnar. Einnig
elska ég orðið „vinnukonur“ þegar
kemur að rúðuþurrkum.“
Jón Sawyer
„Mér finnst skúmaskot og gluggaveður
æðisleg orð, en kannski er það meira út
af því sem kemur upp í hausinn á mér
við tilhugsunina um þau orð.“
Fanney Ómarsdóttir
„Orðið „fyrirgefðu“. Vegna þess að
það getur lagað til dæmis vináttu hjá
fólki og svo margt annað. Að biðjast
fyrirgefningar af einlægni. Það finnst
mér fallegt.“
Marta Jóhannsdóttir
„Eitt orð hefur mér ávallt þótt fallegt
- „drengskapur“. Ég heyrði þetta orð
fyrst í íslenskutíma þegar ég var krakki
og fékk þá útskýringu að þetta merkti
að vera heiðarlegur – en samt eiginlega
svolítið meira. Bæði orðið og merkingin
eru falleg.“
Ingvar Valgeirsson
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Of Monsters and Men Tryllir lýðinn.
MYND: EYÞÓR ÁRNASON