Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 39
PRESSAN 3915. nóvember 2019 Þann 11. september 2001 rændu hryðjuverkamenn á vegum al- -Kaída fjórum farþegaflugvélum í Bandaríkjunum. Tveimur þeirra var flogið á Tvíburaturnana í World Trade Center í New York. 2.996 manns létust. Margir samsæriskenningasmiðir telja að árásirnar hafi verið runnar undan rifjum Bandaríkjamanna sjálfra. Mark- miðið hafi verið að tryggja stöðu Bandaríkjanna sem öflugasta ríkis heims eða til að tryggja aðgang þeirra að olíulindum í Miðaustur- löndum. Önnur kenning er að eigendur Tvíburaturnanna hafi staðið á bak við árásirnar til að fá tryggingafé greitt en þeir eru sagðir hafa hagnast um 500 milljónir dollara. Ein langlífasta samsæriskenn- ing sögunnar er að helförin hafi ekki átt sér stað. Í henni myrtu nasistar sex milljónir gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Sann- anir fyrir helförinni eru margar, mörg þúsund ljósmyndir, hreyfi- myndir og frásagnir fólks sem slapp lifandi frá þessu. En það virðist ekki skipta suma máli og vefengja þeir þessi sönnunar- gögn. Þeir halda því margir fram að helförin sé blekking, sett á svið af gyðingum til að efla völd þeirra og áhrif. Margir þeirra geta þó fallist á að nasistar hafi myrt einhverja gyðinga en segja tölurnar stórlega ýktar. Það markaði mikil tímamót í sögu mannkynsins þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið 1969. Þetta var mikið afrek á þeim tíma og er enn, en tunglið er eini staður- inn utan jarðarinnar þar sem menn hafa stigið niður fæti enn sem komið er. En tunglferð- irnar og lendingarnar þar hafa verið samsæriskenningasmið- um uppspretta margvíslegra kenninga og efasemda. Ein sú langlífasta er að menn hafi aldrei farið til tunglsins, allt hafi þetta verið sviðsett af banda- rísku geimferðastofnuninni NASA. Það er margt sem sannar að menn hafi farið til tunglsins, þar má meðal annars nefna að geimfararnir komu með jarð- veg og grjót frá tunglinu aftur til jarðarinnar og þeir skildu manngerða hluti eftir á tung- linu. Það er auðvitað ekki hægt að fjalla um samsæriskenningar án þess að minn- ast á morðið á John F. Kenndy forseta í Dallas 1963 með. Lee Harvey Oswald ját- aði morðið á sig en var skotinn til bana áður en réttað var yfir honum. En var hann morðinginn? Var hann aðeins blóraböggull sem átti að taka sökina á sig? Sluppu hinir raunverulegu morðingjar? Samsæriskenn- ingar hafa verið á kreiki um morðið allt frá 1963 og snúa að ýmsu. Því hefur verið haldið fram að sovéska leyniþjón- ustan KGB hafi staðið á bak við það eða að eiginkona for- setans, Jackie Kennedy, hafi skipulagt það. Samsæriskenningasmiðir um allan heim hafa verið ósáttir við öreindahraðalinn (Cern Large Hadron Collider) á landamærum Sviss og Frakklands. Þegar hann var gangsettur í fyrsta sinn 2008 óttuð- ust margir að þegar öreindirnar, sem væru send- ar eftir honum á nánast ljóshraða, myndu mynda svarthol sem myndi gleypa jörðina samstundis. En við erum hér enn svo þetta voru greinilega óþarfa áhyggjur. En það hefur ekki róað samsæriskenn- ingasmiði sem smíðuðu síðan kenningar um að ör- eindahraðallinn myndi opna einhvers konar hlið á milli jarðarinnar og annarrar tilveru sem gæti ver- ið allt frá öðrum alheimi til ormaganga eða jafnvel myndi hliðið að helvíti opnast. Nokkrar af undarlegustu samsæriskenningum síðari tíma – Seinni hluti Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001 Tunglferðirnar Helförin átti sér ekki stað Öreindahraðallinn í Sviss mun opna hlið helvítis Morðið á John F. Kennedy Sorgardagur Hryðjuverkin 11. september. Fulllangt gengið Sumir segja að helförin sé uppspuni. Hver drap JFK? Verður þessari spurningu einhvern tímann svarað?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.