Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 17
15. nóvember 2019 FRÉTTIR 17 Orkudrykkir eru víða áber- andi meðan áhrifavalda sem birta þá í fjölbreyttu ljósi undir myllumerkinu samstarf. Enginn þeirra vildi þó tjá sig í tengslum við þessa umfjöllun. Elísabet Gunnarsdóttir, eigandi Trend- net, tilkynnti þó á sínum miðli að hún hefði aldrei bragðað á orkudrykk enda sé kaffi, sóda- vatn og vín hennar val þegar kemur að drykkjartegundum. „Já, það er rétt, ég hef aldrei smakkað orkudrykki,“ segir El- ísabet þegar hún er spurð hvort hún finni til samfélagslegrar ábyrgðar gagnvart sínum fylgj- endum. „Ástæðan er einfald- lega sú að mig hefur ekki lang- að til þess, þessir drykkir heilla mig ekki. Það er ekki meðvituð ákvörðun af því að ég finni til ábyrgðar, en ég held að það sé örugglega ágætt að einhver sé, alveg óvart, með rödd sem tal- ar fyrir því að vatn og kaffi dugi sem orka inn í amstrið. Ég tala alls ekkert á móti orkudrykkjum þótt þeir henti mér ekki. Er ekki bara allt gott í hófi?“ Sundaborg 1 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki ORKUDRYKKJAFARALDURINN n Orkudrykkjaneysla ungmenna á Íslandi hefur aukist gríðarlega síðustu ár n Áhrifavaldar auglýsa orkudrykki grimmt en enginn vill tjá sig n Ungmenni á Akureyri eiga met í orkudrykkjaneyslu Örvandi áhrif koffíns á líkamann veldur útvíkkun æða, hjart- sláttur verður örari og blóðflæði eykst til allra líffæra. Þar að auki hefur koffín áhrif á öndun, örvar meltingu og eykur þvagmynd- un. Koffínríkir drykkir eins og kaffi og orkudrykkir eru vinsæl- ir þar sem koffín getur dregið úr einkennum þreytu og virð- ist geta aukið einbeitingu. Hafa ber í huga að neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum. Ef koffíns er neytt í of miklu magni getur það haft ýmis óæskileg áhrif á heilsu og líð- an fólks og valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjart- sláttartruflunum og kvíðatilf- inningu. Fólk er misviðkvæmt fyrir áhrifum koffíns. Tiltölulega lítill skammtur af koffíni getur valdið magaverkjum og svefntruflun- um hjá einum einstaklingi þó að annar þoli það betur. Rannsóknir hafa sýnt að neysla koffíns, undir 400mg á dag (u.þ.b. 4 kaffibollar) hjá heilbrigðum einstaklingi sé skaðlaus fyrir heilsuna. Neysla umfram það magn eykur hætt- una á skaðsemi. Dagleg neysla barna og ung- linga á koffíni ætti ekki að vera meiri en 2,5 mg/kg líkams- þyngdar. Þetta samsvarar 60mg af koffíni hjá 7 ára barni sem vegur 24 kg. Í hálfum lítra af kóladrykk eru 65 mg af koffíni. *Tekið af vefnum doktor.is* Orkudrykkjaneysla framhaldsskólanema jókst mikið á árunum 2016 til 2018 samkvæmt rannsókn á vegum Rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykjavík. Hlutfall þeirra sem neyta orkudrykkja dag- lega fór úr 22 prósentum árið 2016 í 55 prósent árið 2018. Árið 2016 seldust tæplega 5,2 milljónir af 330 millilítra dósum af orkudrykkjum og má því áætla að salan hafi tvöfaldast, jafnvel þrefaldast nú. Sam- kvæmt fyrrnefndri rannsókn eru það ungmenni á Akureyri sem eiga metið í neyslu orkudrykkja. Þrjátíu prósent ungmenna á Akureyri drekka orkudrykk daglega, en landsmeðaltalið er um tíu prósent. Um 48 prósent þeirra unglinga sem fæddir eru 2001 og búa á Akur- eyri segjast drekka einn eða fleiri orkudrykki á dag. Landsmeðal talið meðal jafnaldra þeirra er fjórtán prósent. Vatn og kaffi duga í dagsins amstri Vafasamt met á Akureyri Hvað gerist í líkamanum þegar við drekkum koffín?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.