Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 16
16 15. nóvember 2019FRÉTTIR ORKUDRYKKJAFARALDURINN n Orkudrykkjaneysla ungmenna á Íslandi hefur aukist gríðarlega síðustu ár n Áhrifavaldar auglýsa orkudrykki grimmt en enginn vill tjá sig n Ungmenni á Akureyri eiga met í orkudrykkjaneyslu N eysla orkudrykkja meðal unglinga hefur aukist til muna á undanförnum árum. Álfgeir Logi Kristins- son, dósent við West Virginia University, segir yfir 80 prósent fólks reglulega koffeinneytendur og það sé áhyggjuefni hversu hátt hlutfall neytenda þeirra sé á ung- lingsaldri hér á landi. „Koffein er ávanabindandi efni sem virkar á miðtauga- kerfið. Þegar neyslu er hætt má búast við fráhvarfseinkenn- um sem kalla í kjölfarið á frekari notkun. Að meðaltali tekur það koffein fimm klukkustundir að hreinsast úr líkamanum en tilfinningin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann er í raun skilaboð til heilans um að hann sé laus frá fráhvarfseinkenn- um. Stóra áhyggjuefnið er hve mikill hluti neytenda á Íslandi er á unglingsaldri.“ Amfetamín í sama flokki lyfja Og þá á Álfgeir ekki við klassíska kaffidrykki heldur drykki almennt sem kenndir eru við orku. „Það er alls ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffeindrykkjum eru gjörsneyddir allri orku. Að mínu mati þurfum við til að byrja með að endur- skilgreina alveg hugtakið „orka“. Ef þú talar við næringar- fræðinga þá myndu þeir væntanlega segja þér að orka sé brennsluefni fyrir líkamann. Eitthvað sem hann getur gengið á, rétt eins og hefðbundin fæða. Koffein er að þessu leyti ekki orka. Koffein er kemískt efni með virkni við dópamínkerfi heilans og lætur okkur því finnast við hressari tímabundið. Amfetamín er í sama flokki lyfja. Við myndum tæplega halda því fram að amfetamín væri orka jafnvel þó að neytandan- um finnist hann orkumeiri eftir notkun. Í einfölduðu máli þá virkar koffein eins – bara vægar. Með ofneyslu á koffeini erum við auðvitað að stórauka líkur á eitrun, sem og harka- legri fráhvarfseinkennum.“ Álfgeir segir sérstaklega varhugavert að markaðssetja koffeindrykki fyrir börn og ólögráða unglinga, einkum og sér í lagi sem heilsuvöru, enda sé það með öllu kolröng stað- reynd. „Það er fyrst og fremst slæmt að markaðssetja drykki sem þessa til ungmenna. Meginástæðan er sú að mikil neysla á stuttum tíma, sérstaklega hjá léttum einstakling- um, eins og börnum og unglingum, eykur mikið líkur á bæði harkalegri fráhvarfseinkennum og eitrun. Eins og staðan er í dag er stór hluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og sér- staklega í framhaldsskólum, að fara í gegnum fráhvarfsein- kenni á skólatíma. Það kallar aðeins á eitt, meira koff- ein, og þannig er víta- hringur koffein- fíknar hafinn.“ Blaðamað- ur og ljós- myndari lögðu leið sína í Fjöl- brautaskól- ann í Garða- bæ og tóku tali nokkra nemendur við skólann. Athygli vakti að þeir reynd- ust mjög með- vitaðir um skað- semi orkudrykkja. Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Ég persónulega drekk ekki gos og hef aldrei gert. Það er kolsýra í orkudrykkjum og ég drekk þá þegar ég þarf að vakna eða halda mér vakandi. Ég veit ekki hvort það sé koffínið sem vekur mig eða ískaldur drykkurinn með gosi sem ég er ekki vön að drekka. Mér finnst aðeins örfá- ir orkudrykkir góðir þar sem flestir eru alltof sykraðir og með ógeðslegu gervibragði. Ég veit að þeir eru ekki góðir fyrir mann og þess vegna drekk ég þá aðeins þegar þörf er á. Þegar ég drekk orkudrykk, hvort sem hann vekur mig eða gosið og kuldinn, þá finnst mér ég vakna og verða spenntari. Eitt sem hræðir mig hins vegar er að stundum skjálfa á mér hendurnar.“ Salný Kaja Sigurgeirsdóttir. „Mér finnst orkudrykkir ekki góðir, hvorki á bragð- ið né fyrir heilsuna. Ég sjálf drekk ekki orkudrykki nema það sé eitthvert sérstakt tilefni því ég veit að þeir hafa áhrif á svefninn nóttina eftir að ég drekk þá. Ég veit að orkudrykkir innihalda mikið koffín sem er ekki gott fyrir nýrun. Til þess að halda mér gang- andi, eins og margir segja að orkudrykkirnir geri, legg ég áherslu á að ná góðum svefni og hugsa ekki um þreytuna því þá yfirleitt hættirðu að finna fyrir henni.“ Elísabet Þórdís Hauksdóttir. „Fyrir ári, þegar ég byrjaði í menntaskóla, drakk ég minnsta kosti einn á dag. Þetta var í tísku og áttaði mig ekki á hvernig áhrif þetta hafði á mig. Ég varð bara þreytt- ari og leið verr við að drekka orkudrykki. Það tók mig nokkra mánuði að átta mig á að orkudrykkirnir væru ástæðan, en fattaði það ekki vegna þess að allir voru að drekka þetta í kring um mig.“ Anna Sóley Stefánsdóttir. Dagný Broddadóttir, náms- og starfsráðgjafi við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ, tekur í sama streng en hún segir markmið skólans að vera heilsueflandi og innan hans séu ekki seldir orkudrykkir. „Mér finnst orkudrykkjaneysla hafa aukist mjög mikið undanfarið og kannski ekki síst vegna þess að þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara. Margir trúa því að þeir hafi bætandi áhrif á íþrótta- iðkun og heilsu en átta sig kannski ekki á skað- seminni sem og því mikla magni af koffíni sem er iðulega í þessum drykkjum. Þó að sjálfsögðu sé hægt að velja koffínminni orkudrykki. Ég held að nem- endur okkar séu almennt meðvitaðir um heilsu sína og næringuna sem þeir láta ofan í sig en í hraða nú- tímasamfélagsins eru þeir sem og við fullorðna fólk- ið oft að leita að skyndilausnum og orkudrykkirn- ir virka vel til að ná sér í orku ef úthaldið er lítið og svefni jafnvel ábótavant. Svo er bara spurning um or- sökina og afleiðinguna.“ Drakk bara af því að allir hinir gerðu það Nemendur almennt með- vitaðir um heilsu sína Hræðist skjálftann sem fylgir Hætti að hugsa um þreytuna M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.