Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 46
46 15. nóvember 2019STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 17.–23. nóvember Þú nærð að melta og vinna úr hlutum í hausnum á þér hraðar og betur en flestir. Því stekkur þú oft áfram á meðan aðrir skríða. Út af þessum hraða þá missir þú stundum af smáatriðum og það er nákvæmlega það sem gerist í mikilvægu verkefni í vikunni. Þetta skaltu nota sem lærdóm að staldra stundum við og anda. Líta á heildarmyndina. Þú skalt gæta orða þinna í vikunni, hvort sem það er í vinnunni, vinahópnum eða ástarsambandi. Þótt þér finnist þú luma á svörum við flestum spurningum þá skaltu hugsa þig tvisvar um áður en þú lætur allt flakka. Orð geta nefnilega rist ansi djúpt og þú vilt alls ekki skemma þín góðu sambönd með einhverri fljótfærni og besservisserhætti. Það er komið að hreinsun. Ekki þessari dæmigerðu jólahreingerningu heldur alvöru hreinsun að innan sem utan. Þú ert búin/n að fá að liggja í leti og velta þér upp úr öllum heimsins vandamálum að undanförnu. Nú skaltu hreinsa til í þér, bæði andlega og líkamlega. Þú getur nefnilega ekki breytt öðrum – aðeins þér sjálfri/sjálfum. Þú veltir mikið fyrir þér ákveðinni mann- eskju sem þú áttir einu sinni í ástarsam- bandi við. Þessi manneskja er búin að vera mjög áberandi upp á síðkastið, þótt hún sé ekkert endilega fræg. Þú bara sérð hana alls staðar. Og þú ferð að velta fyrir þér hvort þessi manneskja hafi verið eina, stóra ástin sem slapp. Hafðu hugfast hvernig samband ykkar endaði – þá finnurðu svarið. Þú ert örlítið meyr um þessar mundir, án nokkurrar sérstakrar ástæðu. Stundum bera tilfinningar mann bara ofurliði og það er allt í lagi. Þú verður að taka þess- um tilfinningum og vinna með þær. Leyfa þér að gráta þegar þú þarft, leyfa þér að vera döpur/dapur og leyfa þér líka að elska og vera glöð/glaður. Ekki skammast þín fyrir að vera manneskja. Þú ert minnt/ur á einhverja góða minningu, hugsanlega bara á samfélags- miðlum. Það hreyfir við þér um að taka upp gamlan þráð og demba þér aftur í verkefni sem þú náðir aldrei að klára. Það reynist góð og afdrifarík ákvörðun fyrir þig þar sem þessi endurminning mun verða hluti af einhverju stærra og meira. Fjármálin eru í toppstandi hjá vogunum í þessum heimi eftir smá strögl að undan- förnu. Þú nærð loksins að hafa yfirsýn yfir fjármálin og setur það í forgang að hafa þau í lagi. Vissulega geta peningar ekki keypt allt í veröldinni en hins vegar skapa þeir ákveðinn stöðugleika og öryggi sem þú kannt vel við að hafa og venst fljótt. Sporðdrekinn hefur látið sjálfan sig sitja á hakanum undanfarið en nú er breyting á því. Þú setur sjálfa/n þig í fyrsta sæti og stjanar við þig, innan hóflegra marka samt sem áður. Þú sinnir áhugamálinu þínu, hittir vini og ættingja og gerir vel við þig í mat og drykk. Hreint út sagt æðisleg vika fyrir sporðdreka. Rosalega ertu búin/n að vera að vinna mikið undanfarið. Þú ert að slíta sjálfri/ sjálfum þér út og það er ekki gott fyrir neinn – síst fyrir þig. Þú virðist samt ekki sjá að vinnan er að fara með þig og skilur ekkert í því að ástvinir þínir séu fjarlægir og virðist fúlir út í þig. Opnaðu augun og gefðu þeim meiri tíma með þér. Hlustaðu! Það hefur verið mikið stuð á þér síðustu daga og nú er komið að skuldadögum. Nú þarftu að hvíla lúin bein og halda áfram í rútínunni sem þú hefur verið út úr síðustu daga og vikur. Þú átt ekki í miklum vandræðum með að koma skipulagi á hlutina en núna reynir á þessa hæfileika þegar þú nennir ómögulega að snúa aftur í raunveruleikann. Þú hefur verið á leið upp metorðastigann í nokkurn tíma og lagt mikið á þig til að komast á þann stað sem þú ert á í dag. Því kemur það þér í opna skjöldu þegar þú finnur ekki fyrir sama metnaði og áður. Ekki örvænta – oft þarf ekki nema eitt spennandi verkefni til að koma þér aftur á réttan kjöl, nú eða skemmtilega frí- stund utan vinnu sem blæs þér líf í brjósti. Þú lendir í smá klemmu í vikunni milli tveggja vina. Þú segir algjörlega óvart frá leyndarmáli sem þér var treyst fyrir. Hugsanlega fannst þér þetta leyndar- mál ekkert sérstaklega mikilvægt eða merkilegt en með því að segja frá særir þú manneskju sem stendur þér nærri. Nýttu krafta þína í að bæta upp fyrir þessi mis- tök. Það er hægt að laga nánast allt. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 18. nóvember Reynir Traustason fjölmiðlamaður, 66 ára n 19. nóvember Pétur Eggerz leikari, 59 ára n 20. nóvember Kristín Svava Tómasdóttir skáld, 34 ára n 21. nóvember Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, 54 ára n 22. nóvember Þorsteinn Víglundsson stjórnmálamaður, 50 ára n 23. nóvember Ebba Sig, leikkona og uppistandari, 29 ára Lesið í tarot Þorsteins Más Ragnheiður og Reynir ástfangin – Svona eiga þau saman Ragnheiður Guðfinna Fædd 27. janúar 1980 Vatnsberi n frumleg n sjálfstæð n mannvinur n drífandi n flýr tilfinningar n sveimhugi Reynir Fæddur: 21. desember 1972 Steingeit n ábyrgur n agaður n góður stjórnandi n skynsamur n besservisser n býst við hinu versta Velur hreinskilni frekar en undanskot Þ að má með sanni segja að Þorsteinn Már Baldvins­ son, forstjóri Samherja, hafi verið mikið á milli tannanna á fólki í vikunni eftir að ásakanir um mútuþægni og spill­ ingu komu upp. DV ákvað því að lesa í tarotspil Þorsteins til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér en lesendum DV er bent á að þeir geta dregið tarotspil á vef DV. Horfir djúpt í eigin barm Fyrsta spilið sem kemur upp er 6 sverð. Spilið er oftast tákn um ferðalag eða flutninga, en þeir eru hér ekki sýndir í góðu ljósi. Þess­ ir flutningar tengjast hneykslis­ málinu sem nú er komið upp um Samherja og mikilvægt er að Þor­ steinn horfi djúpt í eigin barm og taki hreinskilni fram yfir undan­ skot. Vissulega munu aðstæður hans lagast með tímanum en að­ eins ef hann kemur hreint fram og tekur ábyrgð á sínum gjörð­ um. Ef hann gerir það mun fram­ tíðin verða björt, þótt hún verði gjörólík þeirri framtíð sem hann ímyndaði sér. Mikilvægt val Næst er það 4 bikarar. Þorsteini leiðist umræðan síðustu og næstu daga en þessi reynsla mun efla þroska hans og sjálfið. Hann á ekki að örvænta þótt erfið­ leikarnir virðist óyfirstíganlegir eða honum finnist hann fastur í rútínu. Ljóst er að Þorsteinn stendur frammi fyrir mikilvægu vali þessa dagana, vali sem gæti ákvarðað hans framtíð alla. Hann ætti að staldra við og horfa með opnum huga á afleiðingar gjörða sinna. Hann ætti einnig að huga að breytingum á sínum lífsstíl og högum til að líða betur. Erfitt með mannleg samskipti Loks er það Stríðsvagninn. Þor­ steinn er drífandi manneskja og veit nákvæmlega hvernig hann á að ná markmiðum sínum og hvar tækifærin liggja. Hann hefur hins vegar ekki nýtt þessa hæfileika vel og spilin biðla til hans að leysa þann vanda. Finna það sem raunverulega gefur honum lífs­ fyllingu. Hann má ekki gera neitt í fljótræði heldur af sannfæringu, jafnvel þótt hann sé ekki viss um að hann vilji það. Þorsteinn á erfitt með mannleg samskipti og þarf að læra að gefa eftir í kring­ um þá sem hann umgengst dag­ lega. Þorsteinn er kjarkaður en verður að kunna að lúffa til að halda áfram að vaxa. n R agnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrver­ andi fegurðardrottning, og Reynir Grétarsson, stofnandi og eigandi Creditinfo Group, opin­ beruðu samband sitt á samfélags­ miðlum í vikunni, en þau hafa verið saman um nokkurt skeið. DV ákvað því að lesa í stjörnu­ merki parsins og athuga hvernig þau eiga saman. Reynir er steingeit en Ragn­ heiður Guðfinna er vatnsberi. Þegar þessi tvö merki koma saman þá draga þau fram það já­ kvæða í fari hvort annars. Stein­ geitin er varkár og afar skynsöm á meðan vatnsberinn er mikil hug­ sjónamanneskja. Á yfirborðinu virðast Reynir og Ragnheiður Guðfinna vera algjörar andstæð­ ur en þeirra samband er sterkt. Þau fóru hægt í sakirnar til að byrja með, enda tekur steingeitin ekki annað í mál, og hafa nýtt síðustu mánuði í að kynnast al­ mennilega. Bæði steingeit og vatnsberi hafa skoðanir á öllu og stund­ um virðist sem þessi tvö merki geti ekki miðlað málum. Það er hins vegar ekki rétt og þarf mað­ ur einungis að vita hvernig á að nálgast merkin á þeirra forsend­ um. Steingeitin þrífst á skipulagi og hugsar allt til enda. Steingeitin getur orðið pirruð á sveimhug­ anum vatnsberanum en á móti kemur að vatnsberinn kynnir fyrir steingeitinni nýjan og spennandi heim. Að sama skapi skilur vatns­ berinn oft ekki skipulagsáráttu steingeitarinnar en kann að meta öryggið sem fylgir merkinu. Í raun snýst þetta í grunninn um málamiðlanir, eins og í hverju öðru sambandi, en hjá steingeit og vatns­ bera þarf miklar málamiðl­ anir svo bæði merki geti blómstrað. Bæði Reynir og Ragnheiður Guðfinna eru metnaðargjörn og kæmi ekki á óvart þótt þau myndu taka höndum saman í öðru en ástinni á næstunni – nefnilega einhverju viðskiptatengdu. Það er allavega alltaf líf og fjör á þessu heimili, en þó hæfilega skipulagt. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.