Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 18
18 15. nóvember 2019FRÉTTIR
L
eikarinn Guðmundur Ingi Þor
valdsson vakti mikla lukku með
frammistöðu sinni í sjónvarpsþátt
unum Pabbahelgar. „Þessir þættir
eru alveg frábærir. Ég fíla hráleika. Ég fíla
pönk, ég fíla ófullkomleika. Ég fíla hrein
skilni sem fer alveg inn að beini. Ég held að
svona efni, þar sem konur fá að vera ófull
komnar og hráar, séu mun sterkara tillegg
til jafnréttisbaráttunnar en margt annað
sem er sérsniðið til þess.“
Viðkvæmir apakettir frekar en tígrisdýr
Guðmundur segir það hin mestu for
réttindi að starfa sem leikari því þannig fái
hann tækifæri til að rannsaka mannskepn
una. „Ég er búinn að vera að vinna í sjálfum
mér meðvitað í tíu ár núna og finnst það
alltaf skemmtilegra eftir því sem ég læri
meira. Niðurstaða mín er sú að í grunninn
er mannskepnan hópdýr. Við erum ekki
tígrisdýr. Við erum frekar viðkvæmir apa
kettir. Okkar sterkustu drifkraftar eru að til
heyra, tilheyra hópi. Ef við tilheyrum ekki
hópi deyjum við. Við þurfum að trúa á eitt
hvað okkur æðra, æðri mátt, en það getur
líka allt eins verið fjölskyldan okkar, föður
landið, eða fyrir suma, bara fótboltafélag.
Menn fara í stríð fyrir það sem þeir trúa á,
jafnvel þótt þeir viti að þeir muni láta lífið,
vegna þess að það sem þeir trúa á skiptir
meira máli en líf þeirra. Stærsti ótti manns
ins er að sama skapi hræðslan við að vera
yfirgefinn og óttinn við höfnun. Fólk er,
flest, tilbúið að láta frekar lífið heldur en að
láta hafna sér, eða vera yfirgefið.
Inn í þetta blandast svo hin stórmerki
lega skömm sem Guðbrandur Árni Ís
berg er nýbúinn að skrifa flotta bók um.
Skömmin á að hjálpa okkur að við að skilja
okkar stað í litlum hópum eða ættbálkum.
Skömmin á að vera okkar vegvísir um
hvað við megum vera sjálfhverf án þess að
hópurinn snúi við okkur baki.
Í okkar samfélagi hafa tíðkast uppeldis
aðferðir sem hafa búið til óheilbrigða
skömm hjá börnum, sem ýkir óttann og
verður oft til þess að við bregðumst mjög
undarlega við þegar við verðum hrædd við
höfnun eða við að vera yfirgefin. Óheil
brigð skömm býr líka til óheilbrigð innri
og ytri mörk hjá okkur sem einstakling
um, sem birtist oft í sjálfskaðandi hegðun
og markaleysi. Þú þarft nota bene ekki að
hafa verið laminn, hafa orðið fyrir einelti
eða verið misnotaður til að vera fullur af
óheilbrigðri skömm. Hún er mun flóknara
fyrirbæri en svo.
Ástarfíknin er birtingarmynd þessa
ótta og grunnþarfa sem búa í eðluheilan
um. Við leitum að fólki sem lofar að yfir
gefa okkur aldrei (sem er ekki hægt), fólki
sem þarf svo mikið á okkur að halda að
það er tilbúið að henda öllu frá sér. Flestar
ástar sögur, rómantískar bíómyndir, góð
ástar lög, eru um þessa tegund ástar, sem
er í raun ekki byggð á grunni heilbrigðrar
sjálfsvirðingar og heilbrigði, heldur í raun
bara púra geðveiki. Þannig að samfélagið
rómantíserar óheilbrigða ást.“
Á hraðbraut til heljar
Guðmundur er að eigin sögn alinn upp
af stórkostlegu fólki en í sveitinni þar sem
hann sleit barnsskónum var karllæg menn
ing allsráðandi. „Þetta var svona hörku
tólamenning í bland við alkóhól. Menning
sem byggðist fyrst og fremst upp á vinnu
og að hjálpast að við að gera það sem gera
þurfti til að lifa af. Umræða um tilfinningar
var því sem næst engin.
Ég fór út í lífið með fullt af góðu nesti
að heiman en líka slatta af skrítnum hug
myndum eins og við flest. Síðan lendir
maður bara í að reyna að finna út úr þess
um tilfinningamálum í „jafningjafræðslu“ í
heimavistarskóla, með helstu upplýsingar
um kynlíf úr klámi, helstu upplýsingar um
rómantík úr bíómyndum, og með hug
myndir um ástarsamband úr sveitinni, þar
sem karlmenn gerðu sitt, konur sitt og ef
fólk hélt friðinn svona mestan part, þótti
hjónabandið gott. Auðvitað rak maður sig
á veggi, lenti í vondum samböndum, skað
legum aðstæðum, kom ekki alltaf vel fram
sjálfur og endaði svo á að krassa illilega og
þurfa að horfast í augu við það að annað
hvort yrði að gera eitthvað í sínum málum
eða halda áfram á hraðbraut til heljar.“
Guðmundur er í dag í sambúð með
Heiðu Aðalsteinsdóttur og hafa þau verið
saman í tólf ár. Hann segir ferðalagið með
henni bæði fallegt og spennandi. „Okkar
markmið er að hámarka þann lærdóm sem
draga má af þessu lífi og erum við mjög
samstíga um að vinna okkur sama út úr
þeim erfiðleikum sem mæta okkur og há
marka lífsánægjuna.
Ég mæli heilshugar með því fyrir alla að
skoða þessi mál. Hvers vegna ekki að láta
sér líða betur ef maður hefur tækifæri til
þess? Læknavísindin í dag eru á fleygiferð
að koma með sannanir um tengsl andlegr
ar og líkamlegrar heilsu. Um tengsl áfalla
við alls konar sjúkdóma eins og sjálfsof
næmi og jafnvel krabbamein. Það er til
mikils að vinna að vera í andlegu jafnvægi
og sáttur við guð og menn. Þessi óheil
brigða skömm og skakkar hugmyndir um
höfnun er eitthvað sem ég held að við flest
öll séum að glíma við. Til að bæla niður
skömmina erum við til í að gera hvað sem
er og ein birtingarmynd flóttans er fíkn. Ég
hef dílað við koffínfíkn, nikótínfíkn, ástar
og kynlífsfíkn og fíkn í áfengi og vinnufíkn
svo nokkuð sé nefnt. En það er ekkert skárra
að vera með heilsufíkn, kaupfíkn eða verða
alltaf að vera með meiðandi athugasemdir
á netinu, vera fíkinn í að standa í orrahríð
og illindum við annað fólk eða að þurfa að
skipta fólki í fylkingar sem eru annaðhvort
fávitar eða snillingar.“
Snúa gömlum hugmyndum á haus
Guðmundur segir umræðuna á Íslandi
hættulega. „Hún er svo hryllilega svarthvít
og fordæmandi. Fólk hikar ekki við að
henda fram sleggjudómum án þess að
hafa kynnt sér málavexti. Fólk sem á sér
ekki heilbrigða sjálfsmynd og er uppfullt
af óheilbrigðri skömm fær lánuð prinsipp
héðan og þaðan og raðar sér í virðingarröð
í samfélaginu út frá þessum prinsippum,
og leyfir sér svo að fordæma þá sem ekki
eru með sömu prinsipp.
Við þurfum að komast upp úr þessu
mynstri. Fyrir mér er þjóðfélagsumræðan
í svona sirka tólf ára bekk, þar sem fólk er
annaðhvort gott eða vont, fallegt eða ljótt,
trúir annaðhvort á guð eða er trúleysingjar.
Því miður. En ég hef trú á unga fólkinu og
ég held að við séum að fara í gegnum mjög
sársaukafulla tíma núna, sem eru alger
lega nauðsynlegir, allar þessar byltingar
eins og metoo, höfum hátt, útmeðða, sjúk
ást og fleiri, hafa verið að opna á tabú og
snúa á haus gömlum hugmyndum um sekt
og sakleysi, rétt og rangt og svo framvegis.
Ég er ekki endilega að blessa allt sem þessi
átök hafa haft í för með sér og sumt af því
hefur jafnvel alið á meiri flokkadráttum og
fordæmingu, en ég er sannfærður um að ef
að þjóðfélagsumræðan væri á hærra plani
og til að mynda gerendur, eða meintir ger
endur, væru ekki teknir af lífi í fjölmiðlum,
heldur reynt að skilja þá og hvaðan þeir
koma – þá væri bara mun auðveldara að
taka stór skref fram á við.“
Viljum fjarlægja alla þröskulda
Guðmundur starfar með leikhópnum
RaTaTam en umfjöllunarefni sýninga hans
snúa mjög að þessum efnum. Eitt þeirra
verka, SUSS, tók á heimilisofbeldi og segir
Guðmundur frábært að finna umræðuna
vera að breytast. „Heilbrigðiskerfið er að
opnast fyrir heildrænum nálgunum. Allir
virðast sammála um að næsta stóra mál
á dagskrá sé að snúa sér að gerendum í
heimils og kynferðisofbeldismálum og
umbótum á dómskerfinu. Næsta verkefni
RaTaTam er núna um helgina. Við erum
hluti af stóru Evrópuverkefni sem heitir
Shaking the Walls. Verkefnið snýst um að
nota listina til að brjóta niður múra í sam
félaginu. Við ætlum að bjóða fólki í leikhús,
að sjá leiksýninguna SUSS á Nýja sviðinu í
Borgarleikhúsinu, ókeypis, í samstarfi við
fagaðila og grasrótarsamtök. Tvær sýn
ingar eru á ensku og tvær á íslensku. Um
ræður eru eftir allar sýningar með fag
fólki. Ástæðan fyrir þessu er að við viljum
fjarlægja alla þröskulda og fá það fólk sem
mest þarf á því að halda að sjá svona sýn
ingu til að koma. Við þurfum að opna um
ræðuna um heimilisofbeldi í hvers konar
mynd upp á gátt.“ n
„Ég var alinn upp í hörkutóla-
menningu í bland við alkóhól“
n Guðmundur Ingi var haldinn ástarfíkn n Var á hraðbraut til heljar
„Fólk er, flest, tilbúið að láta
frekar lífið heldur en að láta
hafna sér, eða vera yfirgefið.
Íris Hauksdóttir
iris@dv.is
LJ
Ó
SM
Y
N
D
: T
R
Y
G
G
V
I M
Á
R
G
U
N
N
A
R
SS
O
N
.