Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 2
2 15. nóvember 2019FRÉTTIR Á þessum degi, 15. nóvember 1859 – Ólympíuleikar Zappas voru settir í Aþenu í fyrsta sinn. 1920 – Fyrsti fundur Þjóðabanda- lagsins var haldinn í Genf í Sviss. 1978 – Farþegaþotan Leifur Eiríksson í eigu Loftleiða fórst í aðflugi á Colombo á Srí Lanka og fórust með henni 197 manns. 1990 – Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur að gefa afgreiðslutíma verslana frjálsan. 2008 – Hátt í tíu þúsund manns mótmæltu á Austurvelli vegna efna- hagskreppunnar. skemmtistaðir sem brunnu Glaumbær – 1971 Glaumbær var stórvinsæll skemmtistaður og heimastaður margra íslenskra Bítlabanda. Eldsupptök eru ókunn en staður- inn var mannlaus þegar eldurinn kom upp, en einhver hljóðfæri fastra hljómsveita brunnu til kaldra kola. Tunglið – 1998 Einn af stærstu eldsvoðum í sögu miðborgarinnar kom upp á skemmtistaðnum Tunglinu við Lækjargötu 2. Húsið gjöreyðilagð- ist og var rifið í kjölfarið. Nýtt hús var reist á reitnum sem hýsir nú meðal annars Hard Rock Café og Grillmarkaðinn. Batteríið – 2010 Einn skammlífasti skemmtistaður Reykjavíkur var Batteríið sem var í Hafnarstræti 1 til 3, Staðurinn var ekki ætlaður fyrir ungmenni heldur var áherslan lögð á fólk á fertugsaldri og upp úr, en hann hafði aðeins starfað í ár þegar hann brann. Klúbburinn – 1992 Klúbburinn í Borgartúni 32 var stofnaður sem veitingastaður árið 1960 í þriggja hæða skrifstofuhúsi með kjallara Eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins 3. febrúar árið 1992 fékk slökkviliðið tilkynn- ingu um að eldur væri laus í húsinu. Lögregla taldi að um íkveikju hefði verið að ræða þar sem eldur hafði blossað upp á þremur stöðum. Pravda – 2007 Um tvö leytið miðvikudaginn 18. apríl árið 2007 kom upp eldur í húsum við Lækjargötu og Austurstræti og breiddist hratt út. Eldurinn er talinn hafa blossað upp út frá loftljósi í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en síðan læst klónum í nærliggjandi hús. Fleyg orð „Ef þú reynir stöðugt að vera eðlilegur, munt þú aldrei vita hversu frábær þú getur orðið.“ – Maya Angelou Icelandair kannar áætlunarflug til Murcia n Enn mikil óvissa um flugáætlun n Icelandair flýgur mest til Spánar í leiguflugi V iðræður standa yfir á milli Icelandair og ferðamálayfirvalda í Murcia um að hefja beint flug til borgarinnar árið 2021. Spænski fréttamiðilinn Murcia Today greinir frá þessu. Viðræður fóru fram á ferðasýningunni World Travel Market sem haldin var í London dagana 4.–6. nóvember síðastliðinn. Sýningin er haldin árlega og er ein af stærstu sýningunum fyrir fagaðila í ferðaþjónustu en þar býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta samböndum. Fram kemur að Icelandair hafi verið á meðal þeirra sem sýnt hafi áhuga á því að bjóða upp á áætlunarflug á milli Keflavíkur og alþjóðaflugvallarins í Murcia. Flugvöllurinn er staðsettur í bænum Corvera sem er í rúmlega hálftíma akstursfjarlægð frá Murcia. Murcia er sjötta stærsta borg Spánar en þar búa um 450 þúsund manns. Borgin er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá „Íslendinganýlendunni“ Torrevieja. Fram kemur að íbúafjöldi Íslands geti seint talist mikill og því er talið ólíklegt að Íslandsflug muni hafa mikill áhrif á ferðamannageirann í borginni. Það sé engu að síður kærkomin tilbreyting að fá Íslendinga til borgarinnar, enda hafi Bretlandsflug verið í algjörum meirihluta hingað til. Þá fái heimamenn einnig tækifæri til að flýja hitamolluna á Costa Cálida yfir sumartímann og komast í ögn kaldara loftslag. Óvissa með flugáætlun Áætlunarflug Icelandair til Spán- ar hefur takmarkast við sumar- flug þótt Icelandair fljúgi mik- ið til Spánar en þá fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Ef flug til Murcia gengur eftir verður því breyting á. Ljóst er að norska lággjalda- flugfélagið Norwegian hefur stig- ið fast til jarðar í flugbransanum á Íslandi með auknu áætlunar- flugi frá Íslandi til Spánar. Hvort það hafi áhrif á áætlanir Icelanda- ir um flug til Murcia er ekki gott að segja. Hins vegar hefur lítið verið gefið upp um viðbætur við flugá- ætlun Icelandair síðustu mánuði. Einu nýjungarnar sem hafa ver- ið kynntar að undanförnu er að hætt verður flugi til San Francisco og Kansas City næsta sumar. Það er í raun margt óljóst um hvern- ig flugáætlun Icelandair verður háttað á næsta ári og yfir sumar- tímann. Óvissa er um hvort sæta- framboð dragist saman eða auk- ist og helgast það kannski af þeirri óvissu sem kyrrsetning MAX-þot- anna hefur í för með sér. n „Murcia er sjötta stærsta borg Spánar en þar búa um 450 þúsund manns Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.