Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 30
Vetur 15. nóvember 2019KYNNINGARBLAÐ
SECURITAS:
Hnappurinn er partur af
mínu lífi
Elsa Einarsdóttir, sölustjóri Securitas, heimsótti hnappþega fyrir stuttu til að
forvitnast um upplifun af notkun
öryggishnappi Securitas. Hulda
tók vel á móti okkur í fallegri íbúð
sinni vestur í bæ. Hún flutti fyrir
þremur árum til Íslands eftir meira
en 50 ára búsetu í Bandaríkjunum.
Hún hefur verið með öryggishnapp
frá Securitas alveg frá fyrsta
degi á Íslandi. Hún segir sjálf að
hnappurinn sé partur af hennar lífi
og að hann muni tilheyra henni alla
tíð. Hún skilur hann ekki við sig nema
á næturnar, en þá er hann alltaf
innan seilingar og þurfi hún að fara
á stjá á nóttunni setur hún hann á
sig. Ástæða þess að hún fékk sér
hnapp eru afleiðingar heilablóðfalls
sem hún fékk stuttu áður en hún
flutti til Íslands. Hún segist hafa frétt
af öryggishnappnum frá vinum og
áleit strax að með slíkt hjálpartæki
yrði hún öruggari á heimili sínu. Það
hefur reynst raunin, frá því að hún
fékk hnappinn hefur hún einu sinni
þurft á aðstoð að halda. „Ég fékk
skyndilega mjög hraðan hjartslátt
sem ég fann að ekki var eðlilegt. Ég
studdi á hnappinn og mér var svarað
strax og fyrr en varði voru komnir
tveir öryggisverðir til mín mér til
aðstoðar. Þeir voru alveg dásamlega
hjálpsamir og nærgætnir. Þeir
kölluðu til sjúkrabíl og ég var á
sjúkrahúsi í sólarhring á meðan að
ég jafnaði mig“ segir Hulda. „Ég varð
strax rólegri um leið og þeir voru
komnir heim til mín, þeir gátu gefið
sjúkraflutningamönnum upplýsingar
um mig og sjúkdóm minn, þannig
að strax var vitað til hvaða aðgerða
ætti að grípa.“ Hún segir að það sé
mjög traustvekjandi að vita af því
að hjálpin sé skammt undan og að
þeir sem veiti aðstoðina séu til þess
bærir, hafi þekkingu og færni til þess.
Hún er ákveðin í því að öryggishnapp
Securitas muni hún vera með um
hálsinn svo lengi sem þess sé þörf.
Hulda er eldri dama sem
nýtur lífsins, spilar á og kennir
sambýlingum sínum á úkúlele og að
mála vatnslitamyndir. Hún þakkar
gott líf sitt léttleika, glaðværð og
sinni trú sem er trúin á sjálfan sig, á
hið góða í manninum. Hún vísar til
skáldsins Steingríms Thorsteinssonar
og segir „Trúðu á tvennt í heimi, tign
sem æðsta ber, Guð í aleims geimi,
Guð í sjálfum þér.“
Hvers vegna Securitas sem
þjónustuaðili:
Elsa hitti dóttur hnappþega í spjalli
um reynsluna af öryggishappnum.
Mamma hennar flutti í Fannborg
í Kópavogi fyrir fjórum árum eftir
lát maka síns. Þá var hún 85 ára,
mjög ern og hress, hafði séð um
eiginmann sinn alla tíð og sinnt
honum fram á síðasta dag. Hún
er af kynslóð sem er alin upp með
nægjusemi og lítilæti að leiðarljosi,
ásamt því að bjarga sér sjálf. Því
fannst henni ótækt að vera að fá
aðstoð við t.d. heimilisstörf eða
annað sem viðkom heimilishaldi.
Fjölskylda hennar hafði rætt um
að það gæti gagnast henni að
vera með öryggishnapp en hún
var ekki á þeim buxunum. Eftir að
sonur hennar kom að móður sinni
liggjandi ósjálfbjarga á gólfinu
eftir slæma byltu þá féllst hún á
að fá öryggishnappinn. Sótt var
um niðurgreiðslu á hnappnum
til Sjúkratrygginga Íslands, og
Securitas var valið sem þjónustuaðili.
Valið var ekki erfitt fyrir fjölskylduna,
vitneskja var um góða þjónustu
Securitas við hnappþega, mikla
alúð og fagmennsku. Fjölskyldan
styrktist í trúnni á góða þjónustu
þegar að kom að uppsetningu.
Uppsetningaraðilinn var mjög
þolinmóður, skýrði vel út fyrir henni
hvernig hnappurinn virkaði, lét
hana prófa hnappinn,
æfa sig vel og heyra
frá starfsmönnum
stjórnstöðvar í gegnum
kalltækið þegar hún ýtti
á hnappinn eins og um
ósk um aðstoð væri að
ræða. Hún var alsæl með
að geta tekið hnappinn
í sturtuna, henni létti
mjög við að vita að þar
væri hún örugg og að
hjálp væri á næsta leiti ef á þyrfti
að halda. Að sögn dótturinnar er
fjölskyldan örugg með að aðstoð
sé skammt undan verði mamma
þeirra fyrir óhappi, og þau vita að
þeir sem veita hana kunna til verka,
öryggisverðir Securitas eru vel
menntaðir og kunnandi varðandi
t.d. lífsbjörg. Mamman er alsæl með
hnappinn, finnur til mikils öryggis
með hann um hálsinn og fjölskyldan
örugg með mömmu og ömmu í
umsjá Securitas.
Ljósmyndari: Eyþór Árnason