Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 22
22 15. nóvember 2019FRÉTTIR fann til með honum og gekk hik­ laust inn í eitthvert ábyrgðarhlut­ verk sem ég átti alls ekkert að gera þegar tekið er tillit til aldurs. Eftir á að hyggja var ekki vel að þessu staðið. Í dag er umræðan mjög breytt og foreldrar meðvitaðri um að börnin eigi að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Á móti kom að ég fékk gríðarlegt frelsi, pabbi leyfði mér að hafa hljóðfærin mín um alla íbúð og ég fékk í raun að vera minn eigin herra. Hann var að því leytinu til mikil hvatn­ ing fyrir mig þegar kom að tón­ listinni. Það var kannski ekki mik­ ill agi eða uppeldi á þessum tíma og ég gerði bara mitt, sem mér fannst skiljanlega mjög gott fyrir­ komulag. Það voru engar reglur en þarna lærði ég þó kannski að verða sjálfstæður. Pabbi kunni varla að sjóða hafragraut og hafði nær aldrei eldað mat. Þegar ég hugsa um það núna var það ef­ laust þarna sem ég lærði að elda – því ég þurfti þess, en þetta voru sérstakar aðstæður.“ Tæpum tveimur árum síðar tóku foreldrar hans aftur saman og segist Friðrik hafa tekið því frekar illa í upphafi. „Mér var farið að líka vel við fyrirkomulagið eins og við pabbi vorum farnir að hafa það. En þetta lagaðist fljótt. Foreldrar mínir eru saman í dag og sam­ band okkar afar gott.“ Einelti í æsku Á sama tíma gekk Friðrik í gegn­ um átakamikið einelti í skóla sem fullorðið samferðafólk hans lét viðgangast án mikilla athugasemda. „Ég myndi segja að ég hafi verið samfélagslega mjög virkur, þótt eflaust myndu einhverjir segja að ég hafi bara verið athyglis­ sjúkur, frekur eða stjórnsamur. Ég átti þó alltaf mína bandamenn en svo lenti ég í leiðindamál­ um. Mér gekk vel í skóla, var með sjálfstraust og lét ekki kýla mig svo auðveldlega niður, en á tíma var þetta alveg komið út í líkam­ legt ofbeldi og því miður var það svo að krakkar í Dalvíkurskóla voru lagðir í slæmt einelti á þess­ um árum. Það þreifst einhverra hluta vegna og ég á alveg minn­ ingar þar sem skólaúlpan mín var tekin og rifin sem og skólataskan. Það var oft setið fyrir mér, oftast af eldri strákum, og ekkert var gert í neinu, ekki fyrr en bróðir minn kom í heimsókn til Dalvíkur og átti fund með skólastjóranum. Þetta fylgir manni alltaf, því þrátt fyrir að mér finnist gaman að um­ gangast fólk í dag er þessi reynsla alltaf partur af mér, allt það sem gerðist þarna. Ég man alltaf eft­ ir hræðslunni suma daga við að fara í skólann. Margt af þessu fólki hefur í dag beðist afsökun­ ar og ég held að fólk sé svolítið ánægt með mig, því ég hélt áfram á þeirri braut sem ég var byrjaður á þá. Ég held að í grunninn sé það af því að ég byrjaði svo ung­ ur að syngja og spila á hljóðfæri. Auðvitað var ég athyglissjúkur en það bjó meira að baki – þetta var eitthvað sem mig langaði frá fyrstu tíð að gera og ég er ákaflega stoltur af því.“ Brugðið yfir Samherjamálinu Friðrik bjó á Dalvík á árunum 1987 til 2001 og segir bæinn eiga stóran stað í hjarta hans. Honum þyki því óendanlega vænt um að halda utan um stærstu tónlist­ arhátíð landsins þar síðastliðin sex ár, en á næsta ári fagna há­ tíðarhöldin Fiskidagar á Dalvík tuttugu ára afmæli sínu. „Ég er alltaf tengdur Fiskideg­ inum og það er alltaf gríðar­ lega gaman að mæta og halda eina stærstu tónleika á Íslandi. Þarna búa tvö þúsund manns en meðan á hátíðinni stendur mæta allt upp í fjörutíu þúsund manns. Þetta er brjálæði, næst­ um þrisvar sinnum sá fjöldi sem sækir Þjóðhátíð í Eyjum. Það er líka frábært að gera þetta með Eyþóri Inga og Matta Matt en þeir eru báðir Dalvíkingar og mikill kærleikur okkar í millum. Það er gaman að segja frá því að eftir grunnskóla tók ég við tón­ menntakennslunni í skólanum og kenndi þar Eyþóri en hann var þá í sjötta bekk. Honum fannst svo mikið til mín koma að hann teiknaði mynd af mér að keppa í Eurovision enda var hann viss um að ég myndi síð­ ar stíga þar á svið. Hann endaði svo á að gera það sjálfur helvítið á honum,“ segir Friðrik og hlær sínum dillandi hlátri. „Þetta er mjög skemmtileg tenging.“ Fiskidagurinn mikli hefur ver­ ið mikið í umræðunni síðustu daga vegna tengingar hátíðar­ innar við Samherja. Friðrik hef­ ur fylgst með umræðunni um Samherjaskjölin svokölluðu og var sleginn yfir afhjúpun Kveiks og Stundarinnar þar sem koma fram alvarlegar ásakanir á hend­ ur forsvarsmönnum Samherja. „Mér var brugðið líkt og allri þjóðinni en samstarf mitt við starfsfólk Samherja, þá sérstak­ lega við Kristján Vilhelmsson, hefur verið afar gott í tengslum við Fiskidagstónleikana. Fiski­ dagurinn mikli er síðan annað dæmi sem er sér félag og ekki rekið af Samherja. Höfum það á hreinu,“ segir Friðik og held­ ur áfram. „Við erum í miðjum storminum núna og erfitt að svara til um hvaða afleiðingar þetta hefur. Mér þykir vænt um tónleikana og allt það fólk sem að þeim kemur. Ég hugsa þó að­ allega til alls þess góða starfs­ fólks sem vinnur hjá fyrirtækinu alla jafna. Þetta er mjög erfitt fyrir marga. Ég trúi því að stjórnend­ ur félagsins geri þær breytingar sem þarf til að leysa þetta mál.“ Varðandi umfjöllun Kveiks um Samherjaskjölin finnst Frið­ riki leitt að Fiskidagurinn leiki svo stórt hlutverk. „Ég er á því að Helgi Seljan og Aðalsteinn hafi farið fram úr sér með tengingu Fiskidagsins sem hátíðar við Samherja og þessar ásakanir. Það eru svo rosalega margir sem koma að hátíðinni, sjálfboðaliðar og nær 200 styrkt­ araðilar og Samherji er vissulega einn af þeim en þeir halda ekki þessa hátíð. Hátíðin og Dalvík­ ingar munu standa þetta af sér enda um eina flottustu og far­ sælustu bæjarhátíð fyrr og síð­ ar að ræða á Íslandi. Hvað sem svo verður um tónleikana. Það verður að koma í ljós enda er það enginn heimsendir þótt þeir yrðu ekki haldnir, þótt vissulega myndu margir sakna þeirra og þar á meðal ég.“ Í besta formi lífs síns Miklar breytingar hafa orðið á heilsufari Friðriks undanfarin ár en hann segir óhætt að segja að hann sé í besta formi lífs síns. „Áður en ég flutti suður árið 2003, var ég tæplega þrjá­ tíu kílóum þyngri en ég er í dag. Sem betur fer er ekki til mikið af myndum af mér frá þessum tíma enda forðaðist ég greinilega myndavélina. Ég hef örugglega prófað alla heimsins kúra, búinn að þyngjast og léttast til skiptis. Það var alltaf þetta helvítis vesen á mér, en frá árinu 2006 hef ég haldið mér í þessu plús mínus fimm kíló. Ég hef þó aldrei verið í eins góðu formi og ég er í dag enda tók ég þetta föstum tökum eftir að ég varð einn. Ég byrjaði í 16/8 kúrnum og fastaði eftir því prógrammi í eitt og hálft ár. Nú er ég farinn að láta líða lengra á milli, því samhliða stunda ég mikla líkamsrækt og fann að ég varð að borða meira. Þetta hent­ ar mér mjög vel og þegar ég borða þá borða ég eitthvað rosa­ lega gott. Um tíma fastaði ég í tvær vikur í senn og þá skiptir öllu að halda hausnum í lagi. Það getur reynst erfitt en samt mesta furða hvað maður er hress. Húð­ in og augun taka stakkaskiptum og maður verður allur annar. Þetta krefst mikils aga en er á sama tíma góð hreinsun.“ Eftir að jólatörninni lýkur hyggst Friðrik leggja leið sína á framandi slóðir. „Ég tek mér alltaf frí í janúar enda finnst mér það góður tími. Ég fer alltaf langt í burtu til að ná góðu veðri. Ég ætla að þessu sinni að ferðast á nýjan stað og hitta „lókalinn“, ég á bara eftir að ákveða hvert.“ n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Allt í einu er enginn þarna og í grunninn er það mesta breytingin – sem og söknuðurinn – að deila ekki lengur lífinu með einhverjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.