Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 24
24 PRESSAN 15. nóvember 2019 R ætur fíkniefnafaraldursins í Portúgal má rekja aftur til áttunda áratugar síð- ustu aldar. Hin blóðuga nellikubylting skall á árið 1974 og kjölfar hennar losnuðu Portú- galar undan valdi einræðisherr- ans Antónios Salazar og öðluðust sjálfstæði. Nærri fimm ára ein- angrun var því lokið í landinu og opnaðist það fyrir fíkniefnum frá Afganistan og Evrópu. Þetta nýfundna frelsi breyttist fljótt í martröð því á níunda áratug síð- ustu aldar var fíkniefnafaraldur- inn búinn að breiða úr beitt- um klóm sínum og var talað um að dópið væri mun alvarlegra og verra en AIDS-faraldurinn. Stjórnmálamenn litu framhjá vandanum sem óx sífellt ásmegin. Talið er að einn af hverjum hund- rað Portúgölum hafi verið háður heróíni seint á tíunda áratug síð- ustu aldar. Árið 1999 dóu tæplega fjögur hundruð manns úr of stór- um skammti eiturlyfja. Sjúklingar, ekki glæpamenn Loksins þurftu yfirvöld að opna augun fyrir vandanum og seint á tíunda áratugnum hófst vinna við að afglæpavæða fíkniefnaneyslu. Árið 2001 var það síðan bundið í lög og varð Portúgal fyrsta landið í heiminum til að afglæpavæða fíkniefnaneyslu. Fíkniefni voru, og eru, enn ólögleg og fólk er sótt til saka fyrir að selja eða smygla inn fíkniefnum en fólk sem tekið er með neysluskammta er ekki handtekið. Markmiðið var að meðhöndla fólk með fíknisjúk- dóma af mannúð, að meðhöndla fíkn eins og sjúkdóm, ekki bresti. Litið var á fíkla sem sjúklinga, ekki glæpamenn og þeir fóru í meðferð, ekki í fangelsi. Þessar breytingar virkuðu og það fljótt. Fjöldi heróínnotenda í Portúgal hefur minnkað um tvo þriðju og einnig dauðsföll- um, en aðeins þrjátíu manns lét- ust úr fíkniefnaneyslu allt árið 2016, miðað við tæplega fjögur hundruð árið 1999. Þá hefur HIV- smiti einnig fækkað umtalsvert en átján tilfelli smits voru greind árið 2016 miðað við 907 árið 2000. Þetta ófremdarástand sem skapaðist í kringum fíkniefnafar- aldurinn hafði áhrif á marga. Fangelsin voru yfirfull af fíklum og segir Félix da Costa, sem hef- ur unnið með fólki með fíknisjúk- dóma síðustu þrjá áratugina, í samtali við Huffington Post að um mannlega harmleiki hafi verið að ræða í hverri einustu viku. „Í öllum fjölskyldum var ein- hver sem neytti fíkniefna eða lést úr eiturlyfjaneyslu, eða fjölskyld- an þekkti einhvern náinn sér sem var í neyslu.“ Andstaða úr hægri Læknirinn João Goulão lék veiga- mikið hlutverk í þessari hugar- fars- og lagabreytingu í Portúgal. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var hann ungur læknir á Al- garve í suðurhluta Portúgals og fann fyrir fjölgun sjúklinga sem glímdu við eiturlyfjafíkn. „Ég var ekki sérfræðingur í eiturlyfjum en ég var til stað- ar þegar fólk vildi koma til mín,“ segir hann. Það má segja að João hafi orðið sérfræðingur í að með- höndla fíkla, líkt og svo margir heimilislæknar í Portúgal á þess- um tíma. João varð síðar lykil- maður í afglæpavæðingu fíkni- efnaneyslu í landinu. En fyrst leiddi hann opnun á almennings- miðstöðvum sem meðhöndluðu fólk með fíknisjúkdóma, CAT, á seinni hluta níunda áratugar- ins. Fyrsta miðstöðin var opnuð í Lissabon árið 1987 og stjórnað af heilbrigðisráðuneytinu. João, í samvinnu við annað heilbrigðis- starfsfólk, opnaði slíkar mið- stöðvar víðs vegar um landið og fyrsta skref í átt að afglæpavæð- ingu var sprautuprógrammið sem byrjaði árið 1993. Með því gat hver sem er mætt í apótek með notaða sprautunál og fengið hreina í staðinn án þess að þurfa að gera grein fyrir einu eða neinu. Það var svo seint á tíunda ára- tugnum sem yfirvöld byrjuðu að skoða lagabreytingar. Fjölmargir komu að borðinu, sérfræðingar, læknar, dómarar og fleiri, til að búa til aðgerðaráætlun um hvernig Portúgalar gætu barist gegn dópvánni og haft sigur. João var í þessum hópi. Hópurinn kynnti áætlun árið 1998 sem lagði grunn að lögum um afglæpavæð- ingu og voru þau samþykkt árið 2001. Þetta var róttækt plan og hægrimenn ekki á eitt sáttir. Vör- uðu þeir við því að með þessari löggjöf myndi landið verða sem segulstál á fíkniefnaneytendur um heim allan. Allt annað kom á daginn og fljótlega var hægt að merkja já- kvæð áhrif laganna. Þá myndaðist þverpólitísk sátt um lögin. Í dag eru hins vegar nokkrar áhyggj- ur um hvort hægt sé að viðhalda þessum góða árangri. João segir að dópstríðið hafi fallið neðar og neðar á forgangslista stjórnvalda og búið sé að skera niður fjár- framlög til verkefnisins. João tel- ur því að verkefnið sé í hættu. „Þetta er ekki lengur sexí um- ræðuefni,“ segir hann. Fyrirmynd Íslands Það er þó vert að minnast á að ár- angur Portúgals í fíkniefnastríð- inu hefur vakið heimsathygli, en fíkniefnanotkun þar í landi er meðal því minnsta sem gerist og gengur í Evrópu. Fjöldi þeirra sem deyja á ári hverju úr fíkni- efnaneyslu er töluvert lægri en meðalfjöldi í Evrópu og Banda- ríkjunum. Fyrir tuttugu árum voru um það bil hundrað þúsund heróínfíklar í Portúgal en nýjustu gögn sýna að þeir séu 25 þúsund talsins í dag. Afglæpavæðing fíkniefna- neyslu hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misseri á Íslandi og vekur upp heitar um- ræður í þingheimi. Nýlega lagði Píratinn Halldóra Mogensen fram frumvarp um að varsla neysluskammta yrði ekki leng- ur refsiverð, þótt sala fíkniefna, afhending, framleiðsla og smygl yrði enn bannað. Þá lagði Svan- dísar Svavarsdóttur heilbrigðis- ráðherra einnig fram frumvarp um neyslurými fyrir stuttu og er Portúgal mikil fyrirmynd við gerð þessara frumvarpa. Skiptar skoð- anir hafa verið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu hér á landi en tölurnar frá Portúgal segja meira en mörg orð. n GODDI.IS Auðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 S una- og gistitunnur ásamt við rkyntum pott m Sjáðu úrvalið á goddi.is Marg r ge ðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lage í gráum o brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð frá 58.500 kr. „Í öllum fjölskyldum var einhver sem neytti fíkni- efna eða lést úr eiturlyfjaneyslu Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Svona unnu Portúgalar dópstríðið n Dauðsföllum fækkað úr einu á dag í þrjátíu á ári n Afglæpavæðing neysluskammta lykilatriði Dópdjöfullinn Portúgal hefur náð góðum árangri í stríð- inu gegn fíkniefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.