Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Blaðsíða 40
40 FÓKUS 15. nóvember 2019 Konurnar í lífi Keanus n Missti kærustu og dóttur á innan við þremur árum n Áfallið markaði djúp spor í ástalífinu Þ að eru fáir leikarar í Hollywood jafn dulir og vinsælir og Keanu Reeves. Hann hefur oft verið kallaður „kær- asti internetsins“ einfaldlega út af því hve mögnuð mannvera hann er. Hann er maður fólksins og kærir sig ekki um glans og glamúr stjörnuheima. Ástalíf leikarans hefur verið líkt og lokuð bók og því supu sumir hveljur þegar hann frumsýndi kær- ustu sína fyrir stuttu, listakonuna Amöndu Grant. DV fannst því tilvalið að fara yfir ástalíf leikarans, sem er allt í bland, sorglegt og lítilfjörugt. Ástfangin í laumi Svo er það hún Alexandra Grant en þau Keanu brutu næstum því internetið þegar þau mættu saman í galaveisluna LACMA Art + Film Gala fyrr í mánuðinum. Þau kynntust í matarboði árið 2009, urðu góðir vinir og unnu að bók saman. Langt er síðan Keanu hefur mætt með kærustu upp á arminn á rauða dregilinn en kunnugir segja að Alexandra og Keanu hafi verið par svo árum skipti. Til að sýna lesendum nákvæm- lega hve elskaður Keanu er þá endum við greinina á fallegri athugasemd við frétt á DV um opinberun á ástarsambandi Alexöndru og Keanus: „Hann á svo sannarlega skilið að vera loksins hamingju- samur þessi góður maður hann Keanu Reeves.“ Auðvitað var Keanu orðaður á róm- antískan hátt við leikkonuna Söndru Bullock enda áttu þau tvö senuna á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar Speed. Þau staðfastlega neita því hins vegar að hafa verið par en hafa bæði ját- að að hafa verið skotin í hvort öðru. Þegar Keanu mætti í þátt Ellen DeGeneres um árið sýndi Ellen hon- um gamalt myndbrot þar sem Sandra segist hafa verið skotin í honum. Þá sagði Keanu að þær tilfinningar hefðu verið gagnkvæmar. „Hún vissi greini- lega ekki að ég var skotinn í henni.“ Margt benti til þess að Keanu væri byrjaður með Chinu Chow, dóttur matarmógúlsins Michaels Chow, sumarið 2008 þegar þau sáust í fríi við Miðjarðarhafið saman. Leikar- inn staðfesti aldrei þann orðróm en þau virtust fara hvort í sína áttina eftir fríið. China og Keanu sáust aft- ur saman í maí á þessu ári og þá var haft eftir heimildarmanni US Weekly að China hefði reynt stíft við leikar- ann. Háværar sögusagnir voru uppi þess efnis árið 2004 að Keanu væri byrjaður með leikkonunni Claire Forlani, sem er hvað þekktust fyrir leik í Meet Joe Black. Á samband þeirra að hafa varað til ársins 2006. Þau hafa hins vegar aldrei gengist við sambandinu og þegar Claire var spurð út í það árið 2006 í viðtali við New York Daily News sagði hún ein- faldlega: „Við erum góðir vinir“ og hló. Þá víkur sögunni að átakanlegu ástarsambandi Keanus við Jenni- fer Syme. Þau urðu ástfangin samstundis árið 1998 og ári síðar var von á barni hjá fjölskyldunni. Dóttir þeirra, Ava Archer Symes- -Reeves, var hins vegar andvana fædd í desember árið 1999. Áfall- ið stíaði þeim Keanu og Jennifer í sundur og árið 2000 hættu þau saman. Einu og hálfu ári síðar lést Jennifer í bílslysi, aðeins 28 ára gömul, en á þeim tíma var hún í sálfræðimeðferð við þung- lyndi. Keanu tjáði sig um þenn- an hræðilega tíma í viðtali við Parade árið 2006. „Sorgin breytir okkur öllum en hverfur aldrei. Fólk hefur þær ranghugmyndir að þú getir greitt úr sorgum þínum og sagt svo skilið við þær. Það er rangt. Þegar fólk sem þú elskar er horfið, þá ertu einn.“ Leikstjórinn Francis Ford Coppola leikstýrði Keanu í Bram Stoker‘s Dracula sem frumsýnd var árið 1992. Þá kynntist Ke- anu dóttur leikstjórans, Sofiu Coppola, og þau deituðu um stutta hríð. Strax í kjölfar sam- bandsslitanna kynntist Sofia leik- stjóranum Spike Jonze, en þau voru gift frá 1999 til ársins 2003. Keanu var meðal leikara í jólamyndinni Babes of Toyland sem kom út árið 1986. Á tökustað kynntist hann leikkonunni Jill Schoelen og sagan segir að þau hafi fellt hugi saman. Heim- ildir slúðurrita vestanhafs herma að þau Keanu og Jill hafi verið saman í þrjú ár, allt til ársins 1989. Eftir að þau hættu saman byrjaði Jill með leikaranum Brad Pitt og voru þau trúlofuð í þrjá mánuði áður en neistinn slokknaði. Missti kærustu og dóttur Pabbinn í hlutverk Amors Jólaandinn færði þau saman „Við erum góðir vinir“ Fríið örlagaríka Skot í myrkri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.